Trump: Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 12:01 Konan með fjólubláa hárið, Megan Rapinoe, í leik Bandaríkjanna og Ástralíu um bronsið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hún skoraði tvö mörk í 4-3 sigri bandaríska liðsins. getty/Francois Nel Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir að Megan Rapinoe og vinstri sinnuðu brjálæðingarnir í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta hafi kostað það gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Bandaríkin töpuðu fyrir Kanada, 1-0, í undanúrslitum Ólympíuleikanna en unnu Ástralíu í leiknum um bronsið í gær, 4-3. Trump var ekki sáttur með niðurstöðuna og var alveg með það á hreinu hvað varð bandaríska liðinu að falli í Tókýó. „Ef fótboltaliðið okkar, sem er leitt af öfgahópi vinstri sinnaðra brjálæðinga, væri ekki vökult (e. woke) hefðu það unnið gull en ekki brons,“ sagði Trump. „Vökult þýðir að þú tapar, allt sem er þannig endar illa eins og gerðist fyrir fótboltaliðið okkar.“ Trump hélt því svo ranglega fram að bandarísku leikmennirnir hefðu ekki staðið meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leiki. Leikmenn krupu hins vegar á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttamisrétti. „Nokkrir ættjarðarvinir stóðu. En því miður þarf meira til þegar þú keppir fyrir hönd Bandaríkjanna. Það ætti að skipta þeim vökulu út fyrir ættjarðarvini og þá byrja þær að vinna aftur,“ sagði Trump. Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.EPA/CRISTOBAL HERRERA Forsetinn fyrrverandi sendi Rapinoe svo tóninn og sagði að hún hefði spilað skelfilega í leiknum gegn Ástralíu. Hún skoraði reyndar tvö mörk en það virðist hafa farið framhjá Trump. „Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega og eyðir of miklum tíma að hugsa um öfga vinstrið og vinnur ekki vinnuna sína,“ sagði Trump. Hann hefur áður átt í orðaskaki við Rapinoe en hann var afar ósáttur þegar hún sagðist ekki ætla að fara í heimsókn Hvíta húsið ef bandaríska liðið yrði heimsmeistari fyrir tveimur árum. Bandaríska liðið vann gullið á HM en fór ekki í heimsókn í Hvíta húsið eins og venjan er með sigurlið Bandaríkjanna í íþróttum. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Bandaríkin töpuðu fyrir Kanada, 1-0, í undanúrslitum Ólympíuleikanna en unnu Ástralíu í leiknum um bronsið í gær, 4-3. Trump var ekki sáttur með niðurstöðuna og var alveg með það á hreinu hvað varð bandaríska liðinu að falli í Tókýó. „Ef fótboltaliðið okkar, sem er leitt af öfgahópi vinstri sinnaðra brjálæðinga, væri ekki vökult (e. woke) hefðu það unnið gull en ekki brons,“ sagði Trump. „Vökult þýðir að þú tapar, allt sem er þannig endar illa eins og gerðist fyrir fótboltaliðið okkar.“ Trump hélt því svo ranglega fram að bandarísku leikmennirnir hefðu ekki staðið meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leiki. Leikmenn krupu hins vegar á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttamisrétti. „Nokkrir ættjarðarvinir stóðu. En því miður þarf meira til þegar þú keppir fyrir hönd Bandaríkjanna. Það ætti að skipta þeim vökulu út fyrir ættjarðarvini og þá byrja þær að vinna aftur,“ sagði Trump. Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.EPA/CRISTOBAL HERRERA Forsetinn fyrrverandi sendi Rapinoe svo tóninn og sagði að hún hefði spilað skelfilega í leiknum gegn Ástralíu. Hún skoraði reyndar tvö mörk en það virðist hafa farið framhjá Trump. „Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega og eyðir of miklum tíma að hugsa um öfga vinstrið og vinnur ekki vinnuna sína,“ sagði Trump. Hann hefur áður átt í orðaskaki við Rapinoe en hann var afar ósáttur þegar hún sagðist ekki ætla að fara í heimsókn Hvíta húsið ef bandaríska liðið yrði heimsmeistari fyrir tveimur árum. Bandaríska liðið vann gullið á HM en fór ekki í heimsókn í Hvíta húsið eins og venjan er með sigurlið Bandaríkjanna í íþróttum.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira