Hættum að plástra brotna sál Bjarki Eiríksson skrifar 6. janúar 2022 11:01 Kæra ríkisstjórn Ég heiti Bjarki, er faðir og eiginmaður á 38. aldursári og í mörg ár hef ég glímt við þunglyndi. Nær alla mína ævi hef ég haft ósýnilegan farþega sem hangir sem bakpoki á mér. Stundum er hann níðþungur og stundum er hann fisléttur. Af og til virðist hann hverfa í nokkra mánuði, jafnvel ár, en annars passar hann sig á að vera reglulega í sambandi og minna á sig. Þessi farþegi borgar ekkert fyrir farið en ég hef hins vegar oft fengið að greiða dýru gjaldi fyrir hann. Þegar drengirnir mínir fæddust þróaði ég með mér fæðingarþunglyndi. Fyrir tæplega þremur árum, rétt fyrir þrítugasta og fimmta afmælisdaginn minn, fékk ég hjartaáfall og í kjölfarið féll ég ofan í hyldjúpan pytt streitu og þunglyndis. Ekki var á það bætandi að rétt fyrir jólin 2020 missti ég vinnuna mína til tæpra sex ára vegna Covid. Lengi reyndi ég að glíma við afleiðingarnar einn, á hörkunni, og auðvitað gekk það ekki. Það var ekki fyrr en að ég komst loksins að hjá sálfræðingi að ég fór að sjá á mér mun til hins betra og líða betur. Það er þó ekki hlaupið að því að komast að hjá góðum sálfræðing, biðlistar eru nokkuð langir, og því síður að geta haldið áfram í meðferð hjá slíkum því hver tími kostar um 20.000 krónur. Það vita þau sem þekkja, að glíma við þunglyndi er maraþon, ekki spretthlaup! Á nýliðnu ári hljóp kostnaður sálfræðimeðferðar minnar á hundruðum þúsunda króna. Ég er einn af þeim heppnu sem hefur sýnt fyrirhyggju og hef því haft í smá sjóð að sækja til að leyfa mér þennan “munað” en nú gengur hratt á höfuðstólinn. Það eru hinsvegar ekki allir í jafn góðri stöðu og ég. Í júní 2020 voru samþykkt lög, sem þingmenn Viðreisnar lögðu fram á Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, sem tryggja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Ríkisstjórnin kaus hins vegar að fjármagna lögin ekki á liðnu fjárlagaári og það sama er uppi á teningnum skv. núverandi fjárlögum, þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi fólks sé á atvinnuleysisskrá og sálarheill þúsunda einstaklinga í húfi. Það er ekki boðlegt að fólk neyðist til að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna þess að ríkisstjórn þjóðarinnar virðist ekki meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu. Sálfræðiþjónusta er heilbrigðisþjónusta en ætti ekki að flokkast sem munaður! Á meðan Covid heimsfaraldurinn hefur geisað hefur gífurlegum fjármunum verið varið í heilbrigðiskerfið án þess þó að ásættanlegu hlutfalli þeirra fjármuna hafi verið varið í geðheilbrigðismál fullorðinna. Frá því að faraldurinn gekk á land á Íslandi hafa 39 látið lífið af völdum Covid. En á sama tíma hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf. Því ættu að vera eðlileg viðbrögð af hálfu stjórnvalda að gefa geðheilbrigði meiri gaum. Ég skora hér með á ríkisstjórn Íslands að láta sig málið varða og beita sér í þessu mikilvæga máli því eins og Stefán Ingvar Vigfússon orðaði svo vel í bakþönkum Fréttablaðsins fyrir skömmu: „Það er ákvörðun. Það er meðvituð ákvörðun stjórnvalda að halda sálfræðiþjónustu frá hinum efnaminni. Á meðan hún er ekki niðurgreidd þá eru það forréttindi að vera andlega heilbrigð. Og allt tal um bjartari tíma sem ganga senn í garð beinast einungis að þeim efnameiri.” Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og fjármagn verði tryggt til þess að hjálpa fólki, sér í lagi efnaminna fólki, sem glímir við geðræn vandamál. Brotna sál er jafn mikilvægt að lækna og brotinn fót. Höfundur er áhugamaður um geðheilbrigðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bjarki Eiríksson Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Kæra ríkisstjórn Ég heiti Bjarki, er faðir og eiginmaður á 38. aldursári og í mörg ár hef ég glímt við þunglyndi. Nær alla mína ævi hef ég haft ósýnilegan farþega sem hangir sem bakpoki á mér. Stundum er hann níðþungur og stundum er hann fisléttur. Af og til virðist hann hverfa í nokkra mánuði, jafnvel ár, en annars passar hann sig á að vera reglulega í sambandi og minna á sig. Þessi farþegi borgar ekkert fyrir farið en ég hef hins vegar oft fengið að greiða dýru gjaldi fyrir hann. Þegar drengirnir mínir fæddust þróaði ég með mér fæðingarþunglyndi. Fyrir tæplega þremur árum, rétt fyrir þrítugasta og fimmta afmælisdaginn minn, fékk ég hjartaáfall og í kjölfarið féll ég ofan í hyldjúpan pytt streitu og þunglyndis. Ekki var á það bætandi að rétt fyrir jólin 2020 missti ég vinnuna mína til tæpra sex ára vegna Covid. Lengi reyndi ég að glíma við afleiðingarnar einn, á hörkunni, og auðvitað gekk það ekki. Það var ekki fyrr en að ég komst loksins að hjá sálfræðingi að ég fór að sjá á mér mun til hins betra og líða betur. Það er þó ekki hlaupið að því að komast að hjá góðum sálfræðing, biðlistar eru nokkuð langir, og því síður að geta haldið áfram í meðferð hjá slíkum því hver tími kostar um 20.000 krónur. Það vita þau sem þekkja, að glíma við þunglyndi er maraþon, ekki spretthlaup! Á nýliðnu ári hljóp kostnaður sálfræðimeðferðar minnar á hundruðum þúsunda króna. Ég er einn af þeim heppnu sem hefur sýnt fyrirhyggju og hef því haft í smá sjóð að sækja til að leyfa mér þennan “munað” en nú gengur hratt á höfuðstólinn. Það eru hinsvegar ekki allir í jafn góðri stöðu og ég. Í júní 2020 voru samþykkt lög, sem þingmenn Viðreisnar lögðu fram á Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, sem tryggja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Ríkisstjórnin kaus hins vegar að fjármagna lögin ekki á liðnu fjárlagaári og það sama er uppi á teningnum skv. núverandi fjárlögum, þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi fólks sé á atvinnuleysisskrá og sálarheill þúsunda einstaklinga í húfi. Það er ekki boðlegt að fólk neyðist til að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna þess að ríkisstjórn þjóðarinnar virðist ekki meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu. Sálfræðiþjónusta er heilbrigðisþjónusta en ætti ekki að flokkast sem munaður! Á meðan Covid heimsfaraldurinn hefur geisað hefur gífurlegum fjármunum verið varið í heilbrigðiskerfið án þess þó að ásættanlegu hlutfalli þeirra fjármuna hafi verið varið í geðheilbrigðismál fullorðinna. Frá því að faraldurinn gekk á land á Íslandi hafa 39 látið lífið af völdum Covid. En á sama tíma hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf. Því ættu að vera eðlileg viðbrögð af hálfu stjórnvalda að gefa geðheilbrigði meiri gaum. Ég skora hér með á ríkisstjórn Íslands að láta sig málið varða og beita sér í þessu mikilvæga máli því eins og Stefán Ingvar Vigfússon orðaði svo vel í bakþönkum Fréttablaðsins fyrir skömmu: „Það er ákvörðun. Það er meðvituð ákvörðun stjórnvalda að halda sálfræðiþjónustu frá hinum efnaminni. Á meðan hún er ekki niðurgreidd þá eru það forréttindi að vera andlega heilbrigð. Og allt tal um bjartari tíma sem ganga senn í garð beinast einungis að þeim efnameiri.” Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og fjármagn verði tryggt til þess að hjálpa fólki, sér í lagi efnaminna fólki, sem glímir við geðræn vandamál. Brotna sál er jafn mikilvægt að lækna og brotinn fót. Höfundur er áhugamaður um geðheilbrigðismál.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun