„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Snorri Másson skrifar 19. maí 2021 22:10 Antony Blinken og Sergei Lavrov hittust á sögulegum fundi Bandaríkjamanna og Rússa í Hörpu í kvöld. Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að það væri ekkert leyndarmál að ríkin greindi á um ýmislegt, en þrátt fyrir það væri gott samstarf ríkjanna nokkuð sem gæti leitt til öruggari veraldar fyrir alla. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa sagði að þeir væru alltaf tilbúnir að ræða málin, svo lengi sem viðræðurnar væru heiðarlegar og byggðu á staðreyndum. Blaðamenn fóru mjúkum höndum um ráðherranna, fannst þeim.Utanríkisráðuneytið Ráðherrarnir sammæltust um að mikilvægt væri að styrkja tengslin á milli þjóðanna en áður en fundinum var lokað furðaði Lavrov sig á hve rólegt væri í kringum þá á fundinum. „Það er enginn að æpa og það er enginn að spyrja spurninga,“ sagði ráðherrann. Blinken svaraði þá: „Ég held að þetta sér kyrrlátt kvöld í Reykjavík.“ Ágangur blaðamanna var í minna lagi, enda var þeim ekki boðið að spyrja spurninga. Lokuðum fundi ráðherranna lauk um ellefuleytið. Hér má hlýða á ræður ráðherranna: Blinken var hinn ánægðasti að hitta rússneska ráðherrann: „Það er mér ánægja að vera að hitta Sergei í fyrsta sinn sem utanríkisráðherra. Eins og Biden forseti deildi með Pútín forseta viljum við fyrirsjáanlegt og stöðugt samband við Rússa. Við teljum það gott fyrir okkar fólk og fyrir rússnesku þjóðina og auðvitað fyrir heiminn. Í dag erum við hér fyrir fund Norðurskautsráð þar sem Rússland og Bandaríkin hafa unnið vel saman í fortíðinni og við vonumst sannarlega til þess að geta gert það áfram þegar Rússar taka við formennsku í ráðinu.“ Bandaríkin munu verja sig Báðir ráðherrarnir lögðu sérstaka áherslu á að ljóst væri að stórveldin greindi á. Utanríkisráðuneytið Lavrov sagði: „Okkur greinir djúplega á um skilning okkar á stöðu í alþjóðamálum og um nálgun okkar við að að leysa úr þeim málum. En afstaða okkar er skýr: Við erum tilbúin að ræða öll mál ef sá skilningur er fyrir hendi að viðræðurnar verði heiðarlegar, staðreyndabundnar og af gagnkvæmri virðingu.“ Blinken sagði: „Það er ekkert leyndarmál að okkur greinir á um ýmislegt og þegar kemur að þeim atriðum munum við bregðast við því ef Rússar haga sér með árásargjörnum hætti gagnvart okkur eða bandamönnum okkar, eins og Biden forseti hefur lýst. Forsetinn hefur lýst þessu, ekki til að ýta undir átök, heldur aðeins til að verja okkar hagsmuni.“ Blinken sagði þó einnig að á mörgum sviðum hefðu ríkin sameiginlega hagsmuni. „Við trúum að við getum unnið saman og byggt á sameiginlegum hagsmunum, hvort sem það er í málefnum Covid-19, loftslagsbreytinga eða kjarnorkumála í Norður-Kóreu, Íran eða Afganistan. Okkar sýn er sú að ef leiðtogar Rússa og BNA geta náð saman í samstarfi getur heimurinn verið öruggari staður.“ Lavrov sagðist þannig vonast til þess að geta unnið saman í málefnum til dæmis Afganistan og á Krímskaga. „Verkefni okkar er að gera hið besta úr þeim diplómatísku tækifærum sem við höfum. Þið getið alltaf treyst á að við bregðumst vel við slíkri viðleitni af ykkar hálfu,“ sagði Lavrov. Harpa Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Reykjavík Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44 Mótmæla stefnu stórveldanna á meðan ráðherrarnir funda Á meðan utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blinken, funda í Hörpu munu mótmæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér áskorun til stórveldanna um að láta af andstöðu sinni við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og undirrita hann sem fyrst. 19. maí 2021 19:35 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Sjá meira
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að það væri ekkert leyndarmál að ríkin greindi á um ýmislegt, en þrátt fyrir það væri gott samstarf ríkjanna nokkuð sem gæti leitt til öruggari veraldar fyrir alla. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa sagði að þeir væru alltaf tilbúnir að ræða málin, svo lengi sem viðræðurnar væru heiðarlegar og byggðu á staðreyndum. Blaðamenn fóru mjúkum höndum um ráðherranna, fannst þeim.Utanríkisráðuneytið Ráðherrarnir sammæltust um að mikilvægt væri að styrkja tengslin á milli þjóðanna en áður en fundinum var lokað furðaði Lavrov sig á hve rólegt væri í kringum þá á fundinum. „Það er enginn að æpa og það er enginn að spyrja spurninga,“ sagði ráðherrann. Blinken svaraði þá: „Ég held að þetta sér kyrrlátt kvöld í Reykjavík.“ Ágangur blaðamanna var í minna lagi, enda var þeim ekki boðið að spyrja spurninga. Lokuðum fundi ráðherranna lauk um ellefuleytið. Hér má hlýða á ræður ráðherranna: Blinken var hinn ánægðasti að hitta rússneska ráðherrann: „Það er mér ánægja að vera að hitta Sergei í fyrsta sinn sem utanríkisráðherra. Eins og Biden forseti deildi með Pútín forseta viljum við fyrirsjáanlegt og stöðugt samband við Rússa. Við teljum það gott fyrir okkar fólk og fyrir rússnesku þjóðina og auðvitað fyrir heiminn. Í dag erum við hér fyrir fund Norðurskautsráð þar sem Rússland og Bandaríkin hafa unnið vel saman í fortíðinni og við vonumst sannarlega til þess að geta gert það áfram þegar Rússar taka við formennsku í ráðinu.“ Bandaríkin munu verja sig Báðir ráðherrarnir lögðu sérstaka áherslu á að ljóst væri að stórveldin greindi á. Utanríkisráðuneytið Lavrov sagði: „Okkur greinir djúplega á um skilning okkar á stöðu í alþjóðamálum og um nálgun okkar við að að leysa úr þeim málum. En afstaða okkar er skýr: Við erum tilbúin að ræða öll mál ef sá skilningur er fyrir hendi að viðræðurnar verði heiðarlegar, staðreyndabundnar og af gagnkvæmri virðingu.“ Blinken sagði: „Það er ekkert leyndarmál að okkur greinir á um ýmislegt og þegar kemur að þeim atriðum munum við bregðast við því ef Rússar haga sér með árásargjörnum hætti gagnvart okkur eða bandamönnum okkar, eins og Biden forseti hefur lýst. Forsetinn hefur lýst þessu, ekki til að ýta undir átök, heldur aðeins til að verja okkar hagsmuni.“ Blinken sagði þó einnig að á mörgum sviðum hefðu ríkin sameiginlega hagsmuni. „Við trúum að við getum unnið saman og byggt á sameiginlegum hagsmunum, hvort sem það er í málefnum Covid-19, loftslagsbreytinga eða kjarnorkumála í Norður-Kóreu, Íran eða Afganistan. Okkar sýn er sú að ef leiðtogar Rússa og BNA geta náð saman í samstarfi getur heimurinn verið öruggari staður.“ Lavrov sagðist þannig vonast til þess að geta unnið saman í málefnum til dæmis Afganistan og á Krímskaga. „Verkefni okkar er að gera hið besta úr þeim diplómatísku tækifærum sem við höfum. Þið getið alltaf treyst á að við bregðumst vel við slíkri viðleitni af ykkar hálfu,“ sagði Lavrov.
Harpa Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Reykjavík Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44 Mótmæla stefnu stórveldanna á meðan ráðherrarnir funda Á meðan utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blinken, funda í Hörpu munu mótmæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér áskorun til stórveldanna um að láta af andstöðu sinni við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og undirrita hann sem fyrst. 19. maí 2021 19:35 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Sjá meira
Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44
Mótmæla stefnu stórveldanna á meðan ráðherrarnir funda Á meðan utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blinken, funda í Hörpu munu mótmæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér áskorun til stórveldanna um að láta af andstöðu sinni við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og undirrita hann sem fyrst. 19. maí 2021 19:35