Svik? Árni Múli Jónasson og Bryndís Snæbjörnsdóttir skrifa 16. júní 2021 15:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir „Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður innleiddur.“ En hvernig stendur það loforð? Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi samþykktu, án mótatkvæða, þann 20. september 2016 svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni fyrir Íslands hönd að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af hálfu Íslands 30. mars 2007. Þá ályktar Alþingi að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017.“ Í greinargerð með þingsályktuninni segir um fullgildingu viðaukans: „Lagt er til að auk samningsins verði viðauki hans einnig fullgiltur. Viðaukinn felur í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að valkvæði viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Þann 3. júní 2019 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp, sem feli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, verði lagt fram á Alþingi með það að markmiði að samningurinn verði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að ríkisstjórnin skyldi leggja fram á Alþingi frumvarp með það að markmiði að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Því verður ríkisstjórnin að svara. Í lögum nr. 85/2018, um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, er mælt fyrir um að eigi síðar en 1. september 2019 skuli forsætisráðherra „leggja fram á Alþingi frumvarp þar sem kveðið verði á um að lögunum verði breytt þannig að þau gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.“ Þetta hefur ekki verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Í ljósi þeirra staðreynda sem hér koma fram verður ekki séð að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið innleiddur, eins og ríkisstjórnin sagðist ætla að gera í stefnuyfirlýsingu sinni. Er ósanngjarnt að nota orðið svik í þessu samhengi? Hvernig samræmist þessi meðferð ríkisstjórnarinnar á þingsályktunum og lögum sem Alþingi hefur samþykkt þessum orðum í stefnuyfirlýsingu hennar: „Það er vilji flokkanna sem nú taka þátt í samstarfi um ríkisstjórn og eflingu Alþingis að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings í landinu, ekki síst með því að styrkja Alþingi með markvissum hætti og auka áhrif þess.“ Ríkisstjórnin og Alþingi verða að svara því. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir „Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður innleiddur.“ En hvernig stendur það loforð? Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi samþykktu, án mótatkvæða, þann 20. september 2016 svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni fyrir Íslands hönd að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af hálfu Íslands 30. mars 2007. Þá ályktar Alþingi að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017.“ Í greinargerð með þingsályktuninni segir um fullgildingu viðaukans: „Lagt er til að auk samningsins verði viðauki hans einnig fullgiltur. Viðaukinn felur í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að valkvæði viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Þann 3. júní 2019 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust svohljóðandi þingsályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp, sem feli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, verði lagt fram á Alþingi með það að markmiði að samningurinn verði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020.“ Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu ályktun Alþingis um að ríkisstjórnin skyldi leggja fram á Alþingi frumvarp með það að markmiði að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 hefur það ekki enn verið gert. Hvers vegna ekki? Því verður ríkisstjórnin að svara. Í lögum nr. 85/2018, um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, er mælt fyrir um að eigi síðar en 1. september 2019 skuli forsætisráðherra „leggja fram á Alþingi frumvarp þar sem kveðið verði á um að lögunum verði breytt þannig að þau gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.“ Þetta hefur ekki verið gert. Hvers vegna ekki? Ríkisstjórnin verður að svara því. Í ljósi þeirra staðreynda sem hér koma fram verður ekki séð að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið innleiddur, eins og ríkisstjórnin sagðist ætla að gera í stefnuyfirlýsingu sinni. Er ósanngjarnt að nota orðið svik í þessu samhengi? Hvernig samræmist þessi meðferð ríkisstjórnarinnar á þingsályktunum og lögum sem Alþingi hefur samþykkt þessum orðum í stefnuyfirlýsingu hennar: „Það er vilji flokkanna sem nú taka þátt í samstarfi um ríkisstjórn og eflingu Alþingis að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings í landinu, ekki síst með því að styrkja Alþingi með markvissum hætti og auka áhrif þess.“ Ríkisstjórnin og Alþingi verða að svara því. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun