Leyfum fjólunni að blómstra Vilhjálmur Árnason skrifar 18. mars 2021 14:31 Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi. Áhugasamir og metnaðarfullir nemendur sem eru þar við nám undir handleiðslu fagfólks sem leggur líf og sál í starf sitt. Einnig er áberandi hversu mikil samheldni er meðal fagfélaga og atvinnulífsins í garðyrkjunni, sem styður þétt við bakið á skólanum samhliða gífurlegum metnaði til að þróa og byggja upp atvinnulífið í þessum mikilvægu starfsgreinum. Allt frá heimaræktun upp í hátækni ylrækt þurfum við að gefa öllu því öfluga garðyrkjufólki sem hér starfar frelsi og tækifæri til að byggja upp grunnstoðir og rækta metnað sinn í faginu svo að garðyrkjan verði ein af undirstöðunum í atvinnuvegum þjóðarinnar. Menntamálaráðherra verður því að leysa hratt og vel úr þeim hnút sem málefni Garðyrkjuskólans eru nú komin í og tryggja velferð þessa náms með skýrum hætti. Það verður að mínu mati best gert með því að tryggja sjálfstæði skólans sem fagskóla í garðyrkjugreinum sem tekur á móti nemendum frá öllum landshlutum og tryggja áframhaldandi samstarf fagfélaga, atvinnulífs, starfsfólks og nemenda á Reykjum. Einnig þarf að tryggja að höfuðstöðvar verði áfram þar sem ræturnar liggja og hjarta garðyrkju á Íslandi hefur slegið síðustu 82 ár, í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík hefur einmitt farið þessa leið, barist fyrir sjálfstæði sínu og þróað í samstarfi við atvinnulífið nám í sjávarútvegi á breiðum grundvelli. Það hefur gefið af sér óteljandi sprota og tækifæri til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Vægast sagt hefur það kostað stjórnendur mikla baráttu að koma Fisktækniskólanum úr þeim þrönga stakki sem iðn- eða fagnámi er sniðinn í menntamálaráðuneytinu. Sú barátta hefur blessunarlega skilað árangri. Það verður því að gefa Garðyrkjuskólanum frelsi og sjálfstæði. Þannig mun skólinn vaxa og dafna, fólk mun fylkja sér að baki honum þannig að hann verði uppspretta þekkingar og hugvits landi og þjóð til heilla. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Háskólar Ölfus Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Garðyrkja Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi. Áhugasamir og metnaðarfullir nemendur sem eru þar við nám undir handleiðslu fagfólks sem leggur líf og sál í starf sitt. Einnig er áberandi hversu mikil samheldni er meðal fagfélaga og atvinnulífsins í garðyrkjunni, sem styður þétt við bakið á skólanum samhliða gífurlegum metnaði til að þróa og byggja upp atvinnulífið í þessum mikilvægu starfsgreinum. Allt frá heimaræktun upp í hátækni ylrækt þurfum við að gefa öllu því öfluga garðyrkjufólki sem hér starfar frelsi og tækifæri til að byggja upp grunnstoðir og rækta metnað sinn í faginu svo að garðyrkjan verði ein af undirstöðunum í atvinnuvegum þjóðarinnar. Menntamálaráðherra verður því að leysa hratt og vel úr þeim hnút sem málefni Garðyrkjuskólans eru nú komin í og tryggja velferð þessa náms með skýrum hætti. Það verður að mínu mati best gert með því að tryggja sjálfstæði skólans sem fagskóla í garðyrkjugreinum sem tekur á móti nemendum frá öllum landshlutum og tryggja áframhaldandi samstarf fagfélaga, atvinnulífs, starfsfólks og nemenda á Reykjum. Einnig þarf að tryggja að höfuðstöðvar verði áfram þar sem ræturnar liggja og hjarta garðyrkju á Íslandi hefur slegið síðustu 82 ár, í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík hefur einmitt farið þessa leið, barist fyrir sjálfstæði sínu og þróað í samstarfi við atvinnulífið nám í sjávarútvegi á breiðum grundvelli. Það hefur gefið af sér óteljandi sprota og tækifæri til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Vægast sagt hefur það kostað stjórnendur mikla baráttu að koma Fisktækniskólanum úr þeim þrönga stakki sem iðn- eða fagnámi er sniðinn í menntamálaráðuneytinu. Sú barátta hefur blessunarlega skilað árangri. Það verður því að gefa Garðyrkjuskólanum frelsi og sjálfstæði. Þannig mun skólinn vaxa og dafna, fólk mun fylkja sér að baki honum þannig að hann verði uppspretta þekkingar og hugvits landi og þjóð til heilla. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar