Björgum heilbrigðiskerfinu Sigurgeir Jónasson skrifar 26. apríl 2021 09:00 Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun). Þessi þrjú rekstrarform mynda heildarmynd íslenska heilbrigðiskerfisins. Það rekstrarform sem nú á mest undir högg að sækja er einkarekstur með samning en þar eru tækifærin jafnframt mest. Heimsfaraldur COVID-19, veirunnar skæðu, hefur ekki einungis sýnt okkur mikilvægi þess að vera með öflugt heilbrigðiskerfi heldur höfum við séð hve nauðsynlegt það er að einkaaðilar fái að starfa innan heilbrigðiskerfisins. Öllum ætti að vera orðið ljóst að án aðkomu einkaaðila hefðum við ekki meðhöndlað þessar aðstæður jafn vel og raun ber vitni. Sumir sjá vandamál en við sjáum lausnir Hluti fólks sér aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sem vandamál þegar hið rétta er að aukinn einkarekstur er lausnin við mörgum af þeim vandamálum sem heilbrigðiskerfið okkar glímir við. Helsta forgangsmál hins opinbera handan við COVID storminn ætti að vera að setja aukinn kraft í Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og gera þeim auðveldara að semja við fleiri einkarekna aðila í heilbrigðisþjónustu. Í sjúkratryggingakerfi fær sjúklingurinn val um það hvar hann sækir sér þá þjónustu sem hann þarf á að halda, hvort sem það er í opinberum rekstri eða einkarekstri, vegna þess að sjúklingurinn er tryggður undir báðum rekstrarformum. Það sem þarf að gera er tvíþætt. Annars vegar þarf að semja við einkaaðila til að koma þeim úr rekstrarformi einkareksturs án samnings og opna dyr fleiri að þeirra þjónustu, til dæmis sálfræðinga, tannlækna, sjúkraþjálfara og sambærilega heilbrigðisþjónustu. Hins vegar þarf að hleypa fleiri einkaaðilum að borðinu, til dæmis við ýmis konar þjónustu skurð- og sérfræðilækna sem nú er í opinberum rekstri. Jákvæðar keðjuverkanir Sífellt berast fréttir þess efnis að Landspítalinn sé yfirfullur, það skorti fjármagn, starfsfólk sé undir miklu álagi og að fresta þurfi mikilvægum aðgerðum svo nokkur dæmi séu tekin. Auðvelt væri að bæta úr þeim vandamálum. Það sem þarf að gera er að skilgreina og forgangsraða brýnustu heilbrigðisþjónustunni á Landspítalanum og hafa hana í opinberum rekstri á sama tíma og SÍ semur við einkaaðila um veitingu á almennt valkvæðari heilbrigðisþjónustu. Þetta fyrirkomulag hleypir jákvæðri keðjuverkun af stað sem smitast út í allt heilbrigðiskerfið. Þegar Sjúkratryggingar Íslands semja við eina einkarekna skurðstofu geta sjúklingar sótt sér þjónustu þangað. Við það losnar rými á Landspítalanum á sama tíma og álagið minnkar, biðlistar styttast og fjármunir sparast með auknu hagræði. Landspítalinn getur þá einbeitt sér betur að sinni lífsnauðsynlegu heilbrigðisþjónustu og er betur í stakk búinn að veita þá þjónustu vel. Jafnframt fá sjúklingar og starfsfólk aukið valfrelsi og með auknu valfrelsi eykst samkeppni heilbrigðisstofnana og heilbrigðisfyrirtækja sem ætti að skila sér í hagkvæmari, skilvirkari og betri þjónustu. Hér vinna allir og það besta er að þetta er allt hægt. Það eina sem vantar er pólitískur vilji. Höfundur er hagfræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun). Þessi þrjú rekstrarform mynda heildarmynd íslenska heilbrigðiskerfisins. Það rekstrarform sem nú á mest undir högg að sækja er einkarekstur með samning en þar eru tækifærin jafnframt mest. Heimsfaraldur COVID-19, veirunnar skæðu, hefur ekki einungis sýnt okkur mikilvægi þess að vera með öflugt heilbrigðiskerfi heldur höfum við séð hve nauðsynlegt það er að einkaaðilar fái að starfa innan heilbrigðiskerfisins. Öllum ætti að vera orðið ljóst að án aðkomu einkaaðila hefðum við ekki meðhöndlað þessar aðstæður jafn vel og raun ber vitni. Sumir sjá vandamál en við sjáum lausnir Hluti fólks sér aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sem vandamál þegar hið rétta er að aukinn einkarekstur er lausnin við mörgum af þeim vandamálum sem heilbrigðiskerfið okkar glímir við. Helsta forgangsmál hins opinbera handan við COVID storminn ætti að vera að setja aukinn kraft í Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og gera þeim auðveldara að semja við fleiri einkarekna aðila í heilbrigðisþjónustu. Í sjúkratryggingakerfi fær sjúklingurinn val um það hvar hann sækir sér þá þjónustu sem hann þarf á að halda, hvort sem það er í opinberum rekstri eða einkarekstri, vegna þess að sjúklingurinn er tryggður undir báðum rekstrarformum. Það sem þarf að gera er tvíþætt. Annars vegar þarf að semja við einkaaðila til að koma þeim úr rekstrarformi einkareksturs án samnings og opna dyr fleiri að þeirra þjónustu, til dæmis sálfræðinga, tannlækna, sjúkraþjálfara og sambærilega heilbrigðisþjónustu. Hins vegar þarf að hleypa fleiri einkaaðilum að borðinu, til dæmis við ýmis konar þjónustu skurð- og sérfræðilækna sem nú er í opinberum rekstri. Jákvæðar keðjuverkanir Sífellt berast fréttir þess efnis að Landspítalinn sé yfirfullur, það skorti fjármagn, starfsfólk sé undir miklu álagi og að fresta þurfi mikilvægum aðgerðum svo nokkur dæmi séu tekin. Auðvelt væri að bæta úr þeim vandamálum. Það sem þarf að gera er að skilgreina og forgangsraða brýnustu heilbrigðisþjónustunni á Landspítalanum og hafa hana í opinberum rekstri á sama tíma og SÍ semur við einkaaðila um veitingu á almennt valkvæðari heilbrigðisþjónustu. Þetta fyrirkomulag hleypir jákvæðri keðjuverkun af stað sem smitast út í allt heilbrigðiskerfið. Þegar Sjúkratryggingar Íslands semja við eina einkarekna skurðstofu geta sjúklingar sótt sér þjónustu þangað. Við það losnar rými á Landspítalanum á sama tíma og álagið minnkar, biðlistar styttast og fjármunir sparast með auknu hagræði. Landspítalinn getur þá einbeitt sér betur að sinni lífsnauðsynlegu heilbrigðisþjónustu og er betur í stakk búinn að veita þá þjónustu vel. Jafnframt fá sjúklingar og starfsfólk aukið valfrelsi og með auknu valfrelsi eykst samkeppni heilbrigðisstofnana og heilbrigðisfyrirtækja sem ætti að skila sér í hagkvæmari, skilvirkari og betri þjónustu. Hér vinna allir og það besta er að þetta er allt hægt. Það eina sem vantar er pólitískur vilji. Höfundur er hagfræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar