Sex þjálfarar hjá Víkingi komnir í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 13:02 Málið tengist hópsmitinu sem upp kom á leikskólanum Jörfa. Vísir/vilhelm Sex þjálfarar hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi eru komnir í sóttkví, þar af tveir vegna beinna tengsla við einstakling af leikskólanum Jörfa þar sem upp kom hópsmit. Hinir fjórir þjálfararnir eru starfsmenn skóla eða frístundaheimila í hverfinu og hafa verið sendir í sóttkví af stjórnendum í varúðarskyni. Frá þessu er greint í tilkynningu Víkings til foreldra en ekkert smit hefur greinst innan veggja félagsins. „Félagið óskaði eftir svörum frá smitrakningarteyminu við því hvort leggja ætti niður æfingar í nokkra daga meðan staðan er endurmetin. Svörin voru mjög skýr - engin smitrakning á sér stað í tengslum við starfsemi félagsins og því ekki ástæða til að loka Víkinni frekar en öðrum skólum eða leikskólum í hverfinu.“ Munu æfingar því halda áfram en ekki verður notast við búningsklefa. Þá hefur félagið tekið ákvörðun um að fella niður allan rútuakstur þessa vikuna þar sem blöndun nemenda sé mikil. Minnst 36 greinst í tengslum við Jörfa Fjórtán nemendur Jörfa og sextán starfsmenn hafi greinst með Covid-19 auk sex sem hafa fjölskyldutengsl við aðra á leikskólanum. Meðal þeirra er nemandi við Sæmundarskóla sem er barn starfsmanns í Jörfa. Fram hefur komið að hópsýkinguna megi rekja til landamærasmita og þess að óvarlega hafi verið farið í sóttkví. 27 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 25 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að ráðist verði í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp séu komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð. Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Víkingur Reykjavík Reykjavík Tengdar fréttir Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Leikskólakennarar muni sennilega ganga fyrir í bólusetningu Skýr vilji er meðal skólastjórnenda til að forgangsraða starfsmönnum leikskóla þegar kemur að bólusetningu skólastarfsmanna. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en nokkur umræða hefur spunnist um forgangsröðun bólusetninga við Covid-19 eftir að greint var frá hópsýkingu á leikskólanum Jörfa um helgina. 19. apríl 2021 11:37 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hinir fjórir þjálfararnir eru starfsmenn skóla eða frístundaheimila í hverfinu og hafa verið sendir í sóttkví af stjórnendum í varúðarskyni. Frá þessu er greint í tilkynningu Víkings til foreldra en ekkert smit hefur greinst innan veggja félagsins. „Félagið óskaði eftir svörum frá smitrakningarteyminu við því hvort leggja ætti niður æfingar í nokkra daga meðan staðan er endurmetin. Svörin voru mjög skýr - engin smitrakning á sér stað í tengslum við starfsemi félagsins og því ekki ástæða til að loka Víkinni frekar en öðrum skólum eða leikskólum í hverfinu.“ Munu æfingar því halda áfram en ekki verður notast við búningsklefa. Þá hefur félagið tekið ákvörðun um að fella niður allan rútuakstur þessa vikuna þar sem blöndun nemenda sé mikil. Minnst 36 greinst í tengslum við Jörfa Fjórtán nemendur Jörfa og sextán starfsmenn hafi greinst með Covid-19 auk sex sem hafa fjölskyldutengsl við aðra á leikskólanum. Meðal þeirra er nemandi við Sæmundarskóla sem er barn starfsmanns í Jörfa. Fram hefur komið að hópsýkinguna megi rekja til landamærasmita og þess að óvarlega hafi verið farið í sóttkví. 27 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 25 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að ráðist verði í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp séu komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Víkingur Reykjavík Reykjavík Tengdar fréttir Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Leikskólakennarar muni sennilega ganga fyrir í bólusetningu Skýr vilji er meðal skólastjórnenda til að forgangsraða starfsmönnum leikskóla þegar kemur að bólusetningu skólastarfsmanna. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en nokkur umræða hefur spunnist um forgangsröðun bólusetninga við Covid-19 eftir að greint var frá hópsýkingu á leikskólanum Jörfa um helgina. 19. apríl 2021 11:37 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22
Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15
Leikskólakennarar muni sennilega ganga fyrir í bólusetningu Skýr vilji er meðal skólastjórnenda til að forgangsraða starfsmönnum leikskóla þegar kemur að bólusetningu skólastarfsmanna. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en nokkur umræða hefur spunnist um forgangsröðun bólusetninga við Covid-19 eftir að greint var frá hópsýkingu á leikskólanum Jörfa um helgina. 19. apríl 2021 11:37