Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. október 2021 13:18 Díana Jóhannsdóttir hjá áfangastofu Vestfjarða segir mikilvægt að uppbygging á Vestfjörðum sé í takt við eftirspurn. Vísir/Samsett Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. Vestfirðir hafa í gegnum tíðina verið tilnefndir inn á alls konar lista yfir rómaða ferðamannastaði og vakti til að mynda Vestfjarðarleiðin, sem opnaði í fyrra, mikla athygli. Díana Jóhannsdóttir hjá áfangastofu Vestfjarða segir þó að viðurkenning Lonely Planet sé sú stærsta sem þau hafa fengið. „Það er auðvitað ótrúlega gaman að fá svona mikla viðurkenningu og þetta mun sennilega nýtast okkur næstu árin fyrir Vestfirði, þannig það er mikil gleði hérna hjá okkur fyrir vestan,“ segir Díana. Samkvæmt upplýsingum frá Mælaborði ferðaþjónustunnar voru 28 gististaðir með 673 gistirúmum á Vestfjörðum á síðasta tímabili, færri en í öllum öðrum landshlutum. Vestfirðir eru nú á leið inn á stærri markað en áður eftir að hafa legið að mestu undir feld síðastliðin tvö ár. Díana segir Vestfirði þó ráða við stöðuna núna. „Við gerum það svo sannarlega en það er alveg ljóst að við verðum að fara að sjá aukna fjárfestingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum,“ segir Díana. „Lengi var tímabilið mjög stutt hérna á Vestfjörðum, það voru aðallega hérna ferðamenn yfir hásumarið, en það er svo sannarlega að breytast og við verðum að tryggja að innviðirnir byggist upp í takt við þessa eftirspurn.“ Engin stór verkefni eru í pípunum um þessar mundir á Vestfjörðum en að sögn Díönu er aðallega verið að bæta þær aðstöður sem fyrir voru. Stærri verkefni skili þó meiru. „Við sjáum að svona stór og flott verkefni eins [útsýnispallurinn] á Bolafjalli, þetta vekur strax svo mikla athygli en samt er í rauninni ekki einu sinni búið að opna þann pall. Við sjáum bara að allt svona hefur svo góð áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Díana. Hún segir landsbyggðina í heild sinni eiga mjög mikið inni og að uppbygging þurfi að vera meiri á mörgum stöðum. Hún vonar að stjórnvöld láti sig málið varða og að nýr ferðamálaráðherra starfi náið með einstaklingum á landsbyggðinni. „Ég treysti því að ráðherra vinni með okkur í þessu eins og þau hafa svo sem alltaf gert,“ segir Díana. „Við erum bara mjög spennt að sjá hvað setur og nú bara bíðum við eftir 2022 með mikilli gleði.“ Vesturbyggð Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Reykhólahreppur Strandabyggð Tálknafjörður Bolungarvík Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Tengdar fréttir Svona vörðu landsmenn ferðagjöfinni í sumar Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna. 4. október 2021 08:09 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Vestfirðir hafa í gegnum tíðina verið tilnefndir inn á alls konar lista yfir rómaða ferðamannastaði og vakti til að mynda Vestfjarðarleiðin, sem opnaði í fyrra, mikla athygli. Díana Jóhannsdóttir hjá áfangastofu Vestfjarða segir þó að viðurkenning Lonely Planet sé sú stærsta sem þau hafa fengið. „Það er auðvitað ótrúlega gaman að fá svona mikla viðurkenningu og þetta mun sennilega nýtast okkur næstu árin fyrir Vestfirði, þannig það er mikil gleði hérna hjá okkur fyrir vestan,“ segir Díana. Samkvæmt upplýsingum frá Mælaborði ferðaþjónustunnar voru 28 gististaðir með 673 gistirúmum á Vestfjörðum á síðasta tímabili, færri en í öllum öðrum landshlutum. Vestfirðir eru nú á leið inn á stærri markað en áður eftir að hafa legið að mestu undir feld síðastliðin tvö ár. Díana segir Vestfirði þó ráða við stöðuna núna. „Við gerum það svo sannarlega en það er alveg ljóst að við verðum að fara að sjá aukna fjárfestingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum,“ segir Díana. „Lengi var tímabilið mjög stutt hérna á Vestfjörðum, það voru aðallega hérna ferðamenn yfir hásumarið, en það er svo sannarlega að breytast og við verðum að tryggja að innviðirnir byggist upp í takt við þessa eftirspurn.“ Engin stór verkefni eru í pípunum um þessar mundir á Vestfjörðum en að sögn Díönu er aðallega verið að bæta þær aðstöður sem fyrir voru. Stærri verkefni skili þó meiru. „Við sjáum að svona stór og flott verkefni eins [útsýnispallurinn] á Bolafjalli, þetta vekur strax svo mikla athygli en samt er í rauninni ekki einu sinni búið að opna þann pall. Við sjáum bara að allt svona hefur svo góð áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Díana. Hún segir landsbyggðina í heild sinni eiga mjög mikið inni og að uppbygging þurfi að vera meiri á mörgum stöðum. Hún vonar að stjórnvöld láti sig málið varða og að nýr ferðamálaráðherra starfi náið með einstaklingum á landsbyggðinni. „Ég treysti því að ráðherra vinni með okkur í þessu eins og þau hafa svo sem alltaf gert,“ segir Díana. „Við erum bara mjög spennt að sjá hvað setur og nú bara bíðum við eftir 2022 með mikilli gleði.“
Vesturbyggð Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Reykhólahreppur Strandabyggð Tálknafjörður Bolungarvík Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Tengdar fréttir Svona vörðu landsmenn ferðagjöfinni í sumar Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna. 4. október 2021 08:09 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Svona vörðu landsmenn ferðagjöfinni í sumar Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna. 4. október 2021 08:09