Hvað eru TikTok og bálkakeðjur og hvernig tengjast þau ferðaþjónustu? Inga Rós Antoníusdóttir og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifa 2. júní 2021 12:31 Nú er heimurinn smám saman að opnast á ný og fólk með uppsafnaða ferðaþrá skipuleggur fyrstu ferðalögin eftir heimsfaraldur. Ferðaþjónustan er loksins að vakna til lífsins og fyrirtækin að skipuleggja markaðsaðgerðir og þjónustuframboð eftir að hafa þurft að endurskipuleggja reksturinn ærlega undanfarið ár. Markhóparnir eru ekki endilega þeir sömu og voru og óskir og þarfir gesta hafa breyst. Þar af leiðandi eru þeir miðlar sem hentuðu best til markaðssetningar fyrir Covid ekki endilega þeir sömu. TikTok er t.d ekki bara danskennsla fyrir börn heldur áhrifamikið markaðstól sem getur nýst ferðaþjónustufyrirtækjum mjög vel í samkeppninni um gestina. Hugtök eins og bálkakeðjur, sem fólk tengir oftar við t.d. rafmyntir en ferðaþjónustu, snúast líka um gagnsæi í gagnaöflun og notkun og geta aukið traust ferðamanna til áfangastaða. Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn standa fyrir ráðstefnu á morgun, fimmtudaginn 3.júní undir yfirskriftinni Iceland Travel Tech-Nordic Edition og er markmiðið að gefa ferðaþjónustufyrirtækjum færi á að fræðast um nýjungar í tæknimálum og hvernig nýta megi tæknina til aukinnar sjálfbærni í greininni. Fjallað verður um fyrrnefnd atriði en einnig verður fjallað um sjálfvirknivæðingu og snertilausar lausnir sem og forrit sem auðvelda fyrirtækjum að spá fyrir um framtíðina. Þá verður einnig fjallað um upplifunarhönnun og hvað ferðaþjónustan getur lært af tölvuleikjahönnuðum, hvernig við stýrum mögulegri hegðun og hvernig við nýtum notendaupplýsingar og gögn til að þróa enn betur upplifun og þjónustu. Þetta er í þriðja sinn sem Iceland Travel Tech verður haldið og nú jafnframt í þriðju útfærslunni. Ráðstefna sem átti upptök sín sem hefðbundin ráðstefna og sýning í Hörpu fyrir tveimur árum, breyttist í stafræna ráðstefnu þegar Covid 19 neyddi aðstandendur til að hugsa hlutina upp á nýtt í fyrra og á sér núna enn nýja birtingarmynd sem svokölluð „hybrid“ ráðstefna, bæði í raun og rafheimum. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara munu kynna nýjustu strauma og stefnur í tæknimálum ferðaþjónustunnar og býðst öllum áhugasömum að fylgjast með, hvort sem er í Grósku -Hugmyndahúsi (á meðan húsrúm leyfir) eða á netinu, þeim að kostnaðarlausu. Skráning er nauðsynleg en nánari upplýsingar má finna á heimasíðum Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasans. Inga Rós Antoníusdóttir er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Nú er heimurinn smám saman að opnast á ný og fólk með uppsafnaða ferðaþrá skipuleggur fyrstu ferðalögin eftir heimsfaraldur. Ferðaþjónustan er loksins að vakna til lífsins og fyrirtækin að skipuleggja markaðsaðgerðir og þjónustuframboð eftir að hafa þurft að endurskipuleggja reksturinn ærlega undanfarið ár. Markhóparnir eru ekki endilega þeir sömu og voru og óskir og þarfir gesta hafa breyst. Þar af leiðandi eru þeir miðlar sem hentuðu best til markaðssetningar fyrir Covid ekki endilega þeir sömu. TikTok er t.d ekki bara danskennsla fyrir börn heldur áhrifamikið markaðstól sem getur nýst ferðaþjónustufyrirtækjum mjög vel í samkeppninni um gestina. Hugtök eins og bálkakeðjur, sem fólk tengir oftar við t.d. rafmyntir en ferðaþjónustu, snúast líka um gagnsæi í gagnaöflun og notkun og geta aukið traust ferðamanna til áfangastaða. Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn standa fyrir ráðstefnu á morgun, fimmtudaginn 3.júní undir yfirskriftinni Iceland Travel Tech-Nordic Edition og er markmiðið að gefa ferðaþjónustufyrirtækjum færi á að fræðast um nýjungar í tæknimálum og hvernig nýta megi tæknina til aukinnar sjálfbærni í greininni. Fjallað verður um fyrrnefnd atriði en einnig verður fjallað um sjálfvirknivæðingu og snertilausar lausnir sem og forrit sem auðvelda fyrirtækjum að spá fyrir um framtíðina. Þá verður einnig fjallað um upplifunarhönnun og hvað ferðaþjónustan getur lært af tölvuleikjahönnuðum, hvernig við stýrum mögulegri hegðun og hvernig við nýtum notendaupplýsingar og gögn til að þróa enn betur upplifun og þjónustu. Þetta er í þriðja sinn sem Iceland Travel Tech verður haldið og nú jafnframt í þriðju útfærslunni. Ráðstefna sem átti upptök sín sem hefðbundin ráðstefna og sýning í Hörpu fyrir tveimur árum, breyttist í stafræna ráðstefnu þegar Covid 19 neyddi aðstandendur til að hugsa hlutina upp á nýtt í fyrra og á sér núna enn nýja birtingarmynd sem svokölluð „hybrid“ ráðstefna, bæði í raun og rafheimum. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara munu kynna nýjustu strauma og stefnur í tæknimálum ferðaþjónustunnar og býðst öllum áhugasömum að fylgjast með, hvort sem er í Grósku -Hugmyndahúsi (á meðan húsrúm leyfir) eða á netinu, þeim að kostnaðarlausu. Skráning er nauðsynleg en nánari upplýsingar má finna á heimasíðum Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasans. Inga Rós Antoníusdóttir er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Ferðaklasans.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar