Um sameiginlega hagsmuni Pétur G. Markan skrifar 14. desember 2021 08:30 Ég spilaði einu sinni með vöskum varnarmanni sem átti það til að einblýna svo mikið á andstæðinginn að hann gleymdi stundum að passa markið sitt. Mér datt þetta í hug þegar ég las grein sem átti að vera svargrein við grein sem ég skrifaði á föstudaginn. Greinin sem ég skrifaði fjallaði um innheimtu sóknargjalda, sem ríkið sinnir fyrir trúar- og lífsskoðunarfélög. Sóknargjöld sem drífa hið merkilega og mikilvæga starf áfram sem þessi félög sinna – íslensku samfélagi til ljóss, kærleika og lifandi menningar. Það er nefnilega þannig að íslenska ríkið heldur eftir hluta þessara sóknargjalda og þrengir þannig að rekstri og starfi trúar- og lífsskoðunarfélaga. Nú nálgast ég málið út frá þjóðkirkjunni, sem hefur einstaka stöðu í íslensku samfélagi. Þjóðkirkjan rækir starf sem auðveldlega má flokka sem grunnþjónustu og grafalvarlegt er að þrengja að – hvað þá halda eftir lögmætum tekjum sem fólkið í landinu velur að greiða til kirkjunnar – og sækir vandaða þjónustu á móti. En þegar kemur að skerðingu sóknargjalda er þjóðkirkjan að glíma sömu glímu og önnur trúar- og lífsskoðunarfélög. Réttlát leiðrétting eins og krafa þjóðkirkjunnar er myndi ná yfir öll félög – ekki bara þjóðkirkjuna. Hvað annað? Það er tákn um frjálsari og betri tíma að fólk hafi fleiri valkosti þegar kemur að því að sækja þjónustu og greiða sóknargjöld. Ný veröld sem mun efla og styrkja þjóðkirkjuna. Þannig rís Kristur upp við hverja áskorun og fagnaðarerindið lifir áfram. Greinin mín á föstudaginn snérist um þá óréttlátu meðferð ríkisins á tekjum trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það eru miklir hagsmunir í húfi og mikilvægt fyrir alla haghafa að standa saman. Jafnvel standa í skjóli þess stærsta. Í það minnsta passa markið sitt. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur G. Markan Trúmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég spilaði einu sinni með vöskum varnarmanni sem átti það til að einblýna svo mikið á andstæðinginn að hann gleymdi stundum að passa markið sitt. Mér datt þetta í hug þegar ég las grein sem átti að vera svargrein við grein sem ég skrifaði á föstudaginn. Greinin sem ég skrifaði fjallaði um innheimtu sóknargjalda, sem ríkið sinnir fyrir trúar- og lífsskoðunarfélög. Sóknargjöld sem drífa hið merkilega og mikilvæga starf áfram sem þessi félög sinna – íslensku samfélagi til ljóss, kærleika og lifandi menningar. Það er nefnilega þannig að íslenska ríkið heldur eftir hluta þessara sóknargjalda og þrengir þannig að rekstri og starfi trúar- og lífsskoðunarfélaga. Nú nálgast ég málið út frá þjóðkirkjunni, sem hefur einstaka stöðu í íslensku samfélagi. Þjóðkirkjan rækir starf sem auðveldlega má flokka sem grunnþjónustu og grafalvarlegt er að þrengja að – hvað þá halda eftir lögmætum tekjum sem fólkið í landinu velur að greiða til kirkjunnar – og sækir vandaða þjónustu á móti. En þegar kemur að skerðingu sóknargjalda er þjóðkirkjan að glíma sömu glímu og önnur trúar- og lífsskoðunarfélög. Réttlát leiðrétting eins og krafa þjóðkirkjunnar er myndi ná yfir öll félög – ekki bara þjóðkirkjuna. Hvað annað? Það er tákn um frjálsari og betri tíma að fólk hafi fleiri valkosti þegar kemur að því að sækja þjónustu og greiða sóknargjöld. Ný veröld sem mun efla og styrkja þjóðkirkjuna. Þannig rís Kristur upp við hverja áskorun og fagnaðarerindið lifir áfram. Greinin mín á föstudaginn snérist um þá óréttlátu meðferð ríkisins á tekjum trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það eru miklir hagsmunir í húfi og mikilvægt fyrir alla haghafa að standa saman. Jafnvel standa í skjóli þess stærsta. Í það minnsta passa markið sitt. Höfundur er biskupsritari.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun