Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 23-24 | Gestirnir unnu nauman sigur á Seltjarnarnesi Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 11. október 2021 19:30 Fram vann eins marks sigur á Seltjarnarnesi. vísir/Hulda Margrét Fram kom sér upp í fjórða sæti Olís deildar karla eftir eins marks sigur á Gróttu 24-23 í Hertz-höllinni fyrr í kvöld. Grótta er enn án stiga eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Vert er að taka fram að vegna óboðlegrar nettengingar í Hertz-höllinni var því miður ekki hægt að vera með beina textalýsingu. Leikurinn var virkilega kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á því að ná forystu. Segja má að ágætis jafnræði hafi verið ríkjandi allan leikinn en klaufaskapur einkenndi spilamennsku beggja liða. Fram byrjaði leikinn á forystu en eftir gott áhlaup Gróttu voru liðin jöfn eftir tíu mínútna leik. Grótta náði síðan forystunni eftir að spilamennskunni hafi batnað til muna. Fram átti þar með örfáar slæmar mínútur þar sem skot komu upp úr engu og klaufavillur voru í hámarki. Grótta komst í þriggja marka forystu þegar um þrettán mínútur voru liðnar af leiknum en hún hélst ekki lengi þar sem Fram tókst að jafna örfáum mínútum síðar. Einar Jónsson var farinn að láta Arnór Mána hita sig upp fyrir mark Fram sem var nóg til þess að Valtýr Már fór að verja á fullu fyrir sitt lið. Lárus Helgi hitaði upp fyrir leikinn en tekin var ákvörðun um að hann myndi ekki spila þar sem hann er að glíma við meiðsli. Þegar tæpar 20 mínútur voru liðnar af leiknum var Maksim Akbachev farinn að láta hálfan varamannabekk Gróttu hita upp til vonar um að liðið myndi lifna við. Fram hélt áfram að halda forskoti og var komið í fjögurra marka forskot þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Maksim og Arnar Daði taka þá leikhlé þar sem eitthvað rétt var sagt því Gróttu tókst að minnka muninn í tvö mörk þegar flautað var til hálfleiks. Lítið átti sér stað í upphafi síðari hálfleiks en jafnræðið hélt þó áfram. Gróttu tókst að jafna í 14-14 en sú staða breytist fljótt Fram í vil. Í raun má segja að sami eltingaleikur og átti sér stað í fyrri hálfleik hafi haldið áfram í þeim seinni. Fram tókst að auka muninn í þrjú mörk og Gróttu tókst að jafna örfáum mínútum síðar. Spilamennska beggja liða fór að slaka þegar líða fór á síðari hálfleik og vantaði allt líf í leikmennina á vellinum, sem varð til þess að við fengum að lýta um sjö mínútur af markalausum leik. Fram átti frumkvæðið af því að skora og fylgdi mark Gróttu stuttu seinna. En spilamennskan var ennþá nokkuð glórulaus og mátti halda að leikmönnum hafi fundist leiðinlegt að vera þarna. Liðin skiptust á sóknum þar sem mikið var um skot upp úr engu eða töpuðum boltum. Staðan var jöfn 19-19 þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Fram hafði skipt um markmann og hafði Grótta breytt vörn sinni í 5 -1. Líkt og í byrjun voru Fram alltaf einu skrefi á undan og tókst Gróttu að jafna í næstu sókn á eftir. Þegar ein mínúta var í að flautað yrði til leiksloka fékk Grótta dauðafæri á línunni sem Fram tókst að verja. Fram hins vegar tókst ekki að skora hinum megin sem þýddi að Grótta átti ennþá séns. En allt kom fyrir ekki og rann leiktíminn út. Fram með eins marks sigur, 24-23. Af hverju vann Fram? Í raun og veru hefði leikurinn getað endað á alla vegu. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og var Grótta virkilega nálægt því að jafna undir lokin. Fram var þó með forystu meiri hluta leiksins sem var lykillinn að sigrinum. Um miðjan fyrri hálfleik fór markvarsla Fram að batna sem nýttist þeim vel í leiknum. Heilt yfir var spilamennska Fram örlítið betri en spilamennska Gróttu. Hverjir stóðu upp úr? Markahæstur í liði Gróttu var Igor Mrsulja með sex mörk. Birgir Steinn átti einnig fínan leik fyrir Gróttu í dag en hann skapaði mörg færi fyrir sitt lið. Hann var mikilvægasti leikmaðurinn í vörn Gróttu. Í liði Fram var Vilhelm Poulsen markahæstur með sex mörk. Breki Dagsson kom þar á eftir með fimm mörk. Valtýr Már varði marga flotta bolta í markinu og þegar á reyndi þá átti hann vörslur sem skiptu miklu máli fyrir niðurstöður leiksins. Hvað gekk illa? Hvað gekk ekki illa? Hreint út sagt þá vantaði eitthvað í alla þætti sem hægt er að fara inn á. Spilamennska beggja liða var ábótavant og var varnarleikurinn það einnig. Þrátt fyrir mörg góð áhlaup báðum megin þá misstu bæði liðin alltaf forskotið. Leikgleði var einnig eitthvað sem var ekki til staðar inni á vellinum. Hvað gerist næst? Á laugardaginn mætir Fram liði HK á heimavelli. Degi seinna mun Grótta gera sér ferð í Mosfellsbæinn þar sem þeir mæta Aftureldingu. Ég vissi það að þetta yrði engir stórsigrar, sama í hvora áttina sem það yrði Einar Jónsson, þjálfari Fram.Vísir/Hulda Margrét „Það er hrikalega ljúft að ná að klára þetta og vinna þetta. Við leiðum stærstan hluta leiksins og mér fannst þetta ótrúlega góður sigur. Þetta er gróttulið er virkilega gott og vel skipulagt. Það er erfitt að spila á móti þeim. Ég tek þessum tveimur stigum sem himnasendingu.“ „Mér fannst við spila ágætlega hérna í dag. Við erum að koma okkur í fínar stöður. Mér fannst vörnin líka fín. Mér fannst vanta mikið, þegar við vorum til dæmis komnir þremur mörkum yfir, þá vorum við að missa þetta niður. Fara með dauðafæri og einhver klikk á skotum. Ég hélt að þetta ætti að vera saga leiksins þegar við klikkuðum á síðasta skotinu, þá hugsaði ég bara djöfullinn, jæja. En við náðum að sigla þessu heim.“ „Þetta var mjög kaflaskipt, Gróttan eru ótrúlega flottir og það er erfitt að spila á móti þeim Þeir eru skynsamir og agaðir. Ég vissi það að þetta yrði engir stórsigrar, sama í hvora áttina sem það yrði.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Grótta Fram Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Vert er að taka fram að vegna óboðlegrar nettengingar í Hertz-höllinni var því miður ekki hægt að vera með beina textalýsingu. Leikurinn var virkilega kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á því að ná forystu. Segja má að ágætis jafnræði hafi verið ríkjandi allan leikinn en klaufaskapur einkenndi spilamennsku beggja liða. Fram byrjaði leikinn á forystu en eftir gott áhlaup Gróttu voru liðin jöfn eftir tíu mínútna leik. Grótta náði síðan forystunni eftir að spilamennskunni hafi batnað til muna. Fram átti þar með örfáar slæmar mínútur þar sem skot komu upp úr engu og klaufavillur voru í hámarki. Grótta komst í þriggja marka forystu þegar um þrettán mínútur voru liðnar af leiknum en hún hélst ekki lengi þar sem Fram tókst að jafna örfáum mínútum síðar. Einar Jónsson var farinn að láta Arnór Mána hita sig upp fyrir mark Fram sem var nóg til þess að Valtýr Már fór að verja á fullu fyrir sitt lið. Lárus Helgi hitaði upp fyrir leikinn en tekin var ákvörðun um að hann myndi ekki spila þar sem hann er að glíma við meiðsli. Þegar tæpar 20 mínútur voru liðnar af leiknum var Maksim Akbachev farinn að láta hálfan varamannabekk Gróttu hita upp til vonar um að liðið myndi lifna við. Fram hélt áfram að halda forskoti og var komið í fjögurra marka forskot þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Maksim og Arnar Daði taka þá leikhlé þar sem eitthvað rétt var sagt því Gróttu tókst að minnka muninn í tvö mörk þegar flautað var til hálfleiks. Lítið átti sér stað í upphafi síðari hálfleiks en jafnræðið hélt þó áfram. Gróttu tókst að jafna í 14-14 en sú staða breytist fljótt Fram í vil. Í raun má segja að sami eltingaleikur og átti sér stað í fyrri hálfleik hafi haldið áfram í þeim seinni. Fram tókst að auka muninn í þrjú mörk og Gróttu tókst að jafna örfáum mínútum síðar. Spilamennska beggja liða fór að slaka þegar líða fór á síðari hálfleik og vantaði allt líf í leikmennina á vellinum, sem varð til þess að við fengum að lýta um sjö mínútur af markalausum leik. Fram átti frumkvæðið af því að skora og fylgdi mark Gróttu stuttu seinna. En spilamennskan var ennþá nokkuð glórulaus og mátti halda að leikmönnum hafi fundist leiðinlegt að vera þarna. Liðin skiptust á sóknum þar sem mikið var um skot upp úr engu eða töpuðum boltum. Staðan var jöfn 19-19 þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Fram hafði skipt um markmann og hafði Grótta breytt vörn sinni í 5 -1. Líkt og í byrjun voru Fram alltaf einu skrefi á undan og tókst Gróttu að jafna í næstu sókn á eftir. Þegar ein mínúta var í að flautað yrði til leiksloka fékk Grótta dauðafæri á línunni sem Fram tókst að verja. Fram hins vegar tókst ekki að skora hinum megin sem þýddi að Grótta átti ennþá séns. En allt kom fyrir ekki og rann leiktíminn út. Fram með eins marks sigur, 24-23. Af hverju vann Fram? Í raun og veru hefði leikurinn getað endað á alla vegu. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og var Grótta virkilega nálægt því að jafna undir lokin. Fram var þó með forystu meiri hluta leiksins sem var lykillinn að sigrinum. Um miðjan fyrri hálfleik fór markvarsla Fram að batna sem nýttist þeim vel í leiknum. Heilt yfir var spilamennska Fram örlítið betri en spilamennska Gróttu. Hverjir stóðu upp úr? Markahæstur í liði Gróttu var Igor Mrsulja með sex mörk. Birgir Steinn átti einnig fínan leik fyrir Gróttu í dag en hann skapaði mörg færi fyrir sitt lið. Hann var mikilvægasti leikmaðurinn í vörn Gróttu. Í liði Fram var Vilhelm Poulsen markahæstur með sex mörk. Breki Dagsson kom þar á eftir með fimm mörk. Valtýr Már varði marga flotta bolta í markinu og þegar á reyndi þá átti hann vörslur sem skiptu miklu máli fyrir niðurstöður leiksins. Hvað gekk illa? Hvað gekk ekki illa? Hreint út sagt þá vantaði eitthvað í alla þætti sem hægt er að fara inn á. Spilamennska beggja liða var ábótavant og var varnarleikurinn það einnig. Þrátt fyrir mörg góð áhlaup báðum megin þá misstu bæði liðin alltaf forskotið. Leikgleði var einnig eitthvað sem var ekki til staðar inni á vellinum. Hvað gerist næst? Á laugardaginn mætir Fram liði HK á heimavelli. Degi seinna mun Grótta gera sér ferð í Mosfellsbæinn þar sem þeir mæta Aftureldingu. Ég vissi það að þetta yrði engir stórsigrar, sama í hvora áttina sem það yrði Einar Jónsson, þjálfari Fram.Vísir/Hulda Margrét „Það er hrikalega ljúft að ná að klára þetta og vinna þetta. Við leiðum stærstan hluta leiksins og mér fannst þetta ótrúlega góður sigur. Þetta er gróttulið er virkilega gott og vel skipulagt. Það er erfitt að spila á móti þeim. Ég tek þessum tveimur stigum sem himnasendingu.“ „Mér fannst við spila ágætlega hérna í dag. Við erum að koma okkur í fínar stöður. Mér fannst vörnin líka fín. Mér fannst vanta mikið, þegar við vorum til dæmis komnir þremur mörkum yfir, þá vorum við að missa þetta niður. Fara með dauðafæri og einhver klikk á skotum. Ég hélt að þetta ætti að vera saga leiksins þegar við klikkuðum á síðasta skotinu, þá hugsaði ég bara djöfullinn, jæja. En við náðum að sigla þessu heim.“ „Þetta var mjög kaflaskipt, Gróttan eru ótrúlega flottir og það er erfitt að spila á móti þeim Þeir eru skynsamir og agaðir. Ég vissi það að þetta yrði engir stórsigrar, sama í hvora áttina sem það yrði.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Grótta Fram Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira