50 ára úrgangur Bandaríkjahers verður þrifinn eftir langt stríð landeigenda Snorri Másson skrifar 10. maí 2021 16:48 Eftirlitsstöð var á Heiðarfjalli á Langanesi á vegum Bandaríkjahers frá 1954 til 1970. Langanesbyggð Allt stefnir í að Íslendingar sjái sjálfir um að þrífa upp meira en hálfrar aldar gamlan úrgang eftir Bandaríkjaher í Heiðarfjalli í Langanesbyggð, sem hefur verið uppspretta deilna áratugum saman. NATO og Bandaríkin eiga þó að einhverju leyti að borga brúsann, ef væntingar sem lýst er í nýrri þingsályktunartillögu standast. Jón Ársæll Þórðarson er á meðal landeigenda. Hann mun fagna tíðindunum, en hefur ekki viljað ræða málið við Vísi fyrr en lausnirnar liggja endanlega fyrir.Vísir Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma er þar var rekin eftirlitsstöð á vegum Bandaríkjahers í tengslum við varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins, á tímabilinu 1954 til 1970. Ætla má að af völdum þessara spilliefna sé hætta á mengun. Á meðal eigenda jarðarinnar er Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður, sem hefur lýst samskiptum sínum við Bandaríkjaher sem „stríði“. Hann og aðrir eigendur hafa mjög lengi krafist þess að herinn þrífi upp spilliefni á svæðinu. Nú er komin fram þingsályktunartillaga frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem lagt er til að umhverfisráðherra rannsaki fyrst mengun í jarðvegi og grunnvatni á svæðinu. Síðan á Alþingi „að setja það í farveg sem leiðir til ásættanlegrar og löngu tímabærrar niðurstöðu með hreinsun landsvæðisins.“ Talsmaður nefndarinnar í málinu er Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem vann tillöguna. Kolbeinn Óttarsson Proppé vann tillöguna, sem hefur verið til meðferðar innan stjórnkerfisins árum saman. Loks glittir í lausn.Vísir/Vilhelm Dæmi um að Bandaríkjamenn fáist til að hreinsa sjálfir eða fjármagna hreinsun Bandaríski herinn hefur hingað til ekki orðið að óskum landeigenda um að gangast fyrir þrifum á svæðinu. Herinn er ekki laus allra mála núna, því að íslensk stjórnvöld ætla að biðja Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið um að koma að málinu, væntanlega einkum fjárhagslega. Í þingsályktunartillögunni segir: „Viðhorf til umhverfismála eru gjörbreytt frá því að samið var um viðskilnað á umræddu svæði. Bandaríkjaher og Atlantshafsbandalagið hafa ekki farið varhluta af þessari viðhorfsbreytingu og ekki síst þegar kemur að viðskilnaði á hernaðarsvæðum. Þannig hefur Atlantshafsbandalagið verið reiðubúið að veita styrki til rannsókna á mengun af völdum hernaðarumsvifa og Bandaríkjastjórn hefur fyrir sitt leyti tekist á hendur að hreinsa svæði eftir herstöðvar sínar eða fjármagna slíka hreinsun óháð samningsbundnum kvöðum. Flutningsmenn telja í þessu ljósi nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hefji viðræður við Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið um aðkomu og þátttöku í væntanlegu hreinsunarstarfi á grundvelli rannsókna og áætlunar um hreinsun á úrgangs- og spilliefnum.“ Samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins frá 1951 skal Bandaríkjaher hreinsa úrgangsefni við brottför sína eftir því sem kostur er. Fjöldi bandarískra hermanna dvöldu um lengri eða skemmri tíma á Heiðarfjalli.Langanesbyggð Við afléttingu á skjalaleynd árið 1990 kom í ljós að íslensk stjórnvöld höfðu árið 1970 án vitundar landeigenda afsalað sér fyrir hönd íslenska ríkisins og allra Íslendinga kröfum á hendur Bandaríkjunum vegna hugsanlegra landspjalla í tengslum við veru hersins á Heiðarfjalli. Langanesbyggð NATO Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
NATO og Bandaríkin eiga þó að einhverju leyti að borga brúsann, ef væntingar sem lýst er í nýrri þingsályktunartillögu standast. Jón Ársæll Þórðarson er á meðal landeigenda. Hann mun fagna tíðindunum, en hefur ekki viljað ræða málið við Vísi fyrr en lausnirnar liggja endanlega fyrir.Vísir Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma er þar var rekin eftirlitsstöð á vegum Bandaríkjahers í tengslum við varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins, á tímabilinu 1954 til 1970. Ætla má að af völdum þessara spilliefna sé hætta á mengun. Á meðal eigenda jarðarinnar er Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður, sem hefur lýst samskiptum sínum við Bandaríkjaher sem „stríði“. Hann og aðrir eigendur hafa mjög lengi krafist þess að herinn þrífi upp spilliefni á svæðinu. Nú er komin fram þingsályktunartillaga frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem lagt er til að umhverfisráðherra rannsaki fyrst mengun í jarðvegi og grunnvatni á svæðinu. Síðan á Alþingi „að setja það í farveg sem leiðir til ásættanlegrar og löngu tímabærrar niðurstöðu með hreinsun landsvæðisins.“ Talsmaður nefndarinnar í málinu er Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem vann tillöguna. Kolbeinn Óttarsson Proppé vann tillöguna, sem hefur verið til meðferðar innan stjórnkerfisins árum saman. Loks glittir í lausn.Vísir/Vilhelm Dæmi um að Bandaríkjamenn fáist til að hreinsa sjálfir eða fjármagna hreinsun Bandaríski herinn hefur hingað til ekki orðið að óskum landeigenda um að gangast fyrir þrifum á svæðinu. Herinn er ekki laus allra mála núna, því að íslensk stjórnvöld ætla að biðja Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið um að koma að málinu, væntanlega einkum fjárhagslega. Í þingsályktunartillögunni segir: „Viðhorf til umhverfismála eru gjörbreytt frá því að samið var um viðskilnað á umræddu svæði. Bandaríkjaher og Atlantshafsbandalagið hafa ekki farið varhluta af þessari viðhorfsbreytingu og ekki síst þegar kemur að viðskilnaði á hernaðarsvæðum. Þannig hefur Atlantshafsbandalagið verið reiðubúið að veita styrki til rannsókna á mengun af völdum hernaðarumsvifa og Bandaríkjastjórn hefur fyrir sitt leyti tekist á hendur að hreinsa svæði eftir herstöðvar sínar eða fjármagna slíka hreinsun óháð samningsbundnum kvöðum. Flutningsmenn telja í þessu ljósi nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hefji viðræður við Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið um aðkomu og þátttöku í væntanlegu hreinsunarstarfi á grundvelli rannsókna og áætlunar um hreinsun á úrgangs- og spilliefnum.“ Samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins frá 1951 skal Bandaríkjaher hreinsa úrgangsefni við brottför sína eftir því sem kostur er. Fjöldi bandarískra hermanna dvöldu um lengri eða skemmri tíma á Heiðarfjalli.Langanesbyggð Við afléttingu á skjalaleynd árið 1990 kom í ljós að íslensk stjórnvöld höfðu árið 1970 án vitundar landeigenda afsalað sér fyrir hönd íslenska ríkisins og allra Íslendinga kröfum á hendur Bandaríkjunum vegna hugsanlegra landspjalla í tengslum við veru hersins á Heiðarfjalli.
Langanesbyggð NATO Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira