Bjarni gefur ríku fólki 30 milljarða Gunnar Smári Egilsson skrifar 23. júní 2021 11:16 Það var níu sinnum meiri eftirspurn eftir hlutabréfum í Íslandsbanka en í boði var. Ástæðan var auðvitað að hlutabréfin voru seld á fráleitu verði. Það hefði verið hægt á einum degi að selja níu sinnum 1/3 af Íslandsbanka á þessu verði, þrjá Íslandsbanka eða eins og allt íslenska bankakerfið. Það hefði mátt selja það allt á einum degi. Afslátturinn var svo gríðarlegur. Líklega er salan á Íslandsbanka stærsta útsala Íslandssögunnar. Allir sem áttu milljón eða gátu slegið lán upp á milljón eða meira mættu í röðina þegar Bjarni Benediktsson seldi hluti í Íslandsbanka á hálfvirði. Þegar Bjarni deildi út eignum sem við áttum öll sameiginlega til hinna efnameiri, gaf hinum fáu eignir fjöldans. Þessi viðbrögð, þessi gríðarlega eftirspurn eftir hlutabréfum með risa-afslætti, sýna að verðið var miklu lægra en sá 20% afsláttur sem birtist fyrsta daginn. Þá seldu um 8% þeirra sem höfðu fengið bréf í útboðinu og kössuðu inn, eins og sagt er, tæplega 900 m.kr. Einhver hafa kannski sent Bjarna blóm á eftir. Þessi mikli vilji að sækja gjöfina sína strax hefur haldið aftur af enn meiri hækkunum á bréfunum. Á næstu dögum og vikum mun verðið stíga upp, ekki of hratt, því þau sem stjórna markaðinum vilja komast hjá gagnrýni á söluna og passa að verðið rjúki ekki of bratt upp. Ef við miðum við verðið á Arionbanka þá má reikna með að raunverulegt virði hlutabréfa í Íslandsbanka sé um 121 en ekki 79 eins og það var í útboðinu. Mismunurinn á verðinu sem 1/3 hluti bankans fór á og markaðsvirði Arion er um 30 milljarðar króna. Það er styrkur ríkisstjórnarinnar til hinna efnameiri. Hverjir fengu milljarða á silfurfati? En hverjir fengu gjöfina? Um 1/4 fór til lífeyrissjóða, sem fengu því um 7500 m.kr. að gjöf og annað eins fór til útlendra brasksjóða, sem munu á næstu vikum selja sína hluti til einstaklinga og annarra fjárfestingarsjóða og kassa inn, eins og sagt er, 7500 m.kr. gjöf frá íslenskum almenningi með kveðju frá ríkisstjórninni. Reikna má með að megnið af þessum bréfum endi hjá íslenskum fjármagnseigendum, það varð raunin þegar sambærilegir brasksjóðir seldu hluti sína í Arion. Um 15.000 m.kr. af gjöfinni munu síðan renna til þess að auka enn við auð þeirra sem auðgast hafa mest á Íslandi í eignabólu síðustu missera, þegar hlutabréf hafa hækkað um meira en 50% og húsnæði bráðum um allt að 40%. Um þetta snerist þessi efnahagsaðgerð, að selja Íslandsbanka með miklum afslætti. Markmiðið var að koma eignum almennings til þeirra sem eiga miklar eignir fyrir og þeirra sem ætla að auðgast enn frekar á braski með þær. Þótt hvaða fáviti sem er hefði getað sagt Bjarna Benediktssyni að löng röð myndist þegar þú ert að gefa fólki peninga og það yrði ekkert vandamál að selja bréfin með um 50% afslætti, þá greiddi hann eftir sem áður Citigroup, J.P. Morgan, Barclays Bank, Fossum mörkuðum, Landsbankanum, Kviku, Arion og fleirum feitar þóknanir fyrir ráðgjöf og umsjón með sölu bréfanna, einhvers staðar á bilinu 1500-2500 m.kr. Bjarni gjafmildur á eignir almennings Bjarni hafði því í höndunum eign upp á um 85 milljarða. Borgaði bröskurum 2 milljarða til að ráðleggja sér að selja hana á útsölu fyrir 55 milljarða og fékk því á endanum um 53 milljarða fyrir eignina; gaf efnafólki, lífeyrissjóðum og bröskurum um 32 milljarða af almannafé. Við getum ímyndað okkur að við ættum íbúð í sameiningu og myndum fela Bjarna að selja hana. Hann borgaði þeim sem ætluðu sér að hagnast af viðskiptunum 2 m.kr. í ráðgjöf og seldi íbúðina síðan á 55 m.kr. Við fengjum 53 m.kr. nettó fyrir eignina. Daginn eftir sæjum við að eignin væri metin á 66 m.kr. Í sumar eða haust mun hún ganga kaupum og sölum fyrir um 85 m.kr. Mynduð þið fela þessum Bjarna sölu á fleiri eignum ykkar? En hvers vegna gerir Bjarni þetta, gefur efnafólki og bröskurum almannaeigur? Það er vegna þess að það er stefna ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og annara áróðurstækja auðvaldsins, sem fjarstýra ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, að flytja eignir, auðlindir, völd og fé frá almenningi til hinna auðugu og valdamiklu. Ólígarkismi og klíkuveldi Þetta fólk vinnur við að verja linnulaust rán hinna ríku. Valdarán, þar sem völd eru flutt frá hinum lýðræðislega vettvangi þar sem hver hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og hin ríku ráða öllu. Auðlindarán, þar sem auðlindir almennings eru fluttar til hinna ríku og valdamiklu. Og rán á eignum og fjármunum almennings, þar sem hinum auðugu eru gefnir peningar, eignir og verðmæti fjöldans. Samhliða þessu er sá sameiginlegi rekstur sem almenningur byggði upp fluttur til hinna auðugu með einkavæðingu og útvistun almennaþjónustu og grunninnviða samfélagsins. Svona þjóðskipulag er kallað óligarkismi, þar sem fámenn klíka kemst yfir auðlindir og eignir almennings og notar afl þeirra til að beygja ríkisvaldið undir sig svo það þjónar aðeins hagsmunum þeirra sjálfra. Það má kalla þetta klíkuveldi en réttnefni væri þjófræði, samfélag þar sem þjófarnir hafa tekið völdin. Höfundur er meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það var níu sinnum meiri eftirspurn eftir hlutabréfum í Íslandsbanka en í boði var. Ástæðan var auðvitað að hlutabréfin voru seld á fráleitu verði. Það hefði verið hægt á einum degi að selja níu sinnum 1/3 af Íslandsbanka á þessu verði, þrjá Íslandsbanka eða eins og allt íslenska bankakerfið. Það hefði mátt selja það allt á einum degi. Afslátturinn var svo gríðarlegur. Líklega er salan á Íslandsbanka stærsta útsala Íslandssögunnar. Allir sem áttu milljón eða gátu slegið lán upp á milljón eða meira mættu í röðina þegar Bjarni Benediktsson seldi hluti í Íslandsbanka á hálfvirði. Þegar Bjarni deildi út eignum sem við áttum öll sameiginlega til hinna efnameiri, gaf hinum fáu eignir fjöldans. Þessi viðbrögð, þessi gríðarlega eftirspurn eftir hlutabréfum með risa-afslætti, sýna að verðið var miklu lægra en sá 20% afsláttur sem birtist fyrsta daginn. Þá seldu um 8% þeirra sem höfðu fengið bréf í útboðinu og kössuðu inn, eins og sagt er, tæplega 900 m.kr. Einhver hafa kannski sent Bjarna blóm á eftir. Þessi mikli vilji að sækja gjöfina sína strax hefur haldið aftur af enn meiri hækkunum á bréfunum. Á næstu dögum og vikum mun verðið stíga upp, ekki of hratt, því þau sem stjórna markaðinum vilja komast hjá gagnrýni á söluna og passa að verðið rjúki ekki of bratt upp. Ef við miðum við verðið á Arionbanka þá má reikna með að raunverulegt virði hlutabréfa í Íslandsbanka sé um 121 en ekki 79 eins og það var í útboðinu. Mismunurinn á verðinu sem 1/3 hluti bankans fór á og markaðsvirði Arion er um 30 milljarðar króna. Það er styrkur ríkisstjórnarinnar til hinna efnameiri. Hverjir fengu milljarða á silfurfati? En hverjir fengu gjöfina? Um 1/4 fór til lífeyrissjóða, sem fengu því um 7500 m.kr. að gjöf og annað eins fór til útlendra brasksjóða, sem munu á næstu vikum selja sína hluti til einstaklinga og annarra fjárfestingarsjóða og kassa inn, eins og sagt er, 7500 m.kr. gjöf frá íslenskum almenningi með kveðju frá ríkisstjórninni. Reikna má með að megnið af þessum bréfum endi hjá íslenskum fjármagnseigendum, það varð raunin þegar sambærilegir brasksjóðir seldu hluti sína í Arion. Um 15.000 m.kr. af gjöfinni munu síðan renna til þess að auka enn við auð þeirra sem auðgast hafa mest á Íslandi í eignabólu síðustu missera, þegar hlutabréf hafa hækkað um meira en 50% og húsnæði bráðum um allt að 40%. Um þetta snerist þessi efnahagsaðgerð, að selja Íslandsbanka með miklum afslætti. Markmiðið var að koma eignum almennings til þeirra sem eiga miklar eignir fyrir og þeirra sem ætla að auðgast enn frekar á braski með þær. Þótt hvaða fáviti sem er hefði getað sagt Bjarna Benediktssyni að löng röð myndist þegar þú ert að gefa fólki peninga og það yrði ekkert vandamál að selja bréfin með um 50% afslætti, þá greiddi hann eftir sem áður Citigroup, J.P. Morgan, Barclays Bank, Fossum mörkuðum, Landsbankanum, Kviku, Arion og fleirum feitar þóknanir fyrir ráðgjöf og umsjón með sölu bréfanna, einhvers staðar á bilinu 1500-2500 m.kr. Bjarni gjafmildur á eignir almennings Bjarni hafði því í höndunum eign upp á um 85 milljarða. Borgaði bröskurum 2 milljarða til að ráðleggja sér að selja hana á útsölu fyrir 55 milljarða og fékk því á endanum um 53 milljarða fyrir eignina; gaf efnafólki, lífeyrissjóðum og bröskurum um 32 milljarða af almannafé. Við getum ímyndað okkur að við ættum íbúð í sameiningu og myndum fela Bjarna að selja hana. Hann borgaði þeim sem ætluðu sér að hagnast af viðskiptunum 2 m.kr. í ráðgjöf og seldi íbúðina síðan á 55 m.kr. Við fengjum 53 m.kr. nettó fyrir eignina. Daginn eftir sæjum við að eignin væri metin á 66 m.kr. Í sumar eða haust mun hún ganga kaupum og sölum fyrir um 85 m.kr. Mynduð þið fela þessum Bjarna sölu á fleiri eignum ykkar? En hvers vegna gerir Bjarni þetta, gefur efnafólki og bröskurum almannaeigur? Það er vegna þess að það er stefna ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og annara áróðurstækja auðvaldsins, sem fjarstýra ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, að flytja eignir, auðlindir, völd og fé frá almenningi til hinna auðugu og valdamiklu. Ólígarkismi og klíkuveldi Þetta fólk vinnur við að verja linnulaust rán hinna ríku. Valdarán, þar sem völd eru flutt frá hinum lýðræðislega vettvangi þar sem hver hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og hin ríku ráða öllu. Auðlindarán, þar sem auðlindir almennings eru fluttar til hinna ríku og valdamiklu. Og rán á eignum og fjármunum almennings, þar sem hinum auðugu eru gefnir peningar, eignir og verðmæti fjöldans. Samhliða þessu er sá sameiginlegi rekstur sem almenningur byggði upp fluttur til hinna auðugu með einkavæðingu og útvistun almennaþjónustu og grunninnviða samfélagsins. Svona þjóðskipulag er kallað óligarkismi, þar sem fámenn klíka kemst yfir auðlindir og eignir almennings og notar afl þeirra til að beygja ríkisvaldið undir sig svo það þjónar aðeins hagsmunum þeirra sjálfra. Það má kalla þetta klíkuveldi en réttnefni væri þjófræði, samfélag þar sem þjófarnir hafa tekið völdin. Höfundur er meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar