Innlent

Hefur loks náð endan­legum sættum við ís­lenska fræða­sam­fé­lagið

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar

Forn­sagna­fræðingurinn Lars Lönnroth var gerður að heiðurs­doktor við Há­skóla Ís­land í dag. Hann segist þakk­látur fyrir að ís­lenska fræða­sam­fé­lagið hafi tekið sig í sátt og sér eftir að hafa stutt rangan mál­stað í einu mesta deilu­máli síðustu aldar.

Lars er prófessor emeritus við­ Gauta­borgar­há­skóla en hann er á­litinn frum­kvöðull á sviði ís­lenskra fræða.

Hann var að vonum sáttur með viður­kenninguna þegar frétta­stofa settist niður með honum til að fara yfir ferilinn.

„Hún skiptir mig miklu máli því ég vildi ætíð að litið væri á mig sem fræði­mann í forn­ís­lenskum fræðum," segir Lars.

Frá hægri: Torfi H. Tulinius, prófessor og deildarforseti íslensku og menningardeildar, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og heiðursdoktorinn sjálfur, Lars Lönnroth.vísir/arnar

Hann á þátt í að hafa um­bylt sýn fræði­manna á ís­lenskar forn­bók­menntir á síðustu öld með nýjum hug­myndum sínum.

Þær féllu þó ekki allar í kramið hjá ís­lenskum fræði­mönnum við þann þjóð­ernis­sinnaða tíðar­anda sem þá var uppi.

„Þegar ég hóf rann­sóknir mínar voru all­margir á Ís­landi mjög gagn­rýnir á fræða­störf mín því ég lagði á­herslu á evrópsk á­hrif á forn­ís­lenskar bók­menntir," segir Lars.

Tók ranga afstöðu í handritamálinu

Af­staða hans til hins um­deilda hand­rita­máls bætti síðan ekki úr skák.

„Auk þess varð mér á að vera á önd­verðum meiði í hand­rita­málinu snemma á sjötta ára­tugnum," segir Lars sem var tals­maður þess að hand­ritin yrðu á­fram í Kaup­manna­höfn. Hann segir það hafa verið mikil mis­tök, sem hann sér eftir í dag. Tíminn hafi leitt í ljós að hand­ritin væru mun betur nýtt og geymd hér á Ís­landi þar sem hefur skapast ríkt fræða­starf í kring um þau.

Heiðurs­nafn­bótin er honum því sér­lega kær.

„Ég er eðli­lega mjög á­nægður með að fá nú heiðurs­nafn­bótina, sem ég lít á sem merki um það að nú sé allt fallið í ljúfa löð og að sættir hafi nú náðst milli ís­lenskra fræði­manna og mín."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×