Innlent

Loftrýmisgæsla hefst í næstu viku

Árni Sæberg skrifar
F-15 þotur verða notaðar við loftrýmisgæsluna.
F-15 þotur verða notaðar við loftrýmisgæsluna. Landhelgisgæsla Íslands

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar bandaríska flughersins.

Rúmlega eitt hundrað liðsmenn bandaríska flughersins taka þátt í gæslunni ásamt starfsmönnum í stjórnstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

 Flugsveitin kemur til landsins eftir helgi með fjórar F-15 orrustuþotur og hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu sjöunda til fjórtánda júlí.

Líkt og með annan erlendan liðsafla sem dvelur tímabundið hér á landi er í gildi viðbúnaður vegna sóttvarna meðan á dvöl bandarísku flugsveitarinnar stendur. Framkvæmdin er unnin í samvinnu við embætti landlæknis og aðra er að sóttvörnum koma hér á landi.

Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í umboði utanríkisráðuneytisins í samvinnu við Isavia. Loftrýmisgæslan stendur út júlímánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×