Borgin eflir sálfræði- og talmeinaþjónustu í skólum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. júlí 2021 09:01 Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst. Reykjavíkurborg eflir sálfræðiþjónustu við börn og fullorðna Til að bregðast við þessu samþykkti borgarráð í gær 140 milljón króna fjárheimild til að styðja betur við börn og ungmenni vegna áhrifa heimsfaraldursins. Með því framlagi verður hægt að veita allt að 650 börnum þjónustu sálfræðinga eða talmeinafræðinga á næstu 12 mánuðum. Aðaláherslan verður lögð á aukna þjónustu sálfræðinga. Mestu skiptir að sálfræðingarnir geti byrjað sem fyrst að taka við börnum og ungmennum, óháð því hvar þeir starfa. Markmiðið er ekki að fjölga starfsmönnum Reykjavíkur til framtíðar og því þarf að skoða vel möguleikinn á því að fara í samstarf við einkareknar sálfræðistofur og sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það er mikilvægt að bregðast hratt við þessu ástandi og leyfa vandanum ekki að vaxa. Með því er hægt að spara börnum og ungmennum mikla vanlíðan og hjálpa þeim áfram í þroska í átt að hamingjusömu lífi. Enn beðið eftir niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Það eru því miður langir biðlistar hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum, sem gerir það erfiðara fyrir foreldra að hjálpa börnunum sínum með því að koma þeim að, þrátt fyrir mikinn vilja. Kostnaðurinn við sálfræðiþjónustu skiptir þar líka máli, þar sem ríkið hefur ekki gert samninga við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera, nema fyrir liggi tilvísun vegna alvarlegrar geðhegðunar- eða þroskaröskunar barns frá greiningarteymi heilbrigðisstarfsmanna eða barnageðlækni. Við megum ekki heldur gleyma því að þó svo að við sjáum það sérstaklega í greiningum okkar að tilfinningavandi barna og unglinga hafi aukist í heimsfaraldrinum, þá hefur þessi tími reynst mjög mörgum erfiður. Þörfin eftir sálfræðiþjónustu allra aldurshópa hefur trúlegast sjaldan verið meiri. Þar þurfa heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að grípa inn í með full fjármögnuðu greiðsluþátttökukerfi, líkt og Alþingi samþykkt samhljóða fyrir rúmu ári síðan. Reykjavíkurborg eflir líka þjónustu talmeinafræðinga fyrir börn Biðlistar hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum eru líka mjög langir. Ekki bætir úr skák að Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki þjónustu talmeinafræðinga, fyrr en þeir hafa starfað í tvö ár. Því komast færri að hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum og það eykur vandann innan skólanna og lengir biðlista eftir skólaþjónustu. Við vitum að talmein hjá börnum geta verið þeim mjög þungbær og aukið á tilfinningalegan vanda þeirra. Því er það ekki síður mikilvægt að grípa fljótt inn í með þjálfun til að koma í veg fyrir annan vanda. Hugsanlega mun þessi upphæð ekki nægja til að eyða biðlistum hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Þá er mikilvægt að velferðarþjónusta og skólaþjónusta vinni saman að því að nýta önnur úrræði til að koma til móts við þarfir barna og foreldra, m.a. í gegnum nýtt verkefni sem verið er að innleiða um alla borg og kallast „Betri borg fyrir börn“. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst. Reykjavíkurborg eflir sálfræðiþjónustu við börn og fullorðna Til að bregðast við þessu samþykkti borgarráð í gær 140 milljón króna fjárheimild til að styðja betur við börn og ungmenni vegna áhrifa heimsfaraldursins. Með því framlagi verður hægt að veita allt að 650 börnum þjónustu sálfræðinga eða talmeinafræðinga á næstu 12 mánuðum. Aðaláherslan verður lögð á aukna þjónustu sálfræðinga. Mestu skiptir að sálfræðingarnir geti byrjað sem fyrst að taka við börnum og ungmennum, óháð því hvar þeir starfa. Markmiðið er ekki að fjölga starfsmönnum Reykjavíkur til framtíðar og því þarf að skoða vel möguleikinn á því að fara í samstarf við einkareknar sálfræðistofur og sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það er mikilvægt að bregðast hratt við þessu ástandi og leyfa vandanum ekki að vaxa. Með því er hægt að spara börnum og ungmennum mikla vanlíðan og hjálpa þeim áfram í þroska í átt að hamingjusömu lífi. Enn beðið eftir niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Það eru því miður langir biðlistar hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum, sem gerir það erfiðara fyrir foreldra að hjálpa börnunum sínum með því að koma þeim að, þrátt fyrir mikinn vilja. Kostnaðurinn við sálfræðiþjónustu skiptir þar líka máli, þar sem ríkið hefur ekki gert samninga við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera, nema fyrir liggi tilvísun vegna alvarlegrar geðhegðunar- eða þroskaröskunar barns frá greiningarteymi heilbrigðisstarfsmanna eða barnageðlækni. Við megum ekki heldur gleyma því að þó svo að við sjáum það sérstaklega í greiningum okkar að tilfinningavandi barna og unglinga hafi aukist í heimsfaraldrinum, þá hefur þessi tími reynst mjög mörgum erfiður. Þörfin eftir sálfræðiþjónustu allra aldurshópa hefur trúlegast sjaldan verið meiri. Þar þurfa heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að grípa inn í með full fjármögnuðu greiðsluþátttökukerfi, líkt og Alþingi samþykkt samhljóða fyrir rúmu ári síðan. Reykjavíkurborg eflir líka þjónustu talmeinafræðinga fyrir börn Biðlistar hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum eru líka mjög langir. Ekki bætir úr skák að Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki þjónustu talmeinafræðinga, fyrr en þeir hafa starfað í tvö ár. Því komast færri að hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum og það eykur vandann innan skólanna og lengir biðlista eftir skólaþjónustu. Við vitum að talmein hjá börnum geta verið þeim mjög þungbær og aukið á tilfinningalegan vanda þeirra. Því er það ekki síður mikilvægt að grípa fljótt inn í með þjálfun til að koma í veg fyrir annan vanda. Hugsanlega mun þessi upphæð ekki nægja til að eyða biðlistum hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Þá er mikilvægt að velferðarþjónusta og skólaþjónusta vinni saman að því að nýta önnur úrræði til að koma til móts við þarfir barna og foreldra, m.a. í gegnum nýtt verkefni sem verið er að innleiða um alla borg og kallast „Betri borg fyrir börn“. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun