Lýsa reynslu sinni af landamærunum sem martröð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2021 22:19 Ónauðsynlegar ferðir hingað til lands frá ákveðnum svæðum eru bannaðar samkvæmt nýlegri reglugerð. Vísir/Vilhelm Hjón sem voru á meðal þeirra ferðamanna sem voru í haldi á Keflavíkurflugvelli og síðan snúið úr landi hafa tjáð sig um ferðina við spænska fjölmiðla. Þau segja að ferðin, sem var farin í tilefni af 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra, hafi breyst í martröð. Þau ætli aldrei aftur til Íslands. Hjónin, þau Conchi og Jordi frá Barcelona, tjá sig um ferðina við spænska miðilinn La Razón. Mannlíf greindi fyrst frá íslenskra miðla. Í viðtalinu segjast hjónin hafa fylgt reglum sem gilda um komufarþega hingað til lands í einu og öllu. Þau hafi farið í próf fyrir brottför, leigt íbúð til að taka út sína sóttkví og fleira í þeim dúr. Þau hafi hreinlega ekki getað ímyndað sér að 48 tímum eftir brottför yrðu þau komin aftur heim. Þau hafi lent í Keflavík á laugardag og verið send í kórónuveirupróf, sem þau virðast ekki hafa vitað að stæði til. Eftir það hafi þau talið að þau mættu koma inn í landið, taka út sína fimm daga sóttkví og síðan væru þau frjáls. „Þá stöðvaði lögreglan þau á öðrum stað. Þar fengu þau, ásamt fimm öðrum ferðamönnum, verstu fréttir sem þau gætu fengið,“ segir í fréttinni. Þeim hafi verið tjáð að vegna nýrra reglna sem tóku gildi 7. maí hafi þau ekki mátt fara inn í landið og yrðu færð á sóttkvíarhótelið. Reglurnar sem um ræðir er að finna í reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum hááhættusvæðum vegna Covid-19. Samkvæmt reglugerðinni er útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði þar sem tveggja vikna nýgengi smita er yfir 700 á hverja 100.000 íbúa, eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, óheimilt að koma til landsins. Aldrei aftur til Íslands Í viðtalinu furða þau Conchi og Jordi sig á því að aðeins hluti farþega úr vélinni sem þau komu með hafi verið stöðvaður, meðan aðrir farþegar fengu að halda áfram ferð sinni. „Þeir komu til landsins í gær. Hluti af Spáni er á þessum sautján landa lista og þaðan má fólk ekki koma nema það falli undir undanþáguheimild. Stoðdeild ríkislögreglustjóra annast flutninginn og þeir verða líklega sendir til baka með næstu vél,“ sagði Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, um mál farþeganna í gær. Hjónin lýsa því þá að komið hafi verið fram við þau „eins og glæpamenn,“ þeim haldið í herbergi í nokkra klukkutíma og vegabréf þeirra tekin af þeim og svo skilað gegn því að þau samþykktu að verða send aftur til Spánar. Þau segjast ekki ætla aftur til Íslands, þar sem draumabrúðkaupsferðin hafi breyst í martröð. Í það minnsta virðist Jordi harðákveðinn í þeirri afstöðu. „Ég er ekki að grínast, ég ætla aldrei aftur til Íslands,“ hefur La Razón eftir honum. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hjónin, þau Conchi og Jordi frá Barcelona, tjá sig um ferðina við spænska miðilinn La Razón. Mannlíf greindi fyrst frá íslenskra miðla. Í viðtalinu segjast hjónin hafa fylgt reglum sem gilda um komufarþega hingað til lands í einu og öllu. Þau hafi farið í próf fyrir brottför, leigt íbúð til að taka út sína sóttkví og fleira í þeim dúr. Þau hafi hreinlega ekki getað ímyndað sér að 48 tímum eftir brottför yrðu þau komin aftur heim. Þau hafi lent í Keflavík á laugardag og verið send í kórónuveirupróf, sem þau virðast ekki hafa vitað að stæði til. Eftir það hafi þau talið að þau mættu koma inn í landið, taka út sína fimm daga sóttkví og síðan væru þau frjáls. „Þá stöðvaði lögreglan þau á öðrum stað. Þar fengu þau, ásamt fimm öðrum ferðamönnum, verstu fréttir sem þau gætu fengið,“ segir í fréttinni. Þeim hafi verið tjáð að vegna nýrra reglna sem tóku gildi 7. maí hafi þau ekki mátt fara inn í landið og yrðu færð á sóttkvíarhótelið. Reglurnar sem um ræðir er að finna í reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum hááhættusvæðum vegna Covid-19. Samkvæmt reglugerðinni er útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði þar sem tveggja vikna nýgengi smita er yfir 700 á hverja 100.000 íbúa, eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, óheimilt að koma til landsins. Aldrei aftur til Íslands Í viðtalinu furða þau Conchi og Jordi sig á því að aðeins hluti farþega úr vélinni sem þau komu með hafi verið stöðvaður, meðan aðrir farþegar fengu að halda áfram ferð sinni. „Þeir komu til landsins í gær. Hluti af Spáni er á þessum sautján landa lista og þaðan má fólk ekki koma nema það falli undir undanþáguheimild. Stoðdeild ríkislögreglustjóra annast flutninginn og þeir verða líklega sendir til baka með næstu vél,“ sagði Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, um mál farþeganna í gær. Hjónin lýsa því þá að komið hafi verið fram við þau „eins og glæpamenn,“ þeim haldið í herbergi í nokkra klukkutíma og vegabréf þeirra tekin af þeim og svo skilað gegn því að þau samþykktu að verða send aftur til Spánar. Þau segjast ekki ætla aftur til Íslands, þar sem draumabrúðkaupsferðin hafi breyst í martröð. Í það minnsta virðist Jordi harðákveðinn í þeirri afstöðu. „Ég er ekki að grínast, ég ætla aldrei aftur til Íslands,“ hefur La Razón eftir honum.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira