Beiðnum um leit að börnum og ungmennum fjölgaði í september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2021 20:14 Beiðnum um leit að týndum börnum og unglingum fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu í september miðað við mánuðinn á undan. Vísir/Vilhelm Talsverð aukning varð á beiðnum um leit að börnum og ungmennum sem bárust lögreglu í september en mánuðina þrjá á undan. Hegningarlagabrotum fækkaði hins vegar á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir septembermánuð. 808 hegningarlagabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í september og fækkaði þeim nokkuð á milli mánaða. Aukning varð þó í einhverjum flokkum, til dæmis fjölgaði tilkynningum um þjófnað sem og tilkynningum um innbrot á milli mánaða. Það sem af er ári hafa borist um níu prósent fleiri tilkynningar um þjófnað en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan. Þá bárust alls 106 tilkynningar um ofbeldisbrot í september og beindust níu þeirra að lögreglumönnum. Fleiri slík tilvik hafa ekki verið skráð síðan í maímánuði síðasta árs. Heimilisofbeldistilkynningar voru svipað margar og bárust í ágúst en alls voru 56 tilkynningar um slíkt skráðar í september. Það sem af er ári hafa borist um ellefu prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Færri umferðarlagabrot en síðustu þrjú ár Alls bárust 21 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í september og fjölgaði þessum beiðnum töluvert miðað við fjölda beiðna síðustu þrjá mánuði á undan. Tilkynningum um eignarspjöll fjölgaði einnig milli mánaða sem og tilkynningum um nytjastuld á vélknúnum ökutækjum. Fíkniefnalagabrotum sem skráð voru hjá lögreglu fjölgaði á milli mánaða og voru þrjú stórfelld fíkniefnabrot skráð í síðasta mánuði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru álíka margar og í ágúst en tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur fjölgaði á milli mánaða. Þá voru 650 umferðarlagabrot skráð hjá lögreglunni, að aðskildum þeim sem náðust á hraðamyndavélum. Það sem af er ári hafa verið skráð um 29 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan. Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Lögreglumál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir septembermánuð. 808 hegningarlagabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í september og fækkaði þeim nokkuð á milli mánaða. Aukning varð þó í einhverjum flokkum, til dæmis fjölgaði tilkynningum um þjófnað sem og tilkynningum um innbrot á milli mánaða. Það sem af er ári hafa borist um níu prósent fleiri tilkynningar um þjófnað en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan. Þá bárust alls 106 tilkynningar um ofbeldisbrot í september og beindust níu þeirra að lögreglumönnum. Fleiri slík tilvik hafa ekki verið skráð síðan í maímánuði síðasta árs. Heimilisofbeldistilkynningar voru svipað margar og bárust í ágúst en alls voru 56 tilkynningar um slíkt skráðar í september. Það sem af er ári hafa borist um ellefu prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Færri umferðarlagabrot en síðustu þrjú ár Alls bárust 21 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í september og fjölgaði þessum beiðnum töluvert miðað við fjölda beiðna síðustu þrjá mánuði á undan. Tilkynningum um eignarspjöll fjölgaði einnig milli mánaða sem og tilkynningum um nytjastuld á vélknúnum ökutækjum. Fíkniefnalagabrotum sem skráð voru hjá lögreglu fjölgaði á milli mánaða og voru þrjú stórfelld fíkniefnabrot skráð í síðasta mánuði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru álíka margar og í ágúst en tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur fjölgaði á milli mánaða. Þá voru 650 umferðarlagabrot skráð hjá lögreglunni, að aðskildum þeim sem náðust á hraðamyndavélum. Það sem af er ári hafa verið skráð um 29 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.
Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Lögreglumál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira