Gríðarleg hugarfarsbreyting til hjólreiða á fáum árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. maí 2021 13:30 Átakið hjólað í vinnuna hófst í dag. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri almennningsíþróttasviðs ÍSÍ segir gríðarlegan viðsnúning hafa orðið í hugarfari almennings til hjólreiða. Nú teljist enginn maður með mönnum nema eiga tvö hjól til skiptanna, áður fyrr hafi fólk ekki sagt frá því að það hjólaði í vinnuna. Nú þegar hafa 4400 manns skráð sig í átakið hjólað í vinnuna sem hófst í nítjánda skipti í morgun og stendur næstu þrjár vikur. Hrönn Guðmundsdóttir er sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. „Við vonumst eftir metþátttöku en við slóum met í fyrra og vonumst til að slá met núna,“ segir hún. Hún segir að allir eigi að geta tekið þátt. „Við höfum verið að hvetja fólk sem er annað hvort ekki í vinnu eða í sérstökum aðstæðum að búa sér til hóp og taka þannig þátt,“ segir hún. Aðspurð um hvort enn sé þörf á slíku átaki þar sem margir nota hjól til og frá vinnu daglega. segir Hrönn. „Fólk sagði helst ekki frá því fyrir 19 árum að það hjólaði til og frá vinnu, þá þótti það ekki flott. Í dag er enginn maður með mönnum nema hann segi að í dag hafi hann hjólað á þessu hjóli og öðru næsta dag. Við finnum hins vegar að svona átak er enn þarft, það þarf alltaf að vekja okkur til lífsins á vorin,“ segir hún. Aðspurð um hvort það dragi úr bílaumferð meðan á átaki stendur segir hún. „Já ég var á ferli klukkan sjö í morgun og það voru að lágmarki 15 sem ég sá hjóla frá Hafnarfirði sem þýðir að þá eru um fimmtán bílum færra, þannig að þetta hefur áhrif,“ segir hún. Hrönn segir að gríðarlega uppbygging hafi orðið á hjólastígum í höfuðborginni síðustu fimm ár. „Það er orðið hægt að hjóla þessa leið í dag og aðra leið á morgun. Það eru alltaf nýjar hjólaleiðir að bætast við, segir Hrönn að lokum. Hjólreiðar Heilsa Samgöngur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Nú þegar hafa 4400 manns skráð sig í átakið hjólað í vinnuna sem hófst í nítjánda skipti í morgun og stendur næstu þrjár vikur. Hrönn Guðmundsdóttir er sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. „Við vonumst eftir metþátttöku en við slóum met í fyrra og vonumst til að slá met núna,“ segir hún. Hún segir að allir eigi að geta tekið þátt. „Við höfum verið að hvetja fólk sem er annað hvort ekki í vinnu eða í sérstökum aðstæðum að búa sér til hóp og taka þannig þátt,“ segir hún. Aðspurð um hvort enn sé þörf á slíku átaki þar sem margir nota hjól til og frá vinnu daglega. segir Hrönn. „Fólk sagði helst ekki frá því fyrir 19 árum að það hjólaði til og frá vinnu, þá þótti það ekki flott. Í dag er enginn maður með mönnum nema hann segi að í dag hafi hann hjólað á þessu hjóli og öðru næsta dag. Við finnum hins vegar að svona átak er enn þarft, það þarf alltaf að vekja okkur til lífsins á vorin,“ segir hún. Aðspurð um hvort það dragi úr bílaumferð meðan á átaki stendur segir hún. „Já ég var á ferli klukkan sjö í morgun og það voru að lágmarki 15 sem ég sá hjóla frá Hafnarfirði sem þýðir að þá eru um fimmtán bílum færra, þannig að þetta hefur áhrif,“ segir hún. Hrönn segir að gríðarlega uppbygging hafi orðið á hjólastígum í höfuðborginni síðustu fimm ár. „Það er orðið hægt að hjóla þessa leið í dag og aðra leið á morgun. Það eru alltaf nýjar hjólaleiðir að bætast við, segir Hrönn að lokum.
Hjólreiðar Heilsa Samgöngur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira