Innlent

Uppselt í fjölmargar sólarlandaferðir

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Séð yfir strönd á Tenerife.
Séð yfir strönd á Tenerife. Getty Images

Mikil aðsókn er í ferðir til sólarlanda um jólin. Þar standa hæst ferðir til áfangastaðanna Tenerife, Kanarí og Alicante. Uppselt er í fjölmargar skipulagðar ferðir yfir hátíðarnar.

Forsvarsmenn helstu ferðaskrifstofa segja að fólk virðist hafa verið fyrr á ferðinni, en uppselt er í ferðirnar óvenjusnemma í ár. Þá hafi margir hafa fært ferðir til jóla, sem bókaðar voru fyrr á árinu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Kristjana Lilja Wade, ferðaráðgjafi hjá Vita, segir í samtali við Morgunblaðið að mikill ferðahugur sé í fólki.

„Það er meira og minna löngu orðið uppselt í jóla- og áramótaferðir hjá okkur. Það er mikil stemning fyrir þeim,“ segir Kristjana

Sólarþyrstir Íslendingar virðast ekki ætla að láta heimsfaraldurinn stoppa sig, en mikill fjöldi smita hefur greinst undanfarna daga. Ísland er aftur orðið rautt á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu en nýgengi smita á Spáni er lægra en hér á landi. 


Tengdar fréttir

78 greindust innan­lands í gær

78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent.

Kórónu­veiran í sókn í Evrópu

Kórónuveirutilfellum og dauðsföllum á heimsvísu fjölgar nú á ný í fyrsta sinn í tvo mánuði. Fjölgunina má að mestu rekja til nýrrar bylgju í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×