Börn getin eftir Tsjernóbyl-slysið erfa ekki skaðann sem foreldrarnir urðu fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 08:17 Kona myndar rústir skemmtigarðs í Prypyat. epa/Oleg Petrasyuk Einstaklingar sem urðu fyrir geislamengun í Tsjernóbyl arfleiða börnin sín ekki að þeim skaða sem þeir kunna sjálfir að hafa orðið fyrir. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á börnum foreldra sem unnu við hreinsun eftir kjarnorkuslysið. Rannsakendurnir fengu til liðs við sig heilar fjölskyldur og raðgreindu erfðamengi móður, föður og barna. Börnin voru getin eftir slysið og fæddust á árunum 1987 til 2002. Engar erfðabreytingar fundust hjá börnunum sem tengja mátti við þá geislamengun sem foreldrarnir urðu fyrir. Einn rannsakendanna, Dr. Stephen Chanock, segir um 50 til 100 nýjar erfðabreytingar finnast hjá nýjum kynslóðum en þær séu handahófskenndar og „kubbar þróunarinnar“, eins og hann kemst að orði. Þannig verði smám saman breytingar á erfðamenginu, með fæðingu hvers einasta barns. Hins vera hefðu rannsakendurnir varið níu mánuðum í að leita að breytingum sem þeir gætu tengt við geislamengandi umhverfi foreldranna fyrir getnað en fundið engar. Sundlaug í Prypyat.epa/Sergey Dolzhenko „Það voru margir hræddir við að eignast börn eftir kjarnorkusprengjurnar,“ segir Gerry Thomas, prófessor við Imperial College London, við BBC News. „Og fólk sem var hrætt við að eiga börn eftir slysið í Fukushima, af því að það óttaðist að börnin yrðu fyrir áhrifum vegna þeirrar geislamengunar sem foreldarnir urðu fyrir. Það er átakanlegt. Og ef við getum sýnt fram á að hún hefur engin áhrif, þá getum við vonandi slegið á þær áhyggjur.“ Thomas kom ekki að umræddri rannsókn en stóð fyrir annarri þar sem rannsakendur skoðuðu skjaldkirtilskrabbamein af völdum Tsjernóbyl-slyssins en talið er að um 5.000 einstaklingar hafi fengið slík krabbamein. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að skjaldkirtilskrabbamein af völdum geislamengunar væri ekki frábrugðið „hefðbundnu“ skjaldkirtilskrabbameini og því væri engin ástæða til að ætla annað en að ekki væri hægt að meðhöndla þau með sömu meðferð, með sama árangri. BBC greindi frá. Úkraína Kjarnorka Tsjernobyl Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Rannsakendurnir fengu til liðs við sig heilar fjölskyldur og raðgreindu erfðamengi móður, föður og barna. Börnin voru getin eftir slysið og fæddust á árunum 1987 til 2002. Engar erfðabreytingar fundust hjá börnunum sem tengja mátti við þá geislamengun sem foreldrarnir urðu fyrir. Einn rannsakendanna, Dr. Stephen Chanock, segir um 50 til 100 nýjar erfðabreytingar finnast hjá nýjum kynslóðum en þær séu handahófskenndar og „kubbar þróunarinnar“, eins og hann kemst að orði. Þannig verði smám saman breytingar á erfðamenginu, með fæðingu hvers einasta barns. Hins vera hefðu rannsakendurnir varið níu mánuðum í að leita að breytingum sem þeir gætu tengt við geislamengandi umhverfi foreldranna fyrir getnað en fundið engar. Sundlaug í Prypyat.epa/Sergey Dolzhenko „Það voru margir hræddir við að eignast börn eftir kjarnorkusprengjurnar,“ segir Gerry Thomas, prófessor við Imperial College London, við BBC News. „Og fólk sem var hrætt við að eiga börn eftir slysið í Fukushima, af því að það óttaðist að börnin yrðu fyrir áhrifum vegna þeirrar geislamengunar sem foreldarnir urðu fyrir. Það er átakanlegt. Og ef við getum sýnt fram á að hún hefur engin áhrif, þá getum við vonandi slegið á þær áhyggjur.“ Thomas kom ekki að umræddri rannsókn en stóð fyrir annarri þar sem rannsakendur skoðuðu skjaldkirtilskrabbamein af völdum Tsjernóbyl-slyssins en talið er að um 5.000 einstaklingar hafi fengið slík krabbamein. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að skjaldkirtilskrabbamein af völdum geislamengunar væri ekki frábrugðið „hefðbundnu“ skjaldkirtilskrabbameini og því væri engin ástæða til að ætla annað en að ekki væri hægt að meðhöndla þau með sömu meðferð, með sama árangri. BBC greindi frá.
Úkraína Kjarnorka Tsjernobyl Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira