Fimm ástæður fyrir að endurtaka kosningarnar í heild sinni Katrín Oddsdóttir skrifar 30. september 2021 11:00 1. Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Mannréttindadómstóllinn þegar komist að því að kerfi þar sem þingmenn úskurði sjálfir um lögmæti kjörs síns standist ekki 3. grein I. viðauka við lögfestan Mannréttindasáttmála Evrópu. Greinin ber heitið: "Réttur til frjálsra kosninga" og í fyrra fékk Belgía á baukinn fyrir sams konar brot og það sem fyrirhugað er hér heima. Það að halda áfram þessari hröðu feygðarför í átt að broti á Mannréttindasáttmála Evrópu er afleitt. Miðað við það sem ég hef séð af skrifum lögmannsins Magnúsar Norðdahl sýnist ljóst að hann ætlar með málið alla leið, ef fram fer sem horfir. Eftir Landsréttar-auðmýkinguna í fyrra, er ömurlegt að hugsa til þess að Ísland fái annan alþjóðlegan skell fyrir að geta ekki uppfyllt kröfur réttarríkisins. Spyrja þarf strax hvernig Alþingi ætli sér að bregðast við þegar Mannréttindadómstóllinn segir það sitja í skjóli ólögmætis? 2. Sú staðreynd að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í níu ár, eykur á alvarleika brotsins gegn Mannréttindasáttmálanum sem er í uppsiglingu. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn samkvæmt fræðigreininni stjórnskipunarrétti. Ef farið hefði verið eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands væri það ekki verkefni Alþingis að ákveða hvort það sjálft væri rétt kjörið. Auk þess myndi vera hægt að skjóta niðurstöðu um lögmæti kosninga til dómstóla samkvæmt nýju stjórnarskránni en það er ekki hægt í dag. Með aðgerðaleysi sínu á stjórnarskrárbreytingum hefur Alþingi því haldið óhóflegum og óeðlilegum völdum sínum í þessu tilliti, þvert á vilja stjórnarskrárgjafans. 3. Báðar talningar í Norðvesturkjördæmi eru ónýtar því of mikill vafi leikur á því að þær séu hvor um sig réttar. Þetta þýðir að mínu mati að eina færa leiðin er að kjósa aftur í þessu kjördæmi, þannig að við erum hvort sem er að leggja af stað í nýjar kosningar með fyrirsjáanlegum töfum á að fullt og starfhæft Alþingi komi saman. 4. Brot á kosningalögum einskorðast ekki við þetta kjördæmi. Því miður. Eins og Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi þingmaður, hefur sagt frá opinberlega voru innsigli rofin á utankjörfundaratkvæðum í Reykjavík mörgum dögum fyrir kjörfund sem er óheimilt. Atkvæðin voru geymd í innsigluðum herbergjum í Reykjavík og Kópvogi en innsiglin voru rofin áður en eftirlitsmaður kom í hús, sem gerir innsiglunina merkingarlausa. Enn alvarlegri er eftirfarandi staðreynd sem fram kom í frétt Rúv um málið í gær: "Allur gangur virðist þó hafa verið á því hjá yfirkjörstjórnum hvort atkvæði voru innsigluð á meðan þær hvíldu sig eftir að hafa skilað af sér lokatölum til fjölmiðla." Með öðrum orðum var hið ólögmæta vinnulag sem viðhaft var í Norðvesturkjördæmi ekki einsdæmi. Við þetta bætist að fatlað fólk fékk ekki leynilega kosningu þar sem ekki voru tjöld fyrir kjörklefum ætluðum þeim á að minnsta kosti þremur kjörstöðum. Margir aðrir vankantar hafa verið viðraðir á kosningunum sem ganga gegn lögum. Við eigum eitt skýrt og nýlegt fordæmi um ógildingu kosningar vegna slíkra formgalla sem var ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþingskosninganna árið 2011. Það fordæmi hlýtur að eiga við hér. 5. Óheppilegar aðgerðir Landskjörstjórnar. Nú hefur komið í ljós að Ingi Tryggvason hóf sína umdeildu endurtalningu í Borgarnesi í kjölfar þess að Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar hafði við hann samband með ábendingu um það að mjótt væri á munum. Ég átta mig ekki á hvort Kristínu hefur hreinlega grunað að talningu í Borgarnesi væri svona ábótavant eða hvað henni gekk annars til með ábendingunni. Ekki liggur fyrir að sams konar ábending hafi farið til Suðurkjördæmis þar sem einnig var mjótt á munum. Þessi afskipti finnast mér mjög óheppileg og undarlegt hvers vegna fjölmiðlar hafa ekki hoggið meira eftir ástæðu þeirra. Þegar Landskjörstjórn kallar svo á skýrslur um framkvæmd kosninga úr öllum kjördæmum tryggir hún ekki að umboðsmenn flokka, sem eru formlegir eftirlitsmenn með kosningunum, fái aðkomu né aðgang að þeim skýrslum sem frá kjörstjórnum koma. Það er einkennilegt að hafa þá sem eftirlitsskyldu bera ekki með í slíku verkefni.Að hætti hinnar séríslensku leyndarhyggju varðist svo Landskjörstjórn fimlega efnislegum útskýringum á afstöðu sinni þegar fjölmiðlar reyndu að varpa ljósi á nákvæmlega hvers vegna hún hefði komist að þeirri niðurstöður að ekki hefði borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um fullnægjandi meðferð kjörgagna. Nú situr svo Landskjörstjórn uppi með það verkefni að velja hvor fimmmeningahópurinn sest á þing þar sem ákvörðunum lögmæti kosninganna verður svo tekin. Þannig er Landskjörstjórn komin ansi mörgum megin borðsins finnst mér. *** Það að grafa undan trausti almennings á kosningaframkvæmd er alvarlegur hlutur að mínu mati. Öll opinber kerfi hvíla jú fyrst og fremst á trausti. Hins vegar er hreinskilni forsenda trausts og þess vegna verðum við að hafa hugrekki til að horfast í augu við þessa alvarlegu stöðu sem upp er komin og íhuga alvarlega hvort það sé ekki happasælast fyrir okkur sem þjóð að endurtaka hreinlega alþingiskosningarnar í heild sinni. Mín tilfinning er sú að annars muni þessi deila vinda upp á sig út í hið óendanlega, okkur öllum og lýðræðinu okkar til ills. Höfundur er lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Stjórnarskrá Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
1. Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Mannréttindadómstóllinn þegar komist að því að kerfi þar sem þingmenn úskurði sjálfir um lögmæti kjörs síns standist ekki 3. grein I. viðauka við lögfestan Mannréttindasáttmála Evrópu. Greinin ber heitið: "Réttur til frjálsra kosninga" og í fyrra fékk Belgía á baukinn fyrir sams konar brot og það sem fyrirhugað er hér heima. Það að halda áfram þessari hröðu feygðarför í átt að broti á Mannréttindasáttmála Evrópu er afleitt. Miðað við það sem ég hef séð af skrifum lögmannsins Magnúsar Norðdahl sýnist ljóst að hann ætlar með málið alla leið, ef fram fer sem horfir. Eftir Landsréttar-auðmýkinguna í fyrra, er ömurlegt að hugsa til þess að Ísland fái annan alþjóðlegan skell fyrir að geta ekki uppfyllt kröfur réttarríkisins. Spyrja þarf strax hvernig Alþingi ætli sér að bregðast við þegar Mannréttindadómstóllinn segir það sitja í skjóli ólögmætis? 2. Sú staðreynd að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í níu ár, eykur á alvarleika brotsins gegn Mannréttindasáttmálanum sem er í uppsiglingu. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn samkvæmt fræðigreininni stjórnskipunarrétti. Ef farið hefði verið eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands væri það ekki verkefni Alþingis að ákveða hvort það sjálft væri rétt kjörið. Auk þess myndi vera hægt að skjóta niðurstöðu um lögmæti kosninga til dómstóla samkvæmt nýju stjórnarskránni en það er ekki hægt í dag. Með aðgerðaleysi sínu á stjórnarskrárbreytingum hefur Alþingi því haldið óhóflegum og óeðlilegum völdum sínum í þessu tilliti, þvert á vilja stjórnarskrárgjafans. 3. Báðar talningar í Norðvesturkjördæmi eru ónýtar því of mikill vafi leikur á því að þær séu hvor um sig réttar. Þetta þýðir að mínu mati að eina færa leiðin er að kjósa aftur í þessu kjördæmi, þannig að við erum hvort sem er að leggja af stað í nýjar kosningar með fyrirsjáanlegum töfum á að fullt og starfhæft Alþingi komi saman. 4. Brot á kosningalögum einskorðast ekki við þetta kjördæmi. Því miður. Eins og Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi þingmaður, hefur sagt frá opinberlega voru innsigli rofin á utankjörfundaratkvæðum í Reykjavík mörgum dögum fyrir kjörfund sem er óheimilt. Atkvæðin voru geymd í innsigluðum herbergjum í Reykjavík og Kópvogi en innsiglin voru rofin áður en eftirlitsmaður kom í hús, sem gerir innsiglunina merkingarlausa. Enn alvarlegri er eftirfarandi staðreynd sem fram kom í frétt Rúv um málið í gær: "Allur gangur virðist þó hafa verið á því hjá yfirkjörstjórnum hvort atkvæði voru innsigluð á meðan þær hvíldu sig eftir að hafa skilað af sér lokatölum til fjölmiðla." Með öðrum orðum var hið ólögmæta vinnulag sem viðhaft var í Norðvesturkjördæmi ekki einsdæmi. Við þetta bætist að fatlað fólk fékk ekki leynilega kosningu þar sem ekki voru tjöld fyrir kjörklefum ætluðum þeim á að minnsta kosti þremur kjörstöðum. Margir aðrir vankantar hafa verið viðraðir á kosningunum sem ganga gegn lögum. Við eigum eitt skýrt og nýlegt fordæmi um ógildingu kosningar vegna slíkra formgalla sem var ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþingskosninganna árið 2011. Það fordæmi hlýtur að eiga við hér. 5. Óheppilegar aðgerðir Landskjörstjórnar. Nú hefur komið í ljós að Ingi Tryggvason hóf sína umdeildu endurtalningu í Borgarnesi í kjölfar þess að Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar hafði við hann samband með ábendingu um það að mjótt væri á munum. Ég átta mig ekki á hvort Kristínu hefur hreinlega grunað að talningu í Borgarnesi væri svona ábótavant eða hvað henni gekk annars til með ábendingunni. Ekki liggur fyrir að sams konar ábending hafi farið til Suðurkjördæmis þar sem einnig var mjótt á munum. Þessi afskipti finnast mér mjög óheppileg og undarlegt hvers vegna fjölmiðlar hafa ekki hoggið meira eftir ástæðu þeirra. Þegar Landskjörstjórn kallar svo á skýrslur um framkvæmd kosninga úr öllum kjördæmum tryggir hún ekki að umboðsmenn flokka, sem eru formlegir eftirlitsmenn með kosningunum, fái aðkomu né aðgang að þeim skýrslum sem frá kjörstjórnum koma. Það er einkennilegt að hafa þá sem eftirlitsskyldu bera ekki með í slíku verkefni.Að hætti hinnar séríslensku leyndarhyggju varðist svo Landskjörstjórn fimlega efnislegum útskýringum á afstöðu sinni þegar fjölmiðlar reyndu að varpa ljósi á nákvæmlega hvers vegna hún hefði komist að þeirri niðurstöður að ekki hefði borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um fullnægjandi meðferð kjörgagna. Nú situr svo Landskjörstjórn uppi með það verkefni að velja hvor fimmmeningahópurinn sest á þing þar sem ákvörðunum lögmæti kosninganna verður svo tekin. Þannig er Landskjörstjórn komin ansi mörgum megin borðsins finnst mér. *** Það að grafa undan trausti almennings á kosningaframkvæmd er alvarlegur hlutur að mínu mati. Öll opinber kerfi hvíla jú fyrst og fremst á trausti. Hins vegar er hreinskilni forsenda trausts og þess vegna verðum við að hafa hugrekki til að horfast í augu við þessa alvarlegu stöðu sem upp er komin og íhuga alvarlega hvort það sé ekki happasælast fyrir okkur sem þjóð að endurtaka hreinlega alþingiskosningarnar í heild sinni. Mín tilfinning er sú að annars muni þessi deila vinda upp á sig út í hið óendanlega, okkur öllum og lýðræðinu okkar til ills. Höfundur er lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar