Handbolti

Lands­liðs­fyrir­liðinn með slitið kross­band

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Steinunn í leik með íslenska landsliðinu gegn Spáni.
Steinunn í leik með íslenska landsliðinu gegn Spáni. Vísir/Vilhelm

Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og handknattleikskona ársins 2020, fékk það staðfest í dag að hún væri með slitið krossband. 

Handbolti.is fékk fregnirnar staðfestar í stuttu viðtali við Steinunni í dag.

Vísir ræddi við landsliðsfyrirliðann eftir að íslenska landsliðið kom heim frá Norður-Makedóníu þar sem það tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á HM í handbolta. Steinunn varð fyrir því óláni að meiðast illa strax í fyrsta leik er hún lenti illa á stönginni eftir að hafa skorað úr hraðaupphlaupi.

Hún var nokkuð viss um að krossbandið væri slitið og það hefur nú verið staðfest. Þessi öflugi leikmaður á tíma í aðgerð þann 26. apríl og ljóst að hún mun ekki spila meira á þessu ári. Því miður fyrir hana sjálfa, lið hennar Fram og íslenska landsliðið.

Íslenska landsliðið mætir Slóveníu í tveimur leikjum í apríl sem ráða því hvort liðanna kemst á HM á Spáni í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×