Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 30-34 | Gestirnir lönduðu sigri í krefjandi leik Andri Már Eggertsson skrifar 22. apríl 2021 21:45 FH-ingar eru ánægðir með að mæta í Safamýrina í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Olís-deild karla fór af stað eftir mánaða pásu í dag með tveimur leikjum. Leikurinn í Safamýrinni var jafn og spennandi gegnum gangandi allt þar til FH sýndu klærnar síðustu 5. mínútur leiksins og lönduðu sigri 30-34. Jafnræði liðanna hófst strax þegar flautað var til leiks og skiptust liðin á að taka eins marks forskot fyrsta korter leiksins. Andri Már Rúnarsson fór hamförum á fyrstu 15 mínútum leiksins, varnarmenn FH réðu engann vegin við hann, af fyrstu 9 mörkum Fram skoraði Andri Már 5 af þeim úr jafn mörgum skotum. Það má segja að fyrri hálfleikurinn einkenndist af afbragðs leik tveggja manna. Í sóknarleik FH var Einar Rafn Eiðsson allt í öllu, hann skoraði 5 mörk í fyrri hálfleik en klikkaði á tveimur vítum sem höfnuðu bæði í tréverkinu sem er sjaldséð hjá þessum leikmanni. Seinni hálfleikurinn var í sama takti og fyrri hálfleikurinn. FH voru þó alltaf með yfirhöndina í seinni hálfleik og komst Fram aldrei yfir heldur jöfnuðu aðeins leikinn annað slagið. Steini Arndal þjálfari FH tók leikhlé þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum og staðan 28 - 29. FH ingar svöruðu þar kallinu og rúlluðu yfir Fram og endaði leikurinn 30 - 34 gestunum í vil. Af hverju vann FH? Sóknarleikur FH var til fyrirmyndar. Línuspil FH inga var frábært sérstaklega í seinni hálfleik þar sem Fram réði ekkert við bæði Jón Bjarna á línunni sem og innleysingar FH. Í stöðunni 29 - 30 tók Ásbjörn Friðriksson leikinn í sínar hendur og gerði 3 af 4 síðustu mörkum FH sem varð til þess að liðið vann að lokum leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Einar Rafn Eiðsson lék á alls oddi í leiknum. Fram réði ekkert við Einar sem skoraði 10 mörk, ásamt því að vera skapa færi fyrir liðsfélaga sína. Ásbjörn Friðriksson mætti til starfa þegar mest á reyndi undir lok leiks þar sem hann tók leikinn í sínar hendur og gerði þrjú mörk á ögur stundu. Andri Már Rúnarsson var bestur í liði Fram, Andri Már gerði 5 mörk á fyrsta korteri leiksins og átti síðan góðan kafla um miðjan seinni hálfleik. Andri Már endaði leikinn með 7 mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fram var mjög slæmur, það er sjaldséð í leik Fram að þeir fái á sig 34 mörk og er hægt að skrifa nokkur mörk frá FH á einfaldan klaufaskap hjá varnarmönnum Fram. Þeir réðu illa við línuspil FH sem þó vantaði sinn besta línumann Ágúst Birgisson. FH átti oft mjög auðveldar sendingar inn á línuna sem Fram réði ekki við. Vítanýting beggja liða var ekki góð. Alls voru sex víti í leiknum og aðeins tvö af þeim skiluðu marki. Einar Rafn klikkaði á báðum vítum sínum en Matthías Daðason tók fjögur víti og brenndi af tveimur. Hvað er frammundan? Það er leikið ört nú þegar deildinn er loksins farinn af stað á nýjan leik. Næsti leikur Fram er næsta sunnudag þar sem þeir mæta ÍBV á heimavelli klukkan 16:00. FH fær Stjörnuna í heimsókn næstkomandi föstudag klukkan 18:00. Sigursteinn Arndal: Þolinmæðin vann leikinn í kvöld Sigursteinn Arndal og lærisveinar hans voru fyrstir til að vinna Fram í SafamýrinniVísir/Vilhelm „Þetta var þolinmæðis verk í kvöld. Við biðum eftir augnablikum til að taka yfir leikinn sem kom að lokum, sagði Steini Arndal þjálfari FH kátur eftir leik. Phil Döhler byrjaði leikinn í marki FH en var tekinn útaf eftir að hafa ekki varið skot, Birkir Fannar Bragason kom inn á í hans stað og skilaði góðu verki. „Við erum með gott markvarðar par í okkar herbúðum, Birkir gerði góða hluti fyrir okkur í kvöld sem ég var ánægður með." „Sendingar okkar á línuna og voru að ganga vel, ég var ánægður með þolinmæðina á boltann, við tókum ekki alltaf fyrsta tækifærið sem bauðst sem er jákvæð þróun og er ég ánægður með að FH sé fyrsta liðið til að landa sigri á þessum velli í vetur." Steini sagði að lokum að Ágúst Birgisson línumaður FH væri meiddur og gat þess vegna ekki spilað í kvöld en ætti að vera klár í næsta verkefni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Fram FH
Olís-deild karla fór af stað eftir mánaða pásu í dag með tveimur leikjum. Leikurinn í Safamýrinni var jafn og spennandi gegnum gangandi allt þar til FH sýndu klærnar síðustu 5. mínútur leiksins og lönduðu sigri 30-34. Jafnræði liðanna hófst strax þegar flautað var til leiks og skiptust liðin á að taka eins marks forskot fyrsta korter leiksins. Andri Már Rúnarsson fór hamförum á fyrstu 15 mínútum leiksins, varnarmenn FH réðu engann vegin við hann, af fyrstu 9 mörkum Fram skoraði Andri Már 5 af þeim úr jafn mörgum skotum. Það má segja að fyrri hálfleikurinn einkenndist af afbragðs leik tveggja manna. Í sóknarleik FH var Einar Rafn Eiðsson allt í öllu, hann skoraði 5 mörk í fyrri hálfleik en klikkaði á tveimur vítum sem höfnuðu bæði í tréverkinu sem er sjaldséð hjá þessum leikmanni. Seinni hálfleikurinn var í sama takti og fyrri hálfleikurinn. FH voru þó alltaf með yfirhöndina í seinni hálfleik og komst Fram aldrei yfir heldur jöfnuðu aðeins leikinn annað slagið. Steini Arndal þjálfari FH tók leikhlé þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum og staðan 28 - 29. FH ingar svöruðu þar kallinu og rúlluðu yfir Fram og endaði leikurinn 30 - 34 gestunum í vil. Af hverju vann FH? Sóknarleikur FH var til fyrirmyndar. Línuspil FH inga var frábært sérstaklega í seinni hálfleik þar sem Fram réði ekkert við bæði Jón Bjarna á línunni sem og innleysingar FH. Í stöðunni 29 - 30 tók Ásbjörn Friðriksson leikinn í sínar hendur og gerði 3 af 4 síðustu mörkum FH sem varð til þess að liðið vann að lokum leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Einar Rafn Eiðsson lék á alls oddi í leiknum. Fram réði ekkert við Einar sem skoraði 10 mörk, ásamt því að vera skapa færi fyrir liðsfélaga sína. Ásbjörn Friðriksson mætti til starfa þegar mest á reyndi undir lok leiks þar sem hann tók leikinn í sínar hendur og gerði þrjú mörk á ögur stundu. Andri Már Rúnarsson var bestur í liði Fram, Andri Már gerði 5 mörk á fyrsta korteri leiksins og átti síðan góðan kafla um miðjan seinni hálfleik. Andri Már endaði leikinn með 7 mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fram var mjög slæmur, það er sjaldséð í leik Fram að þeir fái á sig 34 mörk og er hægt að skrifa nokkur mörk frá FH á einfaldan klaufaskap hjá varnarmönnum Fram. Þeir réðu illa við línuspil FH sem þó vantaði sinn besta línumann Ágúst Birgisson. FH átti oft mjög auðveldar sendingar inn á línuna sem Fram réði ekki við. Vítanýting beggja liða var ekki góð. Alls voru sex víti í leiknum og aðeins tvö af þeim skiluðu marki. Einar Rafn klikkaði á báðum vítum sínum en Matthías Daðason tók fjögur víti og brenndi af tveimur. Hvað er frammundan? Það er leikið ört nú þegar deildinn er loksins farinn af stað á nýjan leik. Næsti leikur Fram er næsta sunnudag þar sem þeir mæta ÍBV á heimavelli klukkan 16:00. FH fær Stjörnuna í heimsókn næstkomandi föstudag klukkan 18:00. Sigursteinn Arndal: Þolinmæðin vann leikinn í kvöld Sigursteinn Arndal og lærisveinar hans voru fyrstir til að vinna Fram í SafamýrinniVísir/Vilhelm „Þetta var þolinmæðis verk í kvöld. Við biðum eftir augnablikum til að taka yfir leikinn sem kom að lokum, sagði Steini Arndal þjálfari FH kátur eftir leik. Phil Döhler byrjaði leikinn í marki FH en var tekinn útaf eftir að hafa ekki varið skot, Birkir Fannar Bragason kom inn á í hans stað og skilaði góðu verki. „Við erum með gott markvarðar par í okkar herbúðum, Birkir gerði góða hluti fyrir okkur í kvöld sem ég var ánægður með." „Sendingar okkar á línuna og voru að ganga vel, ég var ánægður með þolinmæðina á boltann, við tókum ekki alltaf fyrsta tækifærið sem bauðst sem er jákvæð þróun og er ég ánægður með að FH sé fyrsta liðið til að landa sigri á þessum velli í vetur." Steini sagði að lokum að Ágúst Birgisson línumaður FH væri meiddur og gat þess vegna ekki spilað í kvöld en ætti að vera klár í næsta verkefni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti