Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 09:00 Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum. Líkt og áður er helsti vandinn við að leiðrétta ítrekaðar missagnir frambjóðandans hvað þær eru margar. Til að þreyta lesendur ekki um of verður því stiklað á stóru og beðist velvirðingar á tvítekningu frá fyrri grein: ESB hefur sameiginlega sjávarútvegsstefnu fyrir öll aðildarríkin sem er víðtæk og taka reglur hennar m.a. til fiskveiðistjórnunar, verndunar stofna og til samninga við þriðju ríki. Allar breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru einungis ákveðnar á vettvangi ESB. Stefnan hefur tekið víðtækum breytingum gegnum tíðina enda sætir hún iðulega gagnrýni, m.a. reglan um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika. Það er óumdeilt að íslenska fiskveiðilöggjöfin stendur í vegi fyrir aðild að ESB, þar sem fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess. Gjaldið sem við Íslendingar þyrftum að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar með því að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, enda hafa engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Það yrði þá í höndum ESB að úthluta kvóta til Íslendinga eins og til annarra aðildarríkja. Miðin yrðu síðan væntanlega fljót að „fyllast af evrópskum skipum“ eftir að kvótauppboð Viðreisnar hæfust. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, oft nefnt kvótakerfið, byggir á frjálsum markaði með aflaheimildir (kvóta), þar sem handhafi kvóta getur framselt kvóta í frjálsum viðskiptum. Ríkið fær síðan greitt veiðigjald í samræmi við lög sem tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar. Hugmyndir Viðreisnar um tilraunastarfsemi með uppboð á kvóta í kjölfar innköllunar - þjóðnýtingar – felur í sér grundvallarbreytingu á íslenska kvótakerfinu með ófyrirséðum afleiðingum. Það bíður betri tíma að ávarpa hlut Íslendinga við „ákvörðunartökuborðið“ fræga í ESB og að bera saman fríverslunarnet Íslands og ESB. Ég ætla heldur ekki að saka frambjóðandann um óheiðarleika eða kalla hann ósmekklegan eða ósæmandi. Mér virðist hann einfaldlega, eins og margir af hans samflokksmönnum, vera blindaður af trúnni á ESB. Og fyrst þrautaganga Bretlands við að sleppa úr klóm sambandsins (og við evrópsk fiskiskip úr lögsögu sinni) opnar ekki augu hans, er tíma mínum e.t.v. betur varið en í þrætur við hann um þessi mál. Höfundur er hrl., aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista XD í Rvk-N fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Tengdar fréttir Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. 21. ágúst 2021 08:31 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum. Líkt og áður er helsti vandinn við að leiðrétta ítrekaðar missagnir frambjóðandans hvað þær eru margar. Til að þreyta lesendur ekki um of verður því stiklað á stóru og beðist velvirðingar á tvítekningu frá fyrri grein: ESB hefur sameiginlega sjávarútvegsstefnu fyrir öll aðildarríkin sem er víðtæk og taka reglur hennar m.a. til fiskveiðistjórnunar, verndunar stofna og til samninga við þriðju ríki. Allar breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru einungis ákveðnar á vettvangi ESB. Stefnan hefur tekið víðtækum breytingum gegnum tíðina enda sætir hún iðulega gagnrýni, m.a. reglan um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika. Það er óumdeilt að íslenska fiskveiðilöggjöfin stendur í vegi fyrir aðild að ESB, þar sem fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess. Gjaldið sem við Íslendingar þyrftum að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar með því að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, enda hafa engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Það yrði þá í höndum ESB að úthluta kvóta til Íslendinga eins og til annarra aðildarríkja. Miðin yrðu síðan væntanlega fljót að „fyllast af evrópskum skipum“ eftir að kvótauppboð Viðreisnar hæfust. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, oft nefnt kvótakerfið, byggir á frjálsum markaði með aflaheimildir (kvóta), þar sem handhafi kvóta getur framselt kvóta í frjálsum viðskiptum. Ríkið fær síðan greitt veiðigjald í samræmi við lög sem tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar. Hugmyndir Viðreisnar um tilraunastarfsemi með uppboð á kvóta í kjölfar innköllunar - þjóðnýtingar – felur í sér grundvallarbreytingu á íslenska kvótakerfinu með ófyrirséðum afleiðingum. Það bíður betri tíma að ávarpa hlut Íslendinga við „ákvörðunartökuborðið“ fræga í ESB og að bera saman fríverslunarnet Íslands og ESB. Ég ætla heldur ekki að saka frambjóðandann um óheiðarleika eða kalla hann ósmekklegan eða ósæmandi. Mér virðist hann einfaldlega, eins og margir af hans samflokksmönnum, vera blindaður af trúnni á ESB. Og fyrst þrautaganga Bretlands við að sleppa úr klóm sambandsins (og við evrópsk fiskiskip úr lögsögu sinni) opnar ekki augu hans, er tíma mínum e.t.v. betur varið en í þrætur við hann um þessi mál. Höfundur er hrl., aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista XD í Rvk-N fyrir komandi Alþingiskosningar.
Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. 21. ágúst 2021 08:31
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun