Erlent

„Sann­kölluð flóð­bylgja af hrauni“

Þorgils Jónsson skrifar
Mikil virkni hefur verið á eldstöðvunum á La Palma að undanförnu. Þessi glæsilega gervihnattamynd var tekin í gær.
Mikil virkni hefur verið á eldstöðvunum á La Palma að undanförnu. Þessi glæsilega gervihnattamynd var tekin í gær. Mynd/EPA

Jarðskjálfti að styrkleika 4,5 reið yfir eyjuna La Palma fyrr í dag. Þetta er annar skjálftinn af þessari stærð síðustu tvo daga.

Gríðarlegt hraunrennsli hefur verið undanfarið úr eldstöðvunum í Cumbre Vieja sem hafa nú gosið í tæpan mánuð.

Tveir gígar eru á fjallinu. Fyrsti gígurinn er nú nær kulnaður en sá nýrri er afar virkur.

AP hefur eftir jarðvísindafólki að þarna færi „sannkölluð flóðbylgja af hrauni“. Ástandið sést vel hér að neðan í myndbandi frá AP.

Klippa: Hraunflóð á LA Palma

300 hús voru rýmd á eyjunni í gær og hafa um 1.200 manns þurft að flýja heimili sín í vikunni vegna eldsumbrotanna. Alls hafa um 7.000 manns þurft að flýja að heiman frá upphafi gossins, að sögn yfirvalda.

Engan hefur þó enn sakað.

300 íbúðir voru rýmdar á La Palma í gær. Alls hafa um 7.000 manns flúið heimili sín frá upphafi eldsumbrotanna en engan hefur þó enn sakað.Mynd/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×