Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Hallgerður Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2021 07:30 Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. Starfsemin hefur verið á Íslandi árum saman með þeim skilningi að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi, sem átti að vera tryggt með eftirliti Matvælastofnunar og innra eftirliti fyrirtækisins sjálfs. Ljóst er að það eftirlit hélt ekki. Stjórn DÍS hefur kynnt sér þetta mál vel, tekur afstöðu til þess á grundvelli dýravelferðar og telur óverjandi að þessar hryssur hafi þurft að upplifa ótta, þjáningu og sársauka.Eftirfarandi eru áskoranir DÍS um nauðsynlegar úrbætur, verði það á annað borð úr að þessi starfsemi reynist áfram lögleg: Til Alþingis og landbúnaðarráðherra: 1. Að sett verði í lög (55/2013) um velferð dýra ákvæði um að heimilt sé að fara fram á að myndbandsupptökur séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila í starfsemi þar sem ekki er unnt að tryggja velferð dýra með með öðrum hætti. Þetta á alveg sérstaklega við um starfsemi þar sem um kerfisbundin ígrip (skinn rofið) í líkama dýra er að ræða, eins og við blóðtöku.2. Að endurskoðað verði magn blóðs sem heimilt verði að taka og það byggt á velferð og atferli hryssanna. 5. Að blóðtökustarfsemi verði gerð leyfisskyld og að reglugerð verði sett um hana. Til Matvælastofnunar: 1. Að sektarákvæðum eða kæru til lögreglu verði fortakslaust beitt gagnvart öllu því starfsfólki sem níddist á hryssunum, eins og sást í myndskeiðunum. 2. Að dýralæknir/dýralæknar sem misbuðu hryssum við blóðtöku og stöðvuðu ekki barsmíðar á þeim verði áminntir í samræmi við 18.gr. laga um dýralækna (66/1998). Til fyrirtækja og annarra aðila sem byggja afkomu sína á blóðtöku: 1. Til að tryggja velferð og eftirlit verði sá háttur hafður á að gera að eigin frumkvæði upptökur sem séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila, þar sem hægt verði að sjá heimrekstur, umgengni við hryssur og folöld í rétt og tilfærslu yfir í tökubás, blóðtökuna sjálfa hjá sérhverri hryssu og blóðmagn og loks göngu hennar út úr básnum. 2. Það sé skilyrði að starfsfólk sem vinnur við hrossin kunni að umgangast þau. Að tryggt sé að hraði blóðtöku, aðstæður og álag á dýralækna sé með þeim hætti að þeir missi ekki yfirsýn yfir meðferð á hrossunum og geti sinnt eftirliti. Að ekki sé notuð áfram þjónusta dýralækna ef ljóst verður að þeir sinna ekki velferð hrossanna. 3. Að tryggt verði að hryssurnar séu tamdar að því marki og með þeim hætti að þær geti ráðið við að ganga í tökubás og standa þar án þess að fyllast streitu og ótta við aðstæður eða fólk. Að ekki séu notaðar hryssur sem vegna einhverra ástæðna geta ekki tekist á við þessar aðstæður. Að fyrirtækið krefjist þess að aðbúnaður sé með þeim hætti að hross geti ekki slasað sig og að ró sé viðhöfð við að beina hrossunum, hundar séu ekki notaðir eða hafðir lausir. Til hrossabænda, atvinnuhestafólks og frístundahestafólks: Við skorum á fólk sem heldur hesta til að taka samtalið um velferð þeirra alvarlega og skorast ekki undan að horfast í augu við það þegar út af ber. Við bendum á að ef ill meðferð á hestum er stunduð í samfélaginu á annað borð, hvort sem það er af hrossabændum, við tamningar, sýningar, keppni eða við almenna reiðmennsku þá er undirliggjandi menning fyrir hendi sem þarf að takast á við og breyta.Það að að mótmæla ekki, er að samþykkja. Sérstök ályktun DÍS: verði úr að stjórnvöld leyfi áfram þessa starfsemi og verði úr að stjórnvöld og/eða þau fyrirtæki/aðilar sem koma að starfsemi með hryssur sem haldnar eru til blóðtöku bregðist ekki við þessum áskorunum og svipuðum áskorunum annarra víða að úr samfélaginu, teljum við auðsýnt að ekki er vilji hjá þessum aðilum til raunverulegra úrbóta. Við vísum þar sérstaklega til krafna um að upptökur séu notaðar til að tryggja góða meðferð á hryssunum, enda hafi tvöfalt og áhættumiðað eftirlit ekki dugað.Úr almennri stefnu DÍS: nauðsynlegt er að horfast í augu við að afleggja þarf hvert það dýrahald þar sem ekki er unnt tryggja velferð dýranna. Við hvetjum almenning til að fylgjast með og láta sig áfram varða velferð dýra og fögnum þeirri umræðu sem á sér stað. Við minnum á að slagkraftur almennings er mikill og að dýravelferð er samfélagsmál en ekki einkamál dýraeigenda, þeirra sem vinna með dýr, eða stjórnvalda.DÍS fagnar fram komnum yfirlýsingum ýmissa félagasamtaka sem láta sig varða velferð hrossanna og hvetur þau til að taka áfram þátt í samfélagslegu samtali um velferð dýra og þakkar jafnframt þeim erlendu aðilum sem unnu að gagnaöflun sem komu upp um illa meðferð á hryssunum. Dís mun fylgjast með framhaldi þessa máls. Unnið af stjórn Dýraverndarsambands Íslands, 26. nóvember 2021 Fyrir hönd stjórnar DÍS Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýr Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. Starfsemin hefur verið á Íslandi árum saman með þeim skilningi að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi, sem átti að vera tryggt með eftirliti Matvælastofnunar og innra eftirliti fyrirtækisins sjálfs. Ljóst er að það eftirlit hélt ekki. Stjórn DÍS hefur kynnt sér þetta mál vel, tekur afstöðu til þess á grundvelli dýravelferðar og telur óverjandi að þessar hryssur hafi þurft að upplifa ótta, þjáningu og sársauka.Eftirfarandi eru áskoranir DÍS um nauðsynlegar úrbætur, verði það á annað borð úr að þessi starfsemi reynist áfram lögleg: Til Alþingis og landbúnaðarráðherra: 1. Að sett verði í lög (55/2013) um velferð dýra ákvæði um að heimilt sé að fara fram á að myndbandsupptökur séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila í starfsemi þar sem ekki er unnt að tryggja velferð dýra með með öðrum hætti. Þetta á alveg sérstaklega við um starfsemi þar sem um kerfisbundin ígrip (skinn rofið) í líkama dýra er að ræða, eins og við blóðtöku.2. Að endurskoðað verði magn blóðs sem heimilt verði að taka og það byggt á velferð og atferli hryssanna. 5. Að blóðtökustarfsemi verði gerð leyfisskyld og að reglugerð verði sett um hana. Til Matvælastofnunar: 1. Að sektarákvæðum eða kæru til lögreglu verði fortakslaust beitt gagnvart öllu því starfsfólki sem níddist á hryssunum, eins og sást í myndskeiðunum. 2. Að dýralæknir/dýralæknar sem misbuðu hryssum við blóðtöku og stöðvuðu ekki barsmíðar á þeim verði áminntir í samræmi við 18.gr. laga um dýralækna (66/1998). Til fyrirtækja og annarra aðila sem byggja afkomu sína á blóðtöku: 1. Til að tryggja velferð og eftirlit verði sá háttur hafður á að gera að eigin frumkvæði upptökur sem séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila, þar sem hægt verði að sjá heimrekstur, umgengni við hryssur og folöld í rétt og tilfærslu yfir í tökubás, blóðtökuna sjálfa hjá sérhverri hryssu og blóðmagn og loks göngu hennar út úr básnum. 2. Það sé skilyrði að starfsfólk sem vinnur við hrossin kunni að umgangast þau. Að tryggt sé að hraði blóðtöku, aðstæður og álag á dýralækna sé með þeim hætti að þeir missi ekki yfirsýn yfir meðferð á hrossunum og geti sinnt eftirliti. Að ekki sé notuð áfram þjónusta dýralækna ef ljóst verður að þeir sinna ekki velferð hrossanna. 3. Að tryggt verði að hryssurnar séu tamdar að því marki og með þeim hætti að þær geti ráðið við að ganga í tökubás og standa þar án þess að fyllast streitu og ótta við aðstæður eða fólk. Að ekki séu notaðar hryssur sem vegna einhverra ástæðna geta ekki tekist á við þessar aðstæður. Að fyrirtækið krefjist þess að aðbúnaður sé með þeim hætti að hross geti ekki slasað sig og að ró sé viðhöfð við að beina hrossunum, hundar séu ekki notaðir eða hafðir lausir. Til hrossabænda, atvinnuhestafólks og frístundahestafólks: Við skorum á fólk sem heldur hesta til að taka samtalið um velferð þeirra alvarlega og skorast ekki undan að horfast í augu við það þegar út af ber. Við bendum á að ef ill meðferð á hestum er stunduð í samfélaginu á annað borð, hvort sem það er af hrossabændum, við tamningar, sýningar, keppni eða við almenna reiðmennsku þá er undirliggjandi menning fyrir hendi sem þarf að takast á við og breyta.Það að að mótmæla ekki, er að samþykkja. Sérstök ályktun DÍS: verði úr að stjórnvöld leyfi áfram þessa starfsemi og verði úr að stjórnvöld og/eða þau fyrirtæki/aðilar sem koma að starfsemi með hryssur sem haldnar eru til blóðtöku bregðist ekki við þessum áskorunum og svipuðum áskorunum annarra víða að úr samfélaginu, teljum við auðsýnt að ekki er vilji hjá þessum aðilum til raunverulegra úrbóta. Við vísum þar sérstaklega til krafna um að upptökur séu notaðar til að tryggja góða meðferð á hryssunum, enda hafi tvöfalt og áhættumiðað eftirlit ekki dugað.Úr almennri stefnu DÍS: nauðsynlegt er að horfast í augu við að afleggja þarf hvert það dýrahald þar sem ekki er unnt tryggja velferð dýranna. Við hvetjum almenning til að fylgjast með og láta sig áfram varða velferð dýra og fögnum þeirri umræðu sem á sér stað. Við minnum á að slagkraftur almennings er mikill og að dýravelferð er samfélagsmál en ekki einkamál dýraeigenda, þeirra sem vinna með dýr, eða stjórnvalda.DÍS fagnar fram komnum yfirlýsingum ýmissa félagasamtaka sem láta sig varða velferð hrossanna og hvetur þau til að taka áfram þátt í samfélagslegu samtali um velferð dýra og þakkar jafnframt þeim erlendu aðilum sem unnu að gagnaöflun sem komu upp um illa meðferð á hryssunum. Dís mun fylgjast með framhaldi þessa máls. Unnið af stjórn Dýraverndarsambands Íslands, 26. nóvember 2021 Fyrir hönd stjórnar DÍS Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun