Slæmur endir á aprílmánuði um einhverfu hjá Reykjavíkurborg Sigrún Birgisdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir skrifa 30. apríl 2021 15:49 Nýverið fengu foreldrar 30 barna í Reykjavík bréf um fyrirhugaða synjun við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þau höfðu sótt um pláss í sérdeildum vegna þess að þau töldu börnin ekki höndla að vera inni í bekk allan daginn með sínum jafnöldrum. Hluti þessara barna hefur áður verið í almennum bekkjum og ekki notið sín í því umhverfi en flestar umsóknir komu frá foreldrum barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Þegar um einhverf börn er að ræða er að ýmsu að huga varðandi skólagöngu. Eru bekkir nógu fámennir? Hvernig er aðstaða í kennslustofunni þegar litið er til skynjunar, svo sem varðandi hljóðvist, lýsingu og eril? Er stuðningur nægilegur og haldbær þekking á einhverfu til staðar? Er fagþekking í skólanum til að mæta þörfum barnsins t.d. þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sérkennari? Er námsefnið við hæfi eða er þekking til að búa til námsefni fyrir nemandann sem byggir á hans áhugasviði? Býðst nemandanum stuðningur í félagslegum samskiptum utan sem innan kennslustunda? Þetta er meðal þess sem þarf að vera í lagi en þó engan veginn tæmandi listi. Einhverfusamtökin hafa lengi bent þörf fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun. Einn þáttur í þeirri starfsemi væri fræðsla og ráðgjöf inn í skólasamfélagið til að auðvelda öllum skólum að taka á móti einhverfum nemendum og bjóða upp á það umhverfi sem hentar þeim hópi. Í grein um þessa yfirvofandi synjun sem birtist í Kjarnanum 30. apríl er vitnað í svör og ummæli fulltrúa Reykjavíkurborgar, þess efnis að metfjöldi umsókna í einhverfudeild í ár tengist meðal annars auknum greiningum en að einnig sé til staðar „misskilningur um að einhverfudeild sé framtíðarúrræði“ enda sé markmiðið að einhverfir nemendur fari í almennar bekkjardeildir. Þetta svar ýtir að okkar mati enn undir þörfina á því að sérþekkingu á einhverfu sé safnað á einn stað til að sporna gegn því að stefna aðila eins og Reykjavíkurborgar um að dreifa kröftunum hafi neikvæð áhrif á líf og líðan einhverfra barna. Hvað fjölgun greininga varðar er einnig rétt að halda því til haga að um þessar mundir bíða um 380 börn eftir greiningu vegna gruns um einhverfu á Þroska- og hegðunarstöð og einnig eru mörg börn á biðlista á Greiningar- og ráðgjafarstöð. Biðtíminn eftir greiningur er allt að 24 mánuðir. Því má áætla að mun fleiri börn þurfi þjónustu en þessi 30. Það er misskilningur að skóli án aðgreiningar þýði að öll börn þurfi að læra inni í sama rými. Skóli án aðgreiningar á að bjóða öll börn velkomin í sinn heimaskóla í aðstæður sem henta hverjum og einum. Helstu sérþarfir einhverfra snúa að umhverfi og samskiptum. Skynáreiti ráða miklu um getu þeirra til að njóta sín í námi og leik. Það gefur auga leið að auðveldara er að mæta þessum þörfum í sérhönnuðu umhverfi en í ólíkum bekkjardeildum í misjöfnu umhverfi eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Markmið Reykjavíkurborgar um að einhverfudeildir heyri bráðum fortíðinni til eru afar metnaðarfull og í raun aðdáunarverð ef í þeim felst yfirlýsing um að bráðum verði öll rými í skólum borgarinnar einhverfuvæn. Að flúorperum verði útrýmt, hópar minnkaðir og hljóðvist bætt til muna. Það er sannarlega tilhlökkunarefni. Á raunsærri nótum munum við hins vegar enn um sinn halda áfram að berjast fyrir viðunandi úrræðum fyrir einhverf börn á þeirra eigin forsendum. Óvissustaða 30 barna núna, sem og allra hinna sem bíða greiningar og stuðnings, ýtir enn undir mikilvægi þess að stjórnvöld bregðist við kröfum Einhverfusamtakanna um stofnun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum. 28. apríl 2021 13:27 Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fengu foreldrar 30 barna í Reykjavík bréf um fyrirhugaða synjun við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þau höfðu sótt um pláss í sérdeildum vegna þess að þau töldu börnin ekki höndla að vera inni í bekk allan daginn með sínum jafnöldrum. Hluti þessara barna hefur áður verið í almennum bekkjum og ekki notið sín í því umhverfi en flestar umsóknir komu frá foreldrum barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Þegar um einhverf börn er að ræða er að ýmsu að huga varðandi skólagöngu. Eru bekkir nógu fámennir? Hvernig er aðstaða í kennslustofunni þegar litið er til skynjunar, svo sem varðandi hljóðvist, lýsingu og eril? Er stuðningur nægilegur og haldbær þekking á einhverfu til staðar? Er fagþekking í skólanum til að mæta þörfum barnsins t.d. þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sérkennari? Er námsefnið við hæfi eða er þekking til að búa til námsefni fyrir nemandann sem byggir á hans áhugasviði? Býðst nemandanum stuðningur í félagslegum samskiptum utan sem innan kennslustunda? Þetta er meðal þess sem þarf að vera í lagi en þó engan veginn tæmandi listi. Einhverfusamtökin hafa lengi bent þörf fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun. Einn þáttur í þeirri starfsemi væri fræðsla og ráðgjöf inn í skólasamfélagið til að auðvelda öllum skólum að taka á móti einhverfum nemendum og bjóða upp á það umhverfi sem hentar þeim hópi. Í grein um þessa yfirvofandi synjun sem birtist í Kjarnanum 30. apríl er vitnað í svör og ummæli fulltrúa Reykjavíkurborgar, þess efnis að metfjöldi umsókna í einhverfudeild í ár tengist meðal annars auknum greiningum en að einnig sé til staðar „misskilningur um að einhverfudeild sé framtíðarúrræði“ enda sé markmiðið að einhverfir nemendur fari í almennar bekkjardeildir. Þetta svar ýtir að okkar mati enn undir þörfina á því að sérþekkingu á einhverfu sé safnað á einn stað til að sporna gegn því að stefna aðila eins og Reykjavíkurborgar um að dreifa kröftunum hafi neikvæð áhrif á líf og líðan einhverfra barna. Hvað fjölgun greininga varðar er einnig rétt að halda því til haga að um þessar mundir bíða um 380 börn eftir greiningu vegna gruns um einhverfu á Þroska- og hegðunarstöð og einnig eru mörg börn á biðlista á Greiningar- og ráðgjafarstöð. Biðtíminn eftir greiningur er allt að 24 mánuðir. Því má áætla að mun fleiri börn þurfi þjónustu en þessi 30. Það er misskilningur að skóli án aðgreiningar þýði að öll börn þurfi að læra inni í sama rými. Skóli án aðgreiningar á að bjóða öll börn velkomin í sinn heimaskóla í aðstæður sem henta hverjum og einum. Helstu sérþarfir einhverfra snúa að umhverfi og samskiptum. Skynáreiti ráða miklu um getu þeirra til að njóta sín í námi og leik. Það gefur auga leið að auðveldara er að mæta þessum þörfum í sérhönnuðu umhverfi en í ólíkum bekkjardeildum í misjöfnu umhverfi eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Markmið Reykjavíkurborgar um að einhverfudeildir heyri bráðum fortíðinni til eru afar metnaðarfull og í raun aðdáunarverð ef í þeim felst yfirlýsing um að bráðum verði öll rými í skólum borgarinnar einhverfuvæn. Að flúorperum verði útrýmt, hópar minnkaðir og hljóðvist bætt til muna. Það er sannarlega tilhlökkunarefni. Á raunsærri nótum munum við hins vegar enn um sinn halda áfram að berjast fyrir viðunandi úrræðum fyrir einhverf börn á þeirra eigin forsendum. Óvissustaða 30 barna núna, sem og allra hinna sem bíða greiningar og stuðnings, ýtir enn undir mikilvægi þess að stjórnvöld bregðist við kröfum Einhverfusamtakanna um stofnun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna
Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum. 28. apríl 2021 13:27
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun