Steig í ógáti á bremsu svo flugvélin hafnaði á hvolfi við Blönduósflugvöll Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 13:01 Grassvæðið sem mennirnir notuðu til lendinganna er um 250 metra langt og hafði flugmaðurinn notað um 100 metra til lendingar þegar flugvélin steyptist á hvolf. RNSA Flugmaður í aftursæti heimasmíðaðrar flugvélar steig í ógáti og of harkalega á bremsu sem varð til þess að vélin steyptist yfir sig og hafnaði á hvolfi við æfingar á grasi utan flugbrautar á Blönduósflugvelli 4. maí síðastliðinn. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í gær. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir báðir ómeiddir og komust sjálfir út vélinni. Flugvélin er stélhjólsvél af gerðinni Piper PA-12 Replica, og flokkuð heimasmíði. Er vélin smíðuð þannig að mögulegt sé að stjórna henni úr fram- og aftursæti. „Fótstig fyrir hemla úr aftursæti er fyrir aftan fótstig fyrir hliðarstýri þannig að auðvelt er að stíga á bæði fótstigin samtímis, sé ekki höfð á því sérstök aðgát,“ segir í skýslunni. Í skýrslunni segir að hliðarvindur hafi verið á flugvellinum þennan dag og flugmaðurinn ákveðið að lenda á grassvæði við hliðina á flugbrautinni, en vélin er á stórum dekkjum sem ætluð eru til slíkra lendinga. „Flugmaðurinn og farþeginn lentu nokkrum sinnum og skiptust á að vera við stjórn flugvélarinnar. […] Flugmaðurinn var vanur að fljúga flugvélinni úr framsæti en var að þessu sinni í aftursæti hennar. Örin sýnir stefnu lendingarinnar.RNSA Í lokalendingunni, eftir um það bil 100 metra lendingabrun, var flugmaðurinn að beita hliðarstýrum en steig í ógáti og einnig fremur fast á hemlana um leið og hann var að stíga á fótstig fyrir hliðarstýri með þeim afleiðingum að flugvélin steyptist yfir sig og hafnaði á hvolfi.“ Hafi samræmi í afstöðu milli fótstiga og hemla Er það niðurstaða rannsóknar nefndarinnar að hemlar úr aftursæti séu þannig staðsettir að auðvelt sé að stíga á þá í ógáti þegar verið sé að beita hliðarstýri. „Við rannsóknina kom fram að hemlum hafði verið beitt í ógáti úr aftursæti, og of harkalega, með þeim afleiðingum að flugvélin hafnaði á hvolfi.“ Beinir rannsóknarnefnd samgönguslysa því til flugvélasmiða í heimasmíði að hafa samræmi í afstöðu milli fótstiga og hemla í fram- og aftursæti ef kostur er. Blönduós Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í gær. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir báðir ómeiddir og komust sjálfir út vélinni. Flugvélin er stélhjólsvél af gerðinni Piper PA-12 Replica, og flokkuð heimasmíði. Er vélin smíðuð þannig að mögulegt sé að stjórna henni úr fram- og aftursæti. „Fótstig fyrir hemla úr aftursæti er fyrir aftan fótstig fyrir hliðarstýri þannig að auðvelt er að stíga á bæði fótstigin samtímis, sé ekki höfð á því sérstök aðgát,“ segir í skýslunni. Í skýrslunni segir að hliðarvindur hafi verið á flugvellinum þennan dag og flugmaðurinn ákveðið að lenda á grassvæði við hliðina á flugbrautinni, en vélin er á stórum dekkjum sem ætluð eru til slíkra lendinga. „Flugmaðurinn og farþeginn lentu nokkrum sinnum og skiptust á að vera við stjórn flugvélarinnar. […] Flugmaðurinn var vanur að fljúga flugvélinni úr framsæti en var að þessu sinni í aftursæti hennar. Örin sýnir stefnu lendingarinnar.RNSA Í lokalendingunni, eftir um það bil 100 metra lendingabrun, var flugmaðurinn að beita hliðarstýrum en steig í ógáti og einnig fremur fast á hemlana um leið og hann var að stíga á fótstig fyrir hliðarstýri með þeim afleiðingum að flugvélin steyptist yfir sig og hafnaði á hvolfi.“ Hafi samræmi í afstöðu milli fótstiga og hemla Er það niðurstaða rannsóknar nefndarinnar að hemlar úr aftursæti séu þannig staðsettir að auðvelt sé að stíga á þá í ógáti þegar verið sé að beita hliðarstýri. „Við rannsóknina kom fram að hemlum hafði verið beitt í ógáti úr aftursæti, og of harkalega, með þeim afleiðingum að flugvélin hafnaði á hvolfi.“ Beinir rannsóknarnefnd samgönguslysa því til flugvélasmiða í heimasmíði að hafa samræmi í afstöðu milli fótstiga og hemla í fram- og aftursæti ef kostur er.
Blönduós Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira