Orkupakki fjögur frá Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar 1. maí 2021 20:01 Undanfarnar vikur hafa andstæðingar Evrópusambandsins verið að blása upp andstöðu við Orkupakka fjögur sem Ísland þarf að innleiða í lög á næstu mánuðum. Það eru nákvæmlega sömu mótrök notuð gegn orkupakka fjögur og voru notuð gegn orkupakka þrjú sem var innleiddur í íslensk lög fyrir nokkrum árum síðan. Auk þess sem þjóðremba og annar óþrifnaður er notaður sem mótrök gegn Orkupakka fjögur og Evrópusambandinu. Orkupakki fjögur er ekki flókinn. Þetta snýst að mestu leiti um umhverfisvæna orkugjafa. Tengingar smávirkjana inná stærri rafmagnsnet, kostnað og kröfur í kringum slíkar tengingar. Reikna má með að núverandi íslensk lög um sama málefni þurfi að víkja í heild sinni eða verða breytt verulega frá því sem er núna í dag. Þar sem lögin frá Evrópusambandinu ættu að gera smávirkjunum einfaldara að tengjast inná stærri rafmagnsnet og selja umframorku þar inn. Að auki er um venjulegar uppfærslu á eldri lagagreinum varðandi raforku eftir því sem þörf er á. Hjá Evrópusambandinu heitir Orkupakki fjögur, „Hrein orka fyrir alla Evrópubúa“ og helstu markmið eru að ná Evrópusambandinu og EES innan þeirra markmiða sem eru sett í Parísarsamkomulaginu varðandi takmörkun á gróðurhúsaloftegundum. Enda er útblástur á þeim að setja mannkynið allt í stórhættu ásamt öðru lífríki á Jörðinni. Annar hluti Orkupakka fjögur er að styrkja réttindi fólksins sem kaupir raforku, auka gagnsæi rafmagnsreikninga. Auk aukinna réttinda til fólks til þess að framleiða og geyma sína eigin raforku eins og ég nefni að ofan. Hversu mikið af þessu mun nákvæmlega ná til Íslendinga á eftir að koma í ljós enda er raforku markaðurinn á Íslandi einangraður og það mun ekkert breytast af landfræðilegum ástæðum. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa andstæðingar Evrópusambandsins verið að blása upp andstöðu við Orkupakka fjögur sem Ísland þarf að innleiða í lög á næstu mánuðum. Það eru nákvæmlega sömu mótrök notuð gegn orkupakka fjögur og voru notuð gegn orkupakka þrjú sem var innleiddur í íslensk lög fyrir nokkrum árum síðan. Auk þess sem þjóðremba og annar óþrifnaður er notaður sem mótrök gegn Orkupakka fjögur og Evrópusambandinu. Orkupakki fjögur er ekki flókinn. Þetta snýst að mestu leiti um umhverfisvæna orkugjafa. Tengingar smávirkjana inná stærri rafmagnsnet, kostnað og kröfur í kringum slíkar tengingar. Reikna má með að núverandi íslensk lög um sama málefni þurfi að víkja í heild sinni eða verða breytt verulega frá því sem er núna í dag. Þar sem lögin frá Evrópusambandinu ættu að gera smávirkjunum einfaldara að tengjast inná stærri rafmagnsnet og selja umframorku þar inn. Að auki er um venjulegar uppfærslu á eldri lagagreinum varðandi raforku eftir því sem þörf er á. Hjá Evrópusambandinu heitir Orkupakki fjögur, „Hrein orka fyrir alla Evrópubúa“ og helstu markmið eru að ná Evrópusambandinu og EES innan þeirra markmiða sem eru sett í Parísarsamkomulaginu varðandi takmörkun á gróðurhúsaloftegundum. Enda er útblástur á þeim að setja mannkynið allt í stórhættu ásamt öðru lífríki á Jörðinni. Annar hluti Orkupakka fjögur er að styrkja réttindi fólksins sem kaupir raforku, auka gagnsæi rafmagnsreikninga. Auk aukinna réttinda til fólks til þess að framleiða og geyma sína eigin raforku eins og ég nefni að ofan. Hversu mikið af þessu mun nákvæmlega ná til Íslendinga á eftir að koma í ljós enda er raforku markaðurinn á Íslandi einangraður og það mun ekkert breytast af landfræðilegum ástæðum. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar