Afskipti barnaverndar af atferli þeirra sem starfa með börnum Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:02 Reglulega berast tilkynningar til barnaverndar vegna vanvirðandi háttsemi eða ofbeldis af hálfu einstaklinga sem starfa með börnum. Það sem af er þessu ári hafa Barnavernd Reykjavíkur borist 25 slíkar tilkynningar, en slíkar tilkynningar eða ábendingar berast á grundvelli 35. greinar barnaverndarlaga. Í þeirri lagagrein segir að barnaverndarnefndir eigi að kanna mál, tilkynna um það til starfsmanns og vinnuveitanda hans og setja fram tillögur til úrbóta. Nokkur vankvæði hafa verið á framkvæmd þessa ákvæðis sem lúta meðal annars að því að barnaverndarnefndir hafa eðli máls samkvæmt ekkert yfir viðkomandi starfsmönnum að segja. Úrræði og valdheimildir barnaverndarnefnda lúta enda fyrst og fremst að því að styðja og vernda börn og fjölskyldur þeirra. Þegar tilkynningar berast á grundvelli 35. greinar fer alltaf fram mat á því hvort mál sé opnað vegna viðkomandi starfsmanns og barns, eða annahvort starfsmanns eða barns. Mál kann að vera opnað vegna barns ef barnið og fjölskylda þess þarf á stuðningi eða hjálp að halda vegna háttseminnar sem kvartað er yfir. Þetta liggur beint við að gera þegar tilkynnt er um kynferðisofbeldi eða annars konar alvarlegt ofbeldi gagnvart barni. Því fylgir þá að barnaverndarnefnd sendir málið í lögreglurannsókn og kemur máli barnsins í farveg hjá Barnahúsi. Samkvæmt 20. grein reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd skal barnaverndarnefnd að jafnaði óska eftir lögreglurannsókn ef grunur er um að alvarlegt refsivert brot hafi verið framið gagnvart barni. Í langflestum tilvikum eru þó mál þannig vaxin að ekki er þörf á að opna mál vegna barns og fer þá einungis mál starfsmannsins í könnun. Af þeim 25 tilkynningum sem borist hafa Barnavernd Reykjavíkur það sem af er þessu ári hafa 8 tilkynningar borist frá vinnuveitanda starfsmanns, þ.e. skóla, leikskóla, frístundaheimili eða öðrum slíkum aðilum. Í 8 tilvikum hafa tilkynningar borist frá foreldrum en öðrum í 9 tilvikum. Langflestar tilkynningarnar, eða 10, lúta að meintu harðræði starfsmanns. Í 4 tilvikum hafa tilkynningar lotið að meintu kynferðisofbeldi eða óviðeigandi kynferðislegri hegðun starfsmanns. Um komandi áramót verða nokkrar breytingar á barnaverndarlögum. Meðal annars sú að umrædd 35. grein barnaverndarlaga fellur brott. Þannig verður frá og með áramótum ekki lengur í höndum barnaverndarnefnda að taka við tilkynningum um háttsemi þeirra sem starfa með börnum. Alltaf ber þó að tilkynna til barnaverndar, eins og áður, ef barn verður fyrir ofbeldi eða annars konar vanvirðandi háttsemi. Frá og með áramótum mun aðkoma barnaverndarnefnda að málum starfsfólks einungis felast í því að upplýsa vinnuveitanda um háttsemina og eftir atvikum óska eftir lögreglurannsókn. Standa vonir til þess að með þessu skýrist ábyrgð vinnuveitenda á málum sinna starfsmanna. Það verður þannig alveg skýrt að vinnuveitendur þurfa að taka á kvörtunum eða athugasemdum sem berast um óviðeigandi háttsemi sinna starfsmanna. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur unnið eftir ákveðnu verklagi í þessum efnum sem meðal annars felur í sér að ef grunur vaknar um kynferðisbrot starfsmanns er viðkomandi í leyfi frá störfum meðan mál hans er kannað. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er unnið að því að uppfæra verklag um viðbrögð við óviðeigandi framkomu starfsmanns gagnvart barni með tilliti til þeirra breytinga sem verða á barnaverndarlögum um komandi áramót. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Katrín Helga Hallgrímsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega berast tilkynningar til barnaverndar vegna vanvirðandi háttsemi eða ofbeldis af hálfu einstaklinga sem starfa með börnum. Það sem af er þessu ári hafa Barnavernd Reykjavíkur borist 25 slíkar tilkynningar, en slíkar tilkynningar eða ábendingar berast á grundvelli 35. greinar barnaverndarlaga. Í þeirri lagagrein segir að barnaverndarnefndir eigi að kanna mál, tilkynna um það til starfsmanns og vinnuveitanda hans og setja fram tillögur til úrbóta. Nokkur vankvæði hafa verið á framkvæmd þessa ákvæðis sem lúta meðal annars að því að barnaverndarnefndir hafa eðli máls samkvæmt ekkert yfir viðkomandi starfsmönnum að segja. Úrræði og valdheimildir barnaverndarnefnda lúta enda fyrst og fremst að því að styðja og vernda börn og fjölskyldur þeirra. Þegar tilkynningar berast á grundvelli 35. greinar fer alltaf fram mat á því hvort mál sé opnað vegna viðkomandi starfsmanns og barns, eða annahvort starfsmanns eða barns. Mál kann að vera opnað vegna barns ef barnið og fjölskylda þess þarf á stuðningi eða hjálp að halda vegna háttseminnar sem kvartað er yfir. Þetta liggur beint við að gera þegar tilkynnt er um kynferðisofbeldi eða annars konar alvarlegt ofbeldi gagnvart barni. Því fylgir þá að barnaverndarnefnd sendir málið í lögreglurannsókn og kemur máli barnsins í farveg hjá Barnahúsi. Samkvæmt 20. grein reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd skal barnaverndarnefnd að jafnaði óska eftir lögreglurannsókn ef grunur er um að alvarlegt refsivert brot hafi verið framið gagnvart barni. Í langflestum tilvikum eru þó mál þannig vaxin að ekki er þörf á að opna mál vegna barns og fer þá einungis mál starfsmannsins í könnun. Af þeim 25 tilkynningum sem borist hafa Barnavernd Reykjavíkur það sem af er þessu ári hafa 8 tilkynningar borist frá vinnuveitanda starfsmanns, þ.e. skóla, leikskóla, frístundaheimili eða öðrum slíkum aðilum. Í 8 tilvikum hafa tilkynningar borist frá foreldrum en öðrum í 9 tilvikum. Langflestar tilkynningarnar, eða 10, lúta að meintu harðræði starfsmanns. Í 4 tilvikum hafa tilkynningar lotið að meintu kynferðisofbeldi eða óviðeigandi kynferðislegri hegðun starfsmanns. Um komandi áramót verða nokkrar breytingar á barnaverndarlögum. Meðal annars sú að umrædd 35. grein barnaverndarlaga fellur brott. Þannig verður frá og með áramótum ekki lengur í höndum barnaverndarnefnda að taka við tilkynningum um háttsemi þeirra sem starfa með börnum. Alltaf ber þó að tilkynna til barnaverndar, eins og áður, ef barn verður fyrir ofbeldi eða annars konar vanvirðandi háttsemi. Frá og með áramótum mun aðkoma barnaverndarnefnda að málum starfsfólks einungis felast í því að upplýsa vinnuveitanda um háttsemina og eftir atvikum óska eftir lögreglurannsókn. Standa vonir til þess að með þessu skýrist ábyrgð vinnuveitenda á málum sinna starfsmanna. Það verður þannig alveg skýrt að vinnuveitendur þurfa að taka á kvörtunum eða athugasemdum sem berast um óviðeigandi háttsemi sinna starfsmanna. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur unnið eftir ákveðnu verklagi í þessum efnum sem meðal annars felur í sér að ef grunur vaknar um kynferðisbrot starfsmanns er viðkomandi í leyfi frá störfum meðan mál hans er kannað. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er unnið að því að uppfæra verklag um viðbrögð við óviðeigandi framkomu starfsmanns gagnvart barni með tilliti til þeirra breytinga sem verða á barnaverndarlögum um komandi áramót. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun