Leyfum fjólunni að blómstra Vilhjálmur Árnason skrifar 18. mars 2021 14:31 Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi. Áhugasamir og metnaðarfullir nemendur sem eru þar við nám undir handleiðslu fagfólks sem leggur líf og sál í starf sitt. Einnig er áberandi hversu mikil samheldni er meðal fagfélaga og atvinnulífsins í garðyrkjunni, sem styður þétt við bakið á skólanum samhliða gífurlegum metnaði til að þróa og byggja upp atvinnulífið í þessum mikilvægu starfsgreinum. Allt frá heimaræktun upp í hátækni ylrækt þurfum við að gefa öllu því öfluga garðyrkjufólki sem hér starfar frelsi og tækifæri til að byggja upp grunnstoðir og rækta metnað sinn í faginu svo að garðyrkjan verði ein af undirstöðunum í atvinnuvegum þjóðarinnar. Menntamálaráðherra verður því að leysa hratt og vel úr þeim hnút sem málefni Garðyrkjuskólans eru nú komin í og tryggja velferð þessa náms með skýrum hætti. Það verður að mínu mati best gert með því að tryggja sjálfstæði skólans sem fagskóla í garðyrkjugreinum sem tekur á móti nemendum frá öllum landshlutum og tryggja áframhaldandi samstarf fagfélaga, atvinnulífs, starfsfólks og nemenda á Reykjum. Einnig þarf að tryggja að höfuðstöðvar verði áfram þar sem ræturnar liggja og hjarta garðyrkju á Íslandi hefur slegið síðustu 82 ár, í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík hefur einmitt farið þessa leið, barist fyrir sjálfstæði sínu og þróað í samstarfi við atvinnulífið nám í sjávarútvegi á breiðum grundvelli. Það hefur gefið af sér óteljandi sprota og tækifæri til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Vægast sagt hefur það kostað stjórnendur mikla baráttu að koma Fisktækniskólanum úr þeim þrönga stakki sem iðn- eða fagnámi er sniðinn í menntamálaráðuneytinu. Sú barátta hefur blessunarlega skilað árangri. Það verður því að gefa Garðyrkjuskólanum frelsi og sjálfstæði. Þannig mun skólinn vaxa og dafna, fólk mun fylkja sér að baki honum þannig að hann verði uppspretta þekkingar og hugvits landi og þjóð til heilla. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Háskólar Ölfus Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Garðyrkja Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi. Áhugasamir og metnaðarfullir nemendur sem eru þar við nám undir handleiðslu fagfólks sem leggur líf og sál í starf sitt. Einnig er áberandi hversu mikil samheldni er meðal fagfélaga og atvinnulífsins í garðyrkjunni, sem styður þétt við bakið á skólanum samhliða gífurlegum metnaði til að þróa og byggja upp atvinnulífið í þessum mikilvægu starfsgreinum. Allt frá heimaræktun upp í hátækni ylrækt þurfum við að gefa öllu því öfluga garðyrkjufólki sem hér starfar frelsi og tækifæri til að byggja upp grunnstoðir og rækta metnað sinn í faginu svo að garðyrkjan verði ein af undirstöðunum í atvinnuvegum þjóðarinnar. Menntamálaráðherra verður því að leysa hratt og vel úr þeim hnút sem málefni Garðyrkjuskólans eru nú komin í og tryggja velferð þessa náms með skýrum hætti. Það verður að mínu mati best gert með því að tryggja sjálfstæði skólans sem fagskóla í garðyrkjugreinum sem tekur á móti nemendum frá öllum landshlutum og tryggja áframhaldandi samstarf fagfélaga, atvinnulífs, starfsfólks og nemenda á Reykjum. Einnig þarf að tryggja að höfuðstöðvar verði áfram þar sem ræturnar liggja og hjarta garðyrkju á Íslandi hefur slegið síðustu 82 ár, í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík hefur einmitt farið þessa leið, barist fyrir sjálfstæði sínu og þróað í samstarfi við atvinnulífið nám í sjávarútvegi á breiðum grundvelli. Það hefur gefið af sér óteljandi sprota og tækifæri til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Vægast sagt hefur það kostað stjórnendur mikla baráttu að koma Fisktækniskólanum úr þeim þrönga stakki sem iðn- eða fagnámi er sniðinn í menntamálaráðuneytinu. Sú barátta hefur blessunarlega skilað árangri. Það verður því að gefa Garðyrkjuskólanum frelsi og sjálfstæði. Þannig mun skólinn vaxa og dafna, fólk mun fylkja sér að baki honum þannig að hann verði uppspretta þekkingar og hugvits landi og þjóð til heilla. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar