Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 11:51 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni eins og eflaust flestir gera. Getty/Jakub Porzycki Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. „Undanfarið hafa verið í fréttum brunar í rafhlöðum rafhlaupahjóla. Svo virðist sem bæði hafi kviknað í rafhlöðu í hleðslu og annarri sem ekki var í hleðslu,“ segir í tilkynningu á vef HMS. Greint var frá því 17. september síðastliðinn að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli, sem var í hleðslu í íbúð við Bríetartún í Reykjavík. Töluverður eldur kom upp í íbúðinni og varaði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, í kjölfarið við því að fólk hefði slík raftæki í hleðslu inni í íbúðum sínum. Sagði hann jafnframt að nokkrum sinnum hafi slökkvilið verið kallað út vegna elds sem hafi kviknað út frá rafhlaupahjólum og rafhjólum. Eldur hafi þó einnig kviknað út frá minni tækjum eins og farsímum sem hafi verið í hleðslu uppi í rúmi. Í tilkynningu HMS segir að jafnvel hafi komið upp brunar eða jafnvel sprengingar í rafhlöðum ýmissa tækja, til dæmis farsíma, rafretta, spjaldtölva og svifbretta. „Ofangreind tæki og fleiri nota liþíum jóna rafhlöður (Li-ion) sem orkugjafa. Þessi gerð rafhlöðu er valin til notkunar í tækjum vegna ótvíræðra kosta sem hún hefur, en hún hefur einnig nokkra ókosti og því þarf að hafa varann á við meðferð þessara tækja/rafhlaða,“ segir í tilkynningunni. Þar er nefnt að kostir slíkra rafhlaða séu meðal annars að auðvelt sé að hlaða þær við lágan straum, þær séu léttar og geymi mikla orku, þoli margar hleðslur og afhleðslur og haldi orku mjög vel. Ókostir séu þó nokkrir, þar á meðal að rafhlöðurnar séu viðkvæmar fyrir höggum, frosti og háum hita. Þá þurfi að vanda rafrás til að stýra straumi og spennu, og rafhlöðurnar geti gefið frá sér brennanlegar lofttegundir. Þær geti þá jafnvel sprungið og erfitt geti reynst að slökkva í þeim eld. Fólk er þá hvatt til að hlaða tæki með slíkum rafhlöðum ekki þegar allir eru sofandi eða þegar enginn er til staðar. Hleðslubúnaður sem fylgi tækjunum sé notaður, gætt sé að því að rafhlaða og hleðslutæki séu á flötu óbrennanlegu undirlagi, engin brennanleg efni séu nálægt og ekki sé breitt yfir tækið eða hleðslubúnað. Þá séu tækin hlaðin í rýmum þar sem reykskynjari er til staðar, tækin séu ekki hlaðin í frosti eða miklum hita og skemmd rafhlaða sé aldrei hlaðin. Slökkvilið Rafrettur Rafhlaupahjól Tækni Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Undanfarið hafa verið í fréttum brunar í rafhlöðum rafhlaupahjóla. Svo virðist sem bæði hafi kviknað í rafhlöðu í hleðslu og annarri sem ekki var í hleðslu,“ segir í tilkynningu á vef HMS. Greint var frá því 17. september síðastliðinn að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli, sem var í hleðslu í íbúð við Bríetartún í Reykjavík. Töluverður eldur kom upp í íbúðinni og varaði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, í kjölfarið við því að fólk hefði slík raftæki í hleðslu inni í íbúðum sínum. Sagði hann jafnframt að nokkrum sinnum hafi slökkvilið verið kallað út vegna elds sem hafi kviknað út frá rafhlaupahjólum og rafhjólum. Eldur hafi þó einnig kviknað út frá minni tækjum eins og farsímum sem hafi verið í hleðslu uppi í rúmi. Í tilkynningu HMS segir að jafnvel hafi komið upp brunar eða jafnvel sprengingar í rafhlöðum ýmissa tækja, til dæmis farsíma, rafretta, spjaldtölva og svifbretta. „Ofangreind tæki og fleiri nota liþíum jóna rafhlöður (Li-ion) sem orkugjafa. Þessi gerð rafhlöðu er valin til notkunar í tækjum vegna ótvíræðra kosta sem hún hefur, en hún hefur einnig nokkra ókosti og því þarf að hafa varann á við meðferð þessara tækja/rafhlaða,“ segir í tilkynningunni. Þar er nefnt að kostir slíkra rafhlaða séu meðal annars að auðvelt sé að hlaða þær við lágan straum, þær séu léttar og geymi mikla orku, þoli margar hleðslur og afhleðslur og haldi orku mjög vel. Ókostir séu þó nokkrir, þar á meðal að rafhlöðurnar séu viðkvæmar fyrir höggum, frosti og háum hita. Þá þurfi að vanda rafrás til að stýra straumi og spennu, og rafhlöðurnar geti gefið frá sér brennanlegar lofttegundir. Þær geti þá jafnvel sprungið og erfitt geti reynst að slökkva í þeim eld. Fólk er þá hvatt til að hlaða tæki með slíkum rafhlöðum ekki þegar allir eru sofandi eða þegar enginn er til staðar. Hleðslubúnaður sem fylgi tækjunum sé notaður, gætt sé að því að rafhlaða og hleðslutæki séu á flötu óbrennanlegu undirlagi, engin brennanleg efni séu nálægt og ekki sé breitt yfir tækið eða hleðslubúnað. Þá séu tækin hlaðin í rýmum þar sem reykskynjari er til staðar, tækin séu ekki hlaðin í frosti eða miklum hita og skemmd rafhlaða sé aldrei hlaðin.
Slökkvilið Rafrettur Rafhlaupahjól Tækni Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira