Keflavíkurflugvöllur: Búið að grafa upp tæpa 50 þúsund rúmmetra fyrir viðbyggingu Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 19:39 Verktakar á Keflavíkurflugvelli hafa unnið þrotlaust að undirvinnu síðan í sumar. Nú hefur verið mokað burt tæpum 50 þúsumd rúmmetrum af jarðvegi. Vísir/Vilhelm Jarðvinna vegna viðbyggingar á Keflavíkurflugvelli gengur vel, en frá því að fyrsta skóflustungan var tekin í júní hefur verið grafið út fyrir 49.000 rúmmetra holu sem verður á endanum 55.000 rúmmetrar og 7,5 metrar að dýpt. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við fréttastofu. Fyrirhuguð bygging verður 20 þúsund fermetrar að stærð og áætlaður heildarkostnaður er 20,8 milljarðar króna. Áformað er að hún verði tekin í notkun árið 2024, en þar verður meðal annars viðbót við verslunarrými og biðsvæði flugstöðvarinnar auk þess sem fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm verður bætt við. En það er ekki síst endurnýjað farangurskerfi sem markar ákveðin tímamót. Kerfið verður að hluta til í nýju byggingunni en mun teygja sig inn í gömlu bygginguna inn á svæði komufríhafnar. 20 þúsund fermetra viðbygging við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður tekin í notkun árið 2024, gangi áætlanir ISAVIA eftir. Á þessari mynd sést hvernig viðbyggingin mun líta út. „Með þessari endurnýjun er verið að skipta út sprengjuleitarvélum vegna nýrra Evrópureglugerða sem taka gildi innan fárra mánaða,“ segir Guðjón. „Nýju vélarnar eru umfangsmeiri en þær gömlu og því þarf að endurhanna og breyta farangurskerfinu í kringum þær.“ Meðal annars verður sett upp nýtt komufæribandakerfi með hallandi böndum svo hægt sé að koma fleiri töskum fyrir og auðvelda aðgengi farþega að töskum þegar þær renna inn í komusalinn. Böndin verða fimm talsins þegar framkvæmdum lýkur. „Í september fóru rétt rúmlega 140.000 töskur í gegnum brottfarakerfið okkar sem er að meðaltali um 4500 töskur á dag,“ segir Guðjón og bætir við að þar sé um að ræða töskur sem koma úr innritun sem og töskur tengifarþega. „Hvað varðar komuhlutann þá erum við að bæta þjónustuna við farþega í komusalnum með breytingunum og vinna okkur í haginn að geta tekið við fjölgun farþega síðar meir.“ Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við fréttastofu. Fyrirhuguð bygging verður 20 þúsund fermetrar að stærð og áætlaður heildarkostnaður er 20,8 milljarðar króna. Áformað er að hún verði tekin í notkun árið 2024, en þar verður meðal annars viðbót við verslunarrými og biðsvæði flugstöðvarinnar auk þess sem fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm verður bætt við. En það er ekki síst endurnýjað farangurskerfi sem markar ákveðin tímamót. Kerfið verður að hluta til í nýju byggingunni en mun teygja sig inn í gömlu bygginguna inn á svæði komufríhafnar. 20 þúsund fermetra viðbygging við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður tekin í notkun árið 2024, gangi áætlanir ISAVIA eftir. Á þessari mynd sést hvernig viðbyggingin mun líta út. „Með þessari endurnýjun er verið að skipta út sprengjuleitarvélum vegna nýrra Evrópureglugerða sem taka gildi innan fárra mánaða,“ segir Guðjón. „Nýju vélarnar eru umfangsmeiri en þær gömlu og því þarf að endurhanna og breyta farangurskerfinu í kringum þær.“ Meðal annars verður sett upp nýtt komufæribandakerfi með hallandi böndum svo hægt sé að koma fleiri töskum fyrir og auðvelda aðgengi farþega að töskum þegar þær renna inn í komusalinn. Böndin verða fimm talsins þegar framkvæmdum lýkur. „Í september fóru rétt rúmlega 140.000 töskur í gegnum brottfarakerfið okkar sem er að meðaltali um 4500 töskur á dag,“ segir Guðjón og bætir við að þar sé um að ræða töskur sem koma úr innritun sem og töskur tengifarþega. „Hvað varðar komuhlutann þá erum við að bæta þjónustuna við farþega í komusalnum með breytingunum og vinna okkur í haginn að geta tekið við fjölgun farþega síðar meir.“
Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent