Skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþonsins liggja undir feldi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. júlí 2021 11:52 Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að venjulega taki um fimmtán þúsund manns þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Íþróttabandalags Reykjavíkur skoða nú hvernig mögulegt sé að útfæra Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka með tilliti til hertra sóttvarnaaðgerða. Reykjavíkurmaraþonið var ekki haldið á síðasta ári vegna þágildandi sóttvarnaráðstafana. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir starfsfólk Íþróttabandalagsins ennþá vera að meta stöðuna í samráði við almannavarnir. „Við erum eiginlega bara undir mjög stórum feldi með mjög mörgum að taka stöðuna á málinu.“ Reykjavíkurmaraþonið er stærsta hlaup ársins og á að fara fram þann 21. ágúst næstkomandi. Um 15 þúsund manns taka þátt í hlaupinu ár hvert en eins og kunnugt er kveða núgildandi sóttvarnaraðgerðir á um tvö hundruð manna fjöldatakmark. Núgildandi sóttvarnaraðgerðir gilda til 13. ágúst og mikil óvissa ríkir um hvað tekur við eftir það. „Við vorum ansi bjartsýn að geta haldið hlaupið í ár en við erum bara að skoða þetta. En við erum ennþá nokkuð bjartsýn.“ Reykjavíkurmaraþoninu var aflýst í fyrra sökum þágildandi sóttvarnaráðstafana. Hins vegar var blásið til átaksins Hlauptu þín leið! þar sem hlaupurum bauðst að hlaupa á eigin vegum og taka þátt í áheitasöfnun. Silja segir alls kyns teikningar vera uppi á borðunum hjá þeim en getur ekkert tjáð sig um það hvaða útfærslur það eru sem verið er að skoða. Það muni hins vegar koma í ljós von bráðar. „Draumurinn er náttúrlega að geta haldið maraþonið, af því að söfnunin skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir öll góðgerðafélögin.“ Silja segist þó ekki hafa fundið fyrir miklum áhyggjum hjá þeim hlaupurum sem hafa skráð sig til leiks í ár. „Ég held bara að fólk sé orðið ansi sjóað í þessu og viti að fólk gefur sér smá tíma til þess að taka ákvarðanir um svona hluti.“ Íþróttabandalag Reykjavíkur mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Reykjavíkurmaraþon Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Fleiri fréttir Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Sjá meira
Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir starfsfólk Íþróttabandalagsins ennþá vera að meta stöðuna í samráði við almannavarnir. „Við erum eiginlega bara undir mjög stórum feldi með mjög mörgum að taka stöðuna á málinu.“ Reykjavíkurmaraþonið er stærsta hlaup ársins og á að fara fram þann 21. ágúst næstkomandi. Um 15 þúsund manns taka þátt í hlaupinu ár hvert en eins og kunnugt er kveða núgildandi sóttvarnaraðgerðir á um tvö hundruð manna fjöldatakmark. Núgildandi sóttvarnaraðgerðir gilda til 13. ágúst og mikil óvissa ríkir um hvað tekur við eftir það. „Við vorum ansi bjartsýn að geta haldið hlaupið í ár en við erum bara að skoða þetta. En við erum ennþá nokkuð bjartsýn.“ Reykjavíkurmaraþoninu var aflýst í fyrra sökum þágildandi sóttvarnaráðstafana. Hins vegar var blásið til átaksins Hlauptu þín leið! þar sem hlaupurum bauðst að hlaupa á eigin vegum og taka þátt í áheitasöfnun. Silja segir alls kyns teikningar vera uppi á borðunum hjá þeim en getur ekkert tjáð sig um það hvaða útfærslur það eru sem verið er að skoða. Það muni hins vegar koma í ljós von bráðar. „Draumurinn er náttúrlega að geta haldið maraþonið, af því að söfnunin skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir öll góðgerðafélögin.“ Silja segist þó ekki hafa fundið fyrir miklum áhyggjum hjá þeim hlaupurum sem hafa skráð sig til leiks í ár. „Ég held bara að fólk sé orðið ansi sjóað í þessu og viti að fólk gefur sér smá tíma til þess að taka ákvarðanir um svona hluti.“ Íþróttabandalag Reykjavíkur mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum.
Reykjavíkurmaraþon Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Fleiri fréttir Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Sjá meira