Fastagestur á gosstöðvunum á flugvél sem pabbi hans smíðaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2021 15:19 Arnar Þór við vélina. Hér má glögglega sjá hve stór og belgmikil dekkin eru. Haukur Snorrason Arnar Þór Emilsson flugmaður sem lenti lítilli vél við gosstöðvarnar í morgun er líklega einn fárra flugmanna hér á landi sem flýgur flugvél sem pabbi hans smíðaði. Vélin er tveggja manna og auðvelt að lenda svo til hvar sem er, til dæmis á Fagradalsfjalli. Vefmyndavél Mbl.is náði upptöku af því þegar lítilli flugvél var lent á gosstöðvunum í morgun. Í ljós kom að Arnar Þór var þar á ferð með vini sínum Hauki Snorrasyni, ljósmyndara og flugmanni. „Þetta er að vekja gríðarlega athygli,“ segir Arnar og á honum að heyra að athyglin sé ekki eitthvað sem hann sæki í. Þótt lending Arnars Þórs á gosstöðvunum hafi vakið athygli í dag er þetta ekki fyrsta skipti sem hann lendir þar. En í fyrsta skipti sem lendingin sést í vefmyndavél. „Ég fór þarna með pabba fyrst, svo mömmu og svo núna með Hauk vin minn,“ segir Arnar Þór. Hann hefur áður lent vélinni nærri svæðinu þar sem umtalað tjald björgunarsveitarinnar var á sínum tíma. Áður en fleiri sprungur fóru að opnast á svæðinu. Kynnti sér svæðið vel „Þetta er ekkert mál ef maður er með réttu flugvélina, sem getur flogið hægt og lent stutt, með stór og belgmikil dekk sem geta rúllað yfir smá grjót,“ segir Arnar Þór. Áður en hann byrjaði að fljúga á svæðið fór hann þangað gangandi, eins og mörg þúsund Íslendingar, í þeim tilgangi að kynna sér svæðið. Maður og eldgos. Arnar Þór við vélina sína og gíginn.Haukur Snorrason „Maður þarf að vera búinn að kynna sér aðstæður þarna áður en maður lendir,“ segir Arnar. „Svona gerist ekki af sjálfu sér. Þetta þarf að undirbúa vel.“ Hann velji lendingarstað þar sem fólk sé ekki að finna enda bregði því þegar flugvél komi aðvífandi. Vélin er allrar athygli verð. Pabbi tók sig til og smíðaði flugvél „Þetta er tveggja manna flugvél, lítil, með stóran væng. Mjög öflug flugvél í svona lagað. Hún er með þeim öflugri sem að gerist bara í heiminum,“ segir Arnar Þór. Hún var þó ekki sótt langt yfir lækinn. „Hún er smíðuð af pabba, erum saman með hana. Hann er tæknifræðingur og þegar hann hætti að vinna sem tæknifræðingur fór hann að smíða sér flugvél,“ segir Arnar Þór eins og ekkert sé eðlilegra. Arnar Þór horfir í áttina til Hauks.Haukur Snorrason „Maður kaupir bara „kit“ og svo smíðar maður eftir því,“ segir Arnar Þór. Allt í einu hljómar flugvélasmíði á pari við samsetningu á hillu frá IKEA. Hann hefur flogið vélinni víða hér á landi undanfarin fjögur ár. Hún er sérstaklega smíðuð með þetta í huga, að geta lent á stöðum sem þessum. Stoppar næstum því í loftinu Hann segir líklega einstakt á heimsvísu að geta lent flugvél sinni á svona stað, þótt þyrlurnar geti það auðveldlega. Sömu lög gilda varðandi flugvélar og þyrlur og því sé ekkert athugavert við að lenda vélum sem þessum þarna. Flugferðin frá Reykjavíkurflugvelli tekur um fimmtán mínútur og var Haukur Snorrason vinur Arnars Þórs með í för. Hann er sömuleiðis flugmaður og á aðra litla vél. Eitt markmið ferðarinnar var að mynda hans eigin flugvél úr vélinni sem Arnar Þór flaug. Jón Karl Snorrason, bróðir Hauks, flaug vél þeirra bræðra yfir gosið. Haukur myndaði flugið úr vél Arnars Þórs.Haukur Snorrason „Hann getur flogið vélinni alveg rosalega hægt. Næstum því stoppað í loftinu,“ segir Haukur en það geri vinnu ljósmyndarans auðveldari. „Maður hoppar ekki bara upp í þyrlu, það er dálítið dýrt,“ segir Haukur og hlær. Hann segir frábært að skoða landið úr lofti í vél sem þessari, hvort sem maður er með myndavél, upptökuvél eða einfaldlega augun sín. Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Vefmyndavél Mbl.is náði upptöku af því þegar lítilli flugvél var lent á gosstöðvunum í morgun. Í ljós kom að Arnar Þór var þar á ferð með vini sínum Hauki Snorrasyni, ljósmyndara og flugmanni. „Þetta er að vekja gríðarlega athygli,“ segir Arnar og á honum að heyra að athyglin sé ekki eitthvað sem hann sæki í. Þótt lending Arnars Þórs á gosstöðvunum hafi vakið athygli í dag er þetta ekki fyrsta skipti sem hann lendir þar. En í fyrsta skipti sem lendingin sést í vefmyndavél. „Ég fór þarna með pabba fyrst, svo mömmu og svo núna með Hauk vin minn,“ segir Arnar Þór. Hann hefur áður lent vélinni nærri svæðinu þar sem umtalað tjald björgunarsveitarinnar var á sínum tíma. Áður en fleiri sprungur fóru að opnast á svæðinu. Kynnti sér svæðið vel „Þetta er ekkert mál ef maður er með réttu flugvélina, sem getur flogið hægt og lent stutt, með stór og belgmikil dekk sem geta rúllað yfir smá grjót,“ segir Arnar Þór. Áður en hann byrjaði að fljúga á svæðið fór hann þangað gangandi, eins og mörg þúsund Íslendingar, í þeim tilgangi að kynna sér svæðið. Maður og eldgos. Arnar Þór við vélina sína og gíginn.Haukur Snorrason „Maður þarf að vera búinn að kynna sér aðstæður þarna áður en maður lendir,“ segir Arnar. „Svona gerist ekki af sjálfu sér. Þetta þarf að undirbúa vel.“ Hann velji lendingarstað þar sem fólk sé ekki að finna enda bregði því þegar flugvél komi aðvífandi. Vélin er allrar athygli verð. Pabbi tók sig til og smíðaði flugvél „Þetta er tveggja manna flugvél, lítil, með stóran væng. Mjög öflug flugvél í svona lagað. Hún er með þeim öflugri sem að gerist bara í heiminum,“ segir Arnar Þór. Hún var þó ekki sótt langt yfir lækinn. „Hún er smíðuð af pabba, erum saman með hana. Hann er tæknifræðingur og þegar hann hætti að vinna sem tæknifræðingur fór hann að smíða sér flugvél,“ segir Arnar Þór eins og ekkert sé eðlilegra. Arnar Þór horfir í áttina til Hauks.Haukur Snorrason „Maður kaupir bara „kit“ og svo smíðar maður eftir því,“ segir Arnar Þór. Allt í einu hljómar flugvélasmíði á pari við samsetningu á hillu frá IKEA. Hann hefur flogið vélinni víða hér á landi undanfarin fjögur ár. Hún er sérstaklega smíðuð með þetta í huga, að geta lent á stöðum sem þessum. Stoppar næstum því í loftinu Hann segir líklega einstakt á heimsvísu að geta lent flugvél sinni á svona stað, þótt þyrlurnar geti það auðveldlega. Sömu lög gilda varðandi flugvélar og þyrlur og því sé ekkert athugavert við að lenda vélum sem þessum þarna. Flugferðin frá Reykjavíkurflugvelli tekur um fimmtán mínútur og var Haukur Snorrason vinur Arnars Þórs með í för. Hann er sömuleiðis flugmaður og á aðra litla vél. Eitt markmið ferðarinnar var að mynda hans eigin flugvél úr vélinni sem Arnar Þór flaug. Jón Karl Snorrason, bróðir Hauks, flaug vél þeirra bræðra yfir gosið. Haukur myndaði flugið úr vél Arnars Þórs.Haukur Snorrason „Hann getur flogið vélinni alveg rosalega hægt. Næstum því stoppað í loftinu,“ segir Haukur en það geri vinnu ljósmyndarans auðveldari. „Maður hoppar ekki bara upp í þyrlu, það er dálítið dýrt,“ segir Haukur og hlær. Hann segir frábært að skoða landið úr lofti í vél sem þessari, hvort sem maður er með myndavél, upptökuvél eða einfaldlega augun sín.
Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira