Handbolti

Einar Jónsson: Við unnum og það skiptir máli

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Einar Jónsson var sáttur með stigin tvö í dag.
Einar Jónsson var sáttur með stigin tvö í dag. Vísir/Hulda Margrét

Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, var að vonum sáttur með sigur á HK er liðin mættust í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Hörkuleikur sem endaði með sigri Fram. Lokatölur 27-25. 

„Mér líður mjög vel að hafa náð að vinna þennan leik. Ég er mjög glaður með það, það er bara svoleiðis. Mér fannst HK virkilega góðir í dag en við náum að sigla þessu heim, sem er jákvætt.“

Aðspurður hvort leikurinn hafi spilast eins og lagt var upp með fyrir leik sagði Einar þetta:

„Mér fannst frammistaðan ágæt á köflum. Við vorum komnir með þetta upp í fjögur mörk í tvígang. Ég hefði viljað sjá okkur aðeins beittari þá. Þá förum við með mjög góð færi, á þessum kafla, um miðjan seinni hálfleik og þá fannst mér við hefðum getað verið meira sannfærandi. Við hleypum þeim inn í leikinn og þeir gera vel að koma sér inn í leikinn. Það er bara strögl loka mínúturnar en ég er þakklátur fyrir að vinna.“

Framarar voru með yfirhöndina bróðurpart leiksins en HK jöfnuðu leikinn á lokamínútunum og hefði þetta getað fallið með HK, um stund. 

„Ég hef alltaf trú á okkur. En auðvitað gat þetta farið í báðar áttir. Þetta var svona, við vorum smá heppnir og þeir smá óheppnir. Það er eins og gengur og gerist í þessu. HK voru flottir í dag fannst mér en við unnum og það skiptir máli.“

Næsti leikur er á móti Víking, sunnudaginn 24. október kl. 18:00

„Það er frí á mogun og svo tökum við stöðuna á því. Við vorum með fullan fókus á þessum leik en auðvitað ætlum við að reyna sækja tvö stig. Við þurfum að fara í það núna, við höfum alla næstu viku til að undirbúa okkur vel fyrir það og við gerum það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×