Tveggja ára stríðsrekstur Kristrún Frostadóttir skrifar 15. janúar 2022 11:01 Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs. Þegar fjárlög ársins 2022 voru rædd í fjárlaganefnd fyrir jól kom fram að miðað við fyrstu drög frumvarpsins vantaði hátt í 2 milljarða í undirliggjandi rekstur spítalaþjónustu. Snýr það að mestu að Landspítalanum en einnig Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessa 2 milljarða vantar upp á fjárheimild fyrir 2022 til að sjúkrahússtigið geti sinnt óbreyttri þjónustu. Ekki nýrri þjónustu. Ráðamenn eru duglegir að telja til fjárhæðirnar sem renna til spítalastigsins í tengslum við COVID. Ný farsóttardeild kostar nokkur hundruð milljónir, kostnaður er vegna skimunar o.s.frv. Þetta er stríðskostnaður. Þetta er sjálfsagður, fullkomlega sjálfsagður kostnaður. Höfum það á hreinu. Þetta er ekki pólitísk ákvörðun. Að fullfjármagna COVID kostnað? Það er ekki hægt að hrósa sér fyrir að standa undir stríðskostnaði. Við í minnihlutanum í fjárlaganefnd lögðum fram breytingartillögu við fjárlögin sem var rædd í þinginu fyrir jól þar sem m.a. var lagt til að umræddu 2 milljarða gati í spítalaþjónustu fyrir þetta ár yrði lokað. Því var hafnað af ríkisstjórnarflokkunum. Það eru margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á álag núna á spítalanum. Stór hluti er undirliggjandi vanfjármögnun sem hefur undið upp á sig, og toppar svo þegar stríð skellur á. Það gefur augaleið að ætla bara að rétt fjármagna þennan stríðstopp og kalla það gott er ekki til þess fallið að bæta mönnun á spítalanum. Mönnun tekur vissulega tíma. En við hljótum að spyrja okkur hvernig á því stendur að eftir 2 ár er þessi vandi enn til staðar. Það er svo hámark kaldhæðninnar að ástæðan fyrir umræddu 2 milljarða króna gati er að ríkisstjórnin ákvað að nýta fjármagn sem hefði átt að renna til spítalans til að halda óbreyttri þjónustu, samhliða öldrun og fólksfjölgun, til að borga fyrir Betri vaktavinnutíma starfsfólks. Sem sagt, úrræði til að bæta mönnun er fjármagnað með því að taka fjármagn af almennum rekstri spítalans. Álagið fært úr einum vasa í annan. Ef þetta snýst um forgangsröðun fjármagns þarf að svara fyrir það hvers vegna stjórnarmeirihlutinn ýtti í gegn aðgerðum sem kosta ríkissjóð 7 milljarða króna í tengslum við úrræðið „Allir vinna“ rétt fyrir áramót – úrræði sem ráðuneyti fjármálaráðherra varaði við að væri hagstjórnarmistök að framlengja miðað við spennu í þessum hluta hagkerfisins. En sjúkrahúsþjónusta, sem er í dag viðmiðið í sóttvarnaraðgerðum, situr enn eftir. Hvert er eiginlega planið og hvernig rímar þessi forgangsröðun við það? Í stríði þarf að fara óhefðbundnar leiðir og hugsa stórt. Rausnarlegt álag á laun fólks hefur ekki komið til umræðu í úrræðum stjórnvalda. Og eftir einhvern tíma er fólk einfaldlega orðið svo þreytt, og margir hverjir móðgaðir, að peningar geta ekki einu sinni lokkað það til baka. Þá ábyrgð bera þau sem stýra fjárheimildum til spítalans. Peningar leysa vissulega ekki allt og vafalaust er ýmislegt á spítalanum sem má bæta með öðrum aðgerðum, stjórnun og skipulagi. En í stríði gengur þú í málið, ferð í akút aðgerð. Í svona ástandi á að forgangsraða til framlínunnar. Enda tekur allt samfélagið í dag mið af ástandinu þar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og aðalmaður í fjárlaganefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samfylkingin Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs. Þegar fjárlög ársins 2022 voru rædd í fjárlaganefnd fyrir jól kom fram að miðað við fyrstu drög frumvarpsins vantaði hátt í 2 milljarða í undirliggjandi rekstur spítalaþjónustu. Snýr það að mestu að Landspítalanum en einnig Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessa 2 milljarða vantar upp á fjárheimild fyrir 2022 til að sjúkrahússtigið geti sinnt óbreyttri þjónustu. Ekki nýrri þjónustu. Ráðamenn eru duglegir að telja til fjárhæðirnar sem renna til spítalastigsins í tengslum við COVID. Ný farsóttardeild kostar nokkur hundruð milljónir, kostnaður er vegna skimunar o.s.frv. Þetta er stríðskostnaður. Þetta er sjálfsagður, fullkomlega sjálfsagður kostnaður. Höfum það á hreinu. Þetta er ekki pólitísk ákvörðun. Að fullfjármagna COVID kostnað? Það er ekki hægt að hrósa sér fyrir að standa undir stríðskostnaði. Við í minnihlutanum í fjárlaganefnd lögðum fram breytingartillögu við fjárlögin sem var rædd í þinginu fyrir jól þar sem m.a. var lagt til að umræddu 2 milljarða gati í spítalaþjónustu fyrir þetta ár yrði lokað. Því var hafnað af ríkisstjórnarflokkunum. Það eru margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á álag núna á spítalanum. Stór hluti er undirliggjandi vanfjármögnun sem hefur undið upp á sig, og toppar svo þegar stríð skellur á. Það gefur augaleið að ætla bara að rétt fjármagna þennan stríðstopp og kalla það gott er ekki til þess fallið að bæta mönnun á spítalanum. Mönnun tekur vissulega tíma. En við hljótum að spyrja okkur hvernig á því stendur að eftir 2 ár er þessi vandi enn til staðar. Það er svo hámark kaldhæðninnar að ástæðan fyrir umræddu 2 milljarða króna gati er að ríkisstjórnin ákvað að nýta fjármagn sem hefði átt að renna til spítalans til að halda óbreyttri þjónustu, samhliða öldrun og fólksfjölgun, til að borga fyrir Betri vaktavinnutíma starfsfólks. Sem sagt, úrræði til að bæta mönnun er fjármagnað með því að taka fjármagn af almennum rekstri spítalans. Álagið fært úr einum vasa í annan. Ef þetta snýst um forgangsröðun fjármagns þarf að svara fyrir það hvers vegna stjórnarmeirihlutinn ýtti í gegn aðgerðum sem kosta ríkissjóð 7 milljarða króna í tengslum við úrræðið „Allir vinna“ rétt fyrir áramót – úrræði sem ráðuneyti fjármálaráðherra varaði við að væri hagstjórnarmistök að framlengja miðað við spennu í þessum hluta hagkerfisins. En sjúkrahúsþjónusta, sem er í dag viðmiðið í sóttvarnaraðgerðum, situr enn eftir. Hvert er eiginlega planið og hvernig rímar þessi forgangsröðun við það? Í stríði þarf að fara óhefðbundnar leiðir og hugsa stórt. Rausnarlegt álag á laun fólks hefur ekki komið til umræðu í úrræðum stjórnvalda. Og eftir einhvern tíma er fólk einfaldlega orðið svo þreytt, og margir hverjir móðgaðir, að peningar geta ekki einu sinni lokkað það til baka. Þá ábyrgð bera þau sem stýra fjárheimildum til spítalans. Peningar leysa vissulega ekki allt og vafalaust er ýmislegt á spítalanum sem má bæta með öðrum aðgerðum, stjórnun og skipulagi. En í stríði gengur þú í málið, ferð í akút aðgerð. Í svona ástandi á að forgangsraða til framlínunnar. Enda tekur allt samfélagið í dag mið af ástandinu þar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og aðalmaður í fjárlaganefnd Alþingis.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun