Hjól og hælisleitendur Indriði Stefánsson skrifar 25. ágúst 2021 07:01 Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól. Reiðhjólaþjófnaður er jafnframt orðið daglegt brauð og dýrari hjól gera tjónið fyrir eigandann þeim mun meira. Það sem verra er, möguleikar hans á að endurheima hjólið eru sáralitlir. Þegar leitað er til lögreglunnar ber hún fyrir sig að hafa hvorki mannskap né fjármagn til að leita að stolnum hjólum. Vilji eigandinn endurheimta hjólið er mun líklegra til árangurs að leita á samfélagsmiðlum. Það felst í því nokkuð ranglæti að lögreglan geti ekki framfylgt landslögum, sérstaklega þegar um er að ræða hjól fyrir fleiri hundruð þúsund. En skiljanlega þarf lögreglan að forgangsraða. Hún hefur ekki úr endalausum mannskap eða peningum að moða. Það er ekki síst í því ljósi sem sumum þykir undarlegt að þegar annars konar glæpir berast í tal, eins og til dæmis varsla fíkniefna, þá ber lögreglan fyrir sig að geta ekki valið að framfylgja ekki landslögum. Jafnvel þó um minniháttar vörsluskammta sé að ræða.Þetta er líka viðkvæðið þegar kemur að útlendingamálum. Fjölmörg dæmi eru um að bæði Útlendingastofnun og lögreglan brjóti lög og reglugerðir til að framfylgja úrskurðum í útlendingamálum. Nýlegasta dæmið er þegar hælisleitendur, einn af viðkvæmari hópum samfélagsins, var sviptur öllum stuðningi á kolólöglegan hátt. Skiptir það okkur engu máli af því að um útlendinga er að ræða? Allt var þetta gert í nafni réttlætis og hinnar ófrávíkjanlegu skyldu um að framfylgja landslögum. Það skýtur skökku við að lögreglan geti ákveðið að láta glæpi eins og mörg hundruð þúsunda króna reiðhjólaþjófnað eiga sig en á sama tíma sækja af hörku glæpi sem oft skaða engan nema hugsanlega gerandann sjálfan. Þá skortir ekki mannskap eða fjármagn. Ef það er ranglæti að lögreglan geti ekki brugðist við þegar hjóli er stolið en réttlæti þegar vímuefnaneytendur og hælisleitendur eru beittir hörku þá má alveg taka undir með Jóni Hreggviðssyni. Verra er þeirra réttlæti. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Flóttamenn Hjólreiðar Fíkniefnabrot Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól. Reiðhjólaþjófnaður er jafnframt orðið daglegt brauð og dýrari hjól gera tjónið fyrir eigandann þeim mun meira. Það sem verra er, möguleikar hans á að endurheima hjólið eru sáralitlir. Þegar leitað er til lögreglunnar ber hún fyrir sig að hafa hvorki mannskap né fjármagn til að leita að stolnum hjólum. Vilji eigandinn endurheimta hjólið er mun líklegra til árangurs að leita á samfélagsmiðlum. Það felst í því nokkuð ranglæti að lögreglan geti ekki framfylgt landslögum, sérstaklega þegar um er að ræða hjól fyrir fleiri hundruð þúsund. En skiljanlega þarf lögreglan að forgangsraða. Hún hefur ekki úr endalausum mannskap eða peningum að moða. Það er ekki síst í því ljósi sem sumum þykir undarlegt að þegar annars konar glæpir berast í tal, eins og til dæmis varsla fíkniefna, þá ber lögreglan fyrir sig að geta ekki valið að framfylgja ekki landslögum. Jafnvel þó um minniháttar vörsluskammta sé að ræða.Þetta er líka viðkvæðið þegar kemur að útlendingamálum. Fjölmörg dæmi eru um að bæði Útlendingastofnun og lögreglan brjóti lög og reglugerðir til að framfylgja úrskurðum í útlendingamálum. Nýlegasta dæmið er þegar hælisleitendur, einn af viðkvæmari hópum samfélagsins, var sviptur öllum stuðningi á kolólöglegan hátt. Skiptir það okkur engu máli af því að um útlendinga er að ræða? Allt var þetta gert í nafni réttlætis og hinnar ófrávíkjanlegu skyldu um að framfylgja landslögum. Það skýtur skökku við að lögreglan geti ákveðið að láta glæpi eins og mörg hundruð þúsunda króna reiðhjólaþjófnað eiga sig en á sama tíma sækja af hörku glæpi sem oft skaða engan nema hugsanlega gerandann sjálfan. Þá skortir ekki mannskap eða fjármagn. Ef það er ranglæti að lögreglan geti ekki brugðist við þegar hjóli er stolið en réttlæti þegar vímuefnaneytendur og hælisleitendur eru beittir hörku þá má alveg taka undir með Jóni Hreggviðssyni. Verra er þeirra réttlæti. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun