Níu skotáverkar á líkama hins látna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2021 08:33 Það var rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar sem lögreglan var kölluð út að húsi í Rauðagerði. Þar hafði albanskur karlmaður verið skotinn til bana fyrir utan heimili sitt. Vísir/Vilhelm Í bráðabirgðaskýrslu réttarmeinafræðings vegna réttarkrufningar á Armando Beqirai, mannsins sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar, kemur fram að hann hafi hlotið níu skotáverka, meðal annars í höfuð, bol og lífsnauðsynleg líffæri. Þá fundust níu skothylki á vettvangi glæpsins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist er á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að skipun Steinbergs Finnbogasonar sem skipaðs verjanda eins af sakborningum í málinu verði felld niður. Sá er íslenskur karlmaður og hefur verið kallaður „langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi.“ Hann sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 16. febrúar til 2. mars en sætir nú farbanni. Úrskurðurinn er birtur á vef Landsréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms síðastliðinn föstudag. Um er að ræða fyrsta úrskurðinn sem birtur er á vef dómstólanna vegna málsins. Í úrskurðinum segir að lögregla telji ljóst að „brotið hafi verið unnið í samverknaði nokkurra og jafnvel með hlutdeild annarra líkt og gögn og umfang málsins bera með sér, en nú þegar hafa fjöldi aðila fengið réttarstöðu sakbornings. Rannsóknin er afar umfangsmikil og á mjög viðkvæmu stigi, en unnið er nú úr gríðarlegu magni fjarskiptagagna, sem og gögnum úr öryggismyndavélum, gögnum sem tæknideild vinnur með, taka frekari skýrslur af sakborningum, af vitnum og fleira í þeim dúr.“ Þá hefur skotvopnið ekki fundist en lögregla hefur fengið mikið af upplýsingum og ábendingum varðandi það sem verið er að vinna úr. Lögreglan fór fram á að Steinbergur yrði ekki lengur skipaður verjandi í málinu þar sem lögreglan vill kalla hann til sem vitni. Telja Steinberg hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga Að því er fram kemur í úrskurðinum hefur rannsókn lögreglu og úrvinnsla fjarskiptagagna leitt í ljós að Steinbergur hafi verið í samskiptum við aðra sakborninga málsins fyrir og eftir að hann var skipaður verjandi Íslendingsins. Þá hafi vitni í málinu borið um að hafa hitt og rætt við Steinberg eftir að brotið var framið og eftir að hann var skipaður verjandi. Lögregla telji því nauðsynlegt að kalla Steinberg til sem vitni og fallast bæði héraðsdómur og Landsréttur á þá kröfu eins og áður segir. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókn málsins, tjáði fréttastofu í gær að skýrslutaka yfir Steinbergi væri í undirbúningi. Fréttastofa ræddi við Steinberg þegar héraðsdómur hafði fallist á kröfu lögreglunnar um að skipun hans yrði felld niður. Hann fullyrti þá að hann byggi ekki yfir neinum upplýsingum sem skipt gætu máli fyrir rannsóknina sem gætu að einhverju leyti verið undanskildar þeirri trúnaðarskyldu sem hann væri bundinn sem skipaður verjandi í málinu. Þá sagðist hann gefa sér að lögreglan væri að skírskota til samskipta frá öðrum sem grunaðir væru í málinu sem leituðu til Steinbergs sem ekki var hægt að verða við í ljósi þess að hann var þegar orðinn verjandi Íslendingsins. Greint var frá því í gær að karlmaður hefði verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna morðsins. Þá rann gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum út í gær og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu um vikulangt varðhald í tilfelli annars. Kröfunni var hafnað í tilfelli hins og var hann úrskurðaður í farbann. Alls eru þrír í gæsluvarðhaldi vegna málsins og fleiri í farbanni. Tólf hafa verið handteknir í málinu og hafa stöðu sakbornings. Í hópnum er að finna fólk af báðum kynjum. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna Rauðagerðismorðsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna aðildar að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum átti að renna út í dag. 17. mars 2021 15:02 Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. 13. mars 2021 14:47 Úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar. 10. mars 2021 16:24 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist er á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að skipun Steinbergs Finnbogasonar sem skipaðs verjanda eins af sakborningum í málinu verði felld niður. Sá er íslenskur karlmaður og hefur verið kallaður „langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi.“ Hann sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 16. febrúar til 2. mars en sætir nú farbanni. Úrskurðurinn er birtur á vef Landsréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms síðastliðinn föstudag. Um er að ræða fyrsta úrskurðinn sem birtur er á vef dómstólanna vegna málsins. Í úrskurðinum segir að lögregla telji ljóst að „brotið hafi verið unnið í samverknaði nokkurra og jafnvel með hlutdeild annarra líkt og gögn og umfang málsins bera með sér, en nú þegar hafa fjöldi aðila fengið réttarstöðu sakbornings. Rannsóknin er afar umfangsmikil og á mjög viðkvæmu stigi, en unnið er nú úr gríðarlegu magni fjarskiptagagna, sem og gögnum úr öryggismyndavélum, gögnum sem tæknideild vinnur með, taka frekari skýrslur af sakborningum, af vitnum og fleira í þeim dúr.“ Þá hefur skotvopnið ekki fundist en lögregla hefur fengið mikið af upplýsingum og ábendingum varðandi það sem verið er að vinna úr. Lögreglan fór fram á að Steinbergur yrði ekki lengur skipaður verjandi í málinu þar sem lögreglan vill kalla hann til sem vitni. Telja Steinberg hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga Að því er fram kemur í úrskurðinum hefur rannsókn lögreglu og úrvinnsla fjarskiptagagna leitt í ljós að Steinbergur hafi verið í samskiptum við aðra sakborninga málsins fyrir og eftir að hann var skipaður verjandi Íslendingsins. Þá hafi vitni í málinu borið um að hafa hitt og rætt við Steinberg eftir að brotið var framið og eftir að hann var skipaður verjandi. Lögregla telji því nauðsynlegt að kalla Steinberg til sem vitni og fallast bæði héraðsdómur og Landsréttur á þá kröfu eins og áður segir. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókn málsins, tjáði fréttastofu í gær að skýrslutaka yfir Steinbergi væri í undirbúningi. Fréttastofa ræddi við Steinberg þegar héraðsdómur hafði fallist á kröfu lögreglunnar um að skipun hans yrði felld niður. Hann fullyrti þá að hann byggi ekki yfir neinum upplýsingum sem skipt gætu máli fyrir rannsóknina sem gætu að einhverju leyti verið undanskildar þeirri trúnaðarskyldu sem hann væri bundinn sem skipaður verjandi í málinu. Þá sagðist hann gefa sér að lögreglan væri að skírskota til samskipta frá öðrum sem grunaðir væru í málinu sem leituðu til Steinbergs sem ekki var hægt að verða við í ljósi þess að hann var þegar orðinn verjandi Íslendingsins. Greint var frá því í gær að karlmaður hefði verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna morðsins. Þá rann gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum út í gær og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu um vikulangt varðhald í tilfelli annars. Kröfunni var hafnað í tilfelli hins og var hann úrskurðaður í farbann. Alls eru þrír í gæsluvarðhaldi vegna málsins og fleiri í farbanni. Tólf hafa verið handteknir í málinu og hafa stöðu sakbornings. Í hópnum er að finna fólk af báðum kynjum.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna Rauðagerðismorðsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna aðildar að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum átti að renna út í dag. 17. mars 2021 15:02 Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. 13. mars 2021 14:47 Úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar. 10. mars 2021 16:24 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna Rauðagerðismorðsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna aðildar að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum átti að renna út í dag. 17. mars 2021 15:02
Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. 13. mars 2021 14:47
Úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar. 10. mars 2021 16:24