50 ára úrgangur Bandaríkjahers verður þrifinn eftir langt stríð landeigenda Snorri Másson skrifar 10. maí 2021 16:48 Eftirlitsstöð var á Heiðarfjalli á Langanesi á vegum Bandaríkjahers frá 1954 til 1970. Langanesbyggð Allt stefnir í að Íslendingar sjái sjálfir um að þrífa upp meira en hálfrar aldar gamlan úrgang eftir Bandaríkjaher í Heiðarfjalli í Langanesbyggð, sem hefur verið uppspretta deilna áratugum saman. NATO og Bandaríkin eiga þó að einhverju leyti að borga brúsann, ef væntingar sem lýst er í nýrri þingsályktunartillögu standast. Jón Ársæll Þórðarson er á meðal landeigenda. Hann mun fagna tíðindunum, en hefur ekki viljað ræða málið við Vísi fyrr en lausnirnar liggja endanlega fyrir.Vísir Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma er þar var rekin eftirlitsstöð á vegum Bandaríkjahers í tengslum við varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins, á tímabilinu 1954 til 1970. Ætla má að af völdum þessara spilliefna sé hætta á mengun. Á meðal eigenda jarðarinnar er Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður, sem hefur lýst samskiptum sínum við Bandaríkjaher sem „stríði“. Hann og aðrir eigendur hafa mjög lengi krafist þess að herinn þrífi upp spilliefni á svæðinu. Nú er komin fram þingsályktunartillaga frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem lagt er til að umhverfisráðherra rannsaki fyrst mengun í jarðvegi og grunnvatni á svæðinu. Síðan á Alþingi „að setja það í farveg sem leiðir til ásættanlegrar og löngu tímabærrar niðurstöðu með hreinsun landsvæðisins.“ Talsmaður nefndarinnar í málinu er Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem vann tillöguna. Kolbeinn Óttarsson Proppé vann tillöguna, sem hefur verið til meðferðar innan stjórnkerfisins árum saman. Loks glittir í lausn.Vísir/Vilhelm Dæmi um að Bandaríkjamenn fáist til að hreinsa sjálfir eða fjármagna hreinsun Bandaríski herinn hefur hingað til ekki orðið að óskum landeigenda um að gangast fyrir þrifum á svæðinu. Herinn er ekki laus allra mála núna, því að íslensk stjórnvöld ætla að biðja Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið um að koma að málinu, væntanlega einkum fjárhagslega. Í þingsályktunartillögunni segir: „Viðhorf til umhverfismála eru gjörbreytt frá því að samið var um viðskilnað á umræddu svæði. Bandaríkjaher og Atlantshafsbandalagið hafa ekki farið varhluta af þessari viðhorfsbreytingu og ekki síst þegar kemur að viðskilnaði á hernaðarsvæðum. Þannig hefur Atlantshafsbandalagið verið reiðubúið að veita styrki til rannsókna á mengun af völdum hernaðarumsvifa og Bandaríkjastjórn hefur fyrir sitt leyti tekist á hendur að hreinsa svæði eftir herstöðvar sínar eða fjármagna slíka hreinsun óháð samningsbundnum kvöðum. Flutningsmenn telja í þessu ljósi nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hefji viðræður við Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið um aðkomu og þátttöku í væntanlegu hreinsunarstarfi á grundvelli rannsókna og áætlunar um hreinsun á úrgangs- og spilliefnum.“ Samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins frá 1951 skal Bandaríkjaher hreinsa úrgangsefni við brottför sína eftir því sem kostur er. Fjöldi bandarískra hermanna dvöldu um lengri eða skemmri tíma á Heiðarfjalli.Langanesbyggð Við afléttingu á skjalaleynd árið 1990 kom í ljós að íslensk stjórnvöld höfðu árið 1970 án vitundar landeigenda afsalað sér fyrir hönd íslenska ríkisins og allra Íslendinga kröfum á hendur Bandaríkjunum vegna hugsanlegra landspjalla í tengslum við veru hersins á Heiðarfjalli. Langanesbyggð NATO Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
NATO og Bandaríkin eiga þó að einhverju leyti að borga brúsann, ef væntingar sem lýst er í nýrri þingsályktunartillögu standast. Jón Ársæll Þórðarson er á meðal landeigenda. Hann mun fagna tíðindunum, en hefur ekki viljað ræða málið við Vísi fyrr en lausnirnar liggja endanlega fyrir.Vísir Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma er þar var rekin eftirlitsstöð á vegum Bandaríkjahers í tengslum við varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins, á tímabilinu 1954 til 1970. Ætla má að af völdum þessara spilliefna sé hætta á mengun. Á meðal eigenda jarðarinnar er Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður, sem hefur lýst samskiptum sínum við Bandaríkjaher sem „stríði“. Hann og aðrir eigendur hafa mjög lengi krafist þess að herinn þrífi upp spilliefni á svæðinu. Nú er komin fram þingsályktunartillaga frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem lagt er til að umhverfisráðherra rannsaki fyrst mengun í jarðvegi og grunnvatni á svæðinu. Síðan á Alþingi „að setja það í farveg sem leiðir til ásættanlegrar og löngu tímabærrar niðurstöðu með hreinsun landsvæðisins.“ Talsmaður nefndarinnar í málinu er Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem vann tillöguna. Kolbeinn Óttarsson Proppé vann tillöguna, sem hefur verið til meðferðar innan stjórnkerfisins árum saman. Loks glittir í lausn.Vísir/Vilhelm Dæmi um að Bandaríkjamenn fáist til að hreinsa sjálfir eða fjármagna hreinsun Bandaríski herinn hefur hingað til ekki orðið að óskum landeigenda um að gangast fyrir þrifum á svæðinu. Herinn er ekki laus allra mála núna, því að íslensk stjórnvöld ætla að biðja Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið um að koma að málinu, væntanlega einkum fjárhagslega. Í þingsályktunartillögunni segir: „Viðhorf til umhverfismála eru gjörbreytt frá því að samið var um viðskilnað á umræddu svæði. Bandaríkjaher og Atlantshafsbandalagið hafa ekki farið varhluta af þessari viðhorfsbreytingu og ekki síst þegar kemur að viðskilnaði á hernaðarsvæðum. Þannig hefur Atlantshafsbandalagið verið reiðubúið að veita styrki til rannsókna á mengun af völdum hernaðarumsvifa og Bandaríkjastjórn hefur fyrir sitt leyti tekist á hendur að hreinsa svæði eftir herstöðvar sínar eða fjármagna slíka hreinsun óháð samningsbundnum kvöðum. Flutningsmenn telja í þessu ljósi nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hefji viðræður við Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið um aðkomu og þátttöku í væntanlegu hreinsunarstarfi á grundvelli rannsókna og áætlunar um hreinsun á úrgangs- og spilliefnum.“ Samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins frá 1951 skal Bandaríkjaher hreinsa úrgangsefni við brottför sína eftir því sem kostur er. Fjöldi bandarískra hermanna dvöldu um lengri eða skemmri tíma á Heiðarfjalli.Langanesbyggð Við afléttingu á skjalaleynd árið 1990 kom í ljós að íslensk stjórnvöld höfðu árið 1970 án vitundar landeigenda afsalað sér fyrir hönd íslenska ríkisins og allra Íslendinga kröfum á hendur Bandaríkjunum vegna hugsanlegra landspjalla í tengslum við veru hersins á Heiðarfjalli.
Langanesbyggð NATO Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira