Þjóðgarður í landi tækifæranna Vilhjálmur Árnason skrifar 10. september 2021 11:31 Hálendið er okkur öllum kært af svo mörgum ástæðum. Íslenskri þjóð hefur borið gæfa til að nýta og njóta hálendisins sem á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við í dag. Það er því ótrúlegt að þurfa að standa í baráttu um afnotarétt þjóðarinnar á hálendinu. Það eru nefnilega öfl í þjóðfélaginu sem vilja loka hálendið af, koma í veg fyrir frekari orkuöflun og takmarka umgengni þar. Þetta er gert undir merkjum hálendisþjóðgarðs sem á að trekkja erlenda gesti til landsins. Hálendið stendur eitt og sér undir því að lokka til sín gesti, innlenda sem erlenda ásamt því að vera fullt af tækifærum fyrir byggðirnar í kring. Við nefnilega lifum af því að nýta land. Bændur hafa í gegnum ár og aldir nýtt hálendið til ræktunar og matvælaöflunar. Við höfum nýtt vatnsfallið af hálendinu til tekjuöflunar sem hefur nýst í uppbyggingu á öflugu velferðarsamfélagi samhliða umhverfisvænu raforkukerfi um land allt. Ferðafrelsið hefur leitt af sér nýsköpun við nýtingu hálendisins í gegnum útivist, sem dæmi. Nú flytjum við út íslenskt hugvit í breyttum jeppum sem tryggir einnig gott aðgengi að hálendinu ásamt því að skaffa björgunarsveitum okkar fyrsta flokks björgunartæki. Ferðaþjónustan hefur skipulagt og byggt upp á þeim stöðum sem voru í hættu vegna ágangs ferðamanna. Það kveður því miður við annan tón innan friðlýstra svæða, eins og þjóðgarða eða á þjóðlendum þar sem ríkið fer með forræðið. Þar gerast hlutirnir mun hægar eða bara ekki. Ágangurinn skapar skaða og er ekki gestum bjóðandi. Ríkið er því miður versti landeigandinn. Rétt er að minnast þess að nú þegar eru vel yfir 100 friðlýst svæði á Íslandi og þar af þrír þjóðgarðar. Okkur hefur tekist vel til á mörgum þeirra og ríkir mikil sátt um flestar friðlýsingarnar. Nýsamþykkt lög um nýtingu lands í opinberri eigu munu vonandi gera okkur kleift að bregðast fyrr og betur við á landi í eigu ríkisins. Við þurfum á þeim framtaksmætti að halda sem almenningur sýnir í þágu hálendisins. Það er ómælanlegt framlag sem bændur, nytjaréttarhafar, sveitarfélög, félagasamtök, atvinnulífið og almenningur leggur til við umhirðu og verndun hálendisins. Þann framtaksmátt má ekki kæfa með því að búa til bákn yfir hálendið. Orkuskipti og uppbygging græns iðnaðar í byggðum landsins eins og ylrækt, þörungarækt, gagnaver og fleira þurfa mikla orku. Hálendið er mikilvægur þáttur í þeirri orkuöflun. Þess skal getið að flestir nýir orkukostir eru í jaðri hálendisins og mun ný tækni og breyttir tímar draga verulega úr raski á landi við orkuöflun. Fólkið sem hefur verið að nýta og njóta hálendisins hefur gert okkur öll að náttúruverndarsinnum, það hefur hugsað vel um hálendið og varðveitt það vel. Bændur í krafti eignarréttarins hafa lagt ómælda vinnu í að græða upp hálendið og búa þar yfir mikilli þekkingu sem nýtist víðar. Atvinnulífið hefur byggt upp nauðsynlega innviði og gert hálendið aðgengilegt og útvistarfólk hefur tengt hálendið við hjörtu fólksins í landinu. Við þurfum ekki þjóðgarð sem hindrar alda langa reynslu okkar af því að nýta og njóta hálendisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um að það skipulag sem tryggir ofangreinda þætti og skapar hálendinu verðskuldaðan sess í landi tækifæranna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hálendið er okkur öllum kært af svo mörgum ástæðum. Íslenskri þjóð hefur borið gæfa til að nýta og njóta hálendisins sem á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við í dag. Það er því ótrúlegt að þurfa að standa í baráttu um afnotarétt þjóðarinnar á hálendinu. Það eru nefnilega öfl í þjóðfélaginu sem vilja loka hálendið af, koma í veg fyrir frekari orkuöflun og takmarka umgengni þar. Þetta er gert undir merkjum hálendisþjóðgarðs sem á að trekkja erlenda gesti til landsins. Hálendið stendur eitt og sér undir því að lokka til sín gesti, innlenda sem erlenda ásamt því að vera fullt af tækifærum fyrir byggðirnar í kring. Við nefnilega lifum af því að nýta land. Bændur hafa í gegnum ár og aldir nýtt hálendið til ræktunar og matvælaöflunar. Við höfum nýtt vatnsfallið af hálendinu til tekjuöflunar sem hefur nýst í uppbyggingu á öflugu velferðarsamfélagi samhliða umhverfisvænu raforkukerfi um land allt. Ferðafrelsið hefur leitt af sér nýsköpun við nýtingu hálendisins í gegnum útivist, sem dæmi. Nú flytjum við út íslenskt hugvit í breyttum jeppum sem tryggir einnig gott aðgengi að hálendinu ásamt því að skaffa björgunarsveitum okkar fyrsta flokks björgunartæki. Ferðaþjónustan hefur skipulagt og byggt upp á þeim stöðum sem voru í hættu vegna ágangs ferðamanna. Það kveður því miður við annan tón innan friðlýstra svæða, eins og þjóðgarða eða á þjóðlendum þar sem ríkið fer með forræðið. Þar gerast hlutirnir mun hægar eða bara ekki. Ágangurinn skapar skaða og er ekki gestum bjóðandi. Ríkið er því miður versti landeigandinn. Rétt er að minnast þess að nú þegar eru vel yfir 100 friðlýst svæði á Íslandi og þar af þrír þjóðgarðar. Okkur hefur tekist vel til á mörgum þeirra og ríkir mikil sátt um flestar friðlýsingarnar. Nýsamþykkt lög um nýtingu lands í opinberri eigu munu vonandi gera okkur kleift að bregðast fyrr og betur við á landi í eigu ríkisins. Við þurfum á þeim framtaksmætti að halda sem almenningur sýnir í þágu hálendisins. Það er ómælanlegt framlag sem bændur, nytjaréttarhafar, sveitarfélög, félagasamtök, atvinnulífið og almenningur leggur til við umhirðu og verndun hálendisins. Þann framtaksmátt má ekki kæfa með því að búa til bákn yfir hálendið. Orkuskipti og uppbygging græns iðnaðar í byggðum landsins eins og ylrækt, þörungarækt, gagnaver og fleira þurfa mikla orku. Hálendið er mikilvægur þáttur í þeirri orkuöflun. Þess skal getið að flestir nýir orkukostir eru í jaðri hálendisins og mun ný tækni og breyttir tímar draga verulega úr raski á landi við orkuöflun. Fólkið sem hefur verið að nýta og njóta hálendisins hefur gert okkur öll að náttúruverndarsinnum, það hefur hugsað vel um hálendið og varðveitt það vel. Bændur í krafti eignarréttarins hafa lagt ómælda vinnu í að græða upp hálendið og búa þar yfir mikilli þekkingu sem nýtist víðar. Atvinnulífið hefur byggt upp nauðsynlega innviði og gert hálendið aðgengilegt og útvistarfólk hefur tengt hálendið við hjörtu fólksins í landinu. Við þurfum ekki þjóðgarð sem hindrar alda langa reynslu okkar af því að nýta og njóta hálendisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um að það skipulag sem tryggir ofangreinda þætti og skapar hálendinu verðskuldaðan sess í landi tækifæranna. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar