Samfélagssáttmáli, er það raunhæft? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 19. janúar 2022 12:31 Í 23 mánuði höfum við verið í ástandi þar sem allt hefur gengið út á það að lifa af, sjá fyrir næsta horn, bíða eftir næsta fréttatíma, heyra tölur, fjölda, stöðuna, hvað næst? Bíða aðeins, vona það besta, reyna að plana, endurplana, endurplana endurplanið. Gefast upp, byrja aftur, reyna betur. Við vitum að við getum miklu meira en okkur hefði grunað, við vitum að við komumst miklu lengra en við töldum mögulegt, við vitum að við getum staðið saman í gegnum ótrúlegustu aðstæður, við vitum að með því að trúa á betri tíð þá höldum við áfram, skref fyrir skref. Svo kemur þessi nýjasti skellur, sem fólk hreinlega upplifir sem rothögg. Þá koma spurningar eins og, hversu mikið lengur? Hvað á ég að segja starfsfólkinu? Viðskiptavinum? Bankanum? Hvernig get ég endurskipulagt endurskipulagða planið mitt í óteljandi skiptið? Það er búið að biðja fólk í ákveðnum atvinnugreinum, langflestum sem tilheyra greinum innan ferðaþjónustu að þetta sé alveg að verða búið, bara ein lokun og svo sjáist fyrir endann á þessu. Núna, ca óteljandi aðgerðum síðar þá sér ekki fyrir endann á neinu og algjör óvissa framundan. Það þarf því að koma sér saman um sanngjarnar aðgerðir til handa þessum fyrirtækjum og fólki sem hefur aleiguna sína undir í rekstri til þess að geta byggt upp að nýju. Það þarf samfélagssáttmála um að uppbygging og endurræsing geti átt sér stað séu forsendur fyrir slíku fyrir hendi. Sáttmálinn þarf að taka til þess að mismunandi sviðsmyndir geti komið til. Fyrirsjáanleiki í eins miklu óvissu ástandi og uppi er núna er allra besta forvörn og fjárfesting sem hið opinbera og bankastofnanir geta gripið til núna. Í þessum sáttmála gæti m.a. komið fram: Stuðningslánum til fyrirtækja sem voru í heilbrigðum rekstri fyrir Covid 19 fá lánum breytt í styrk (heilbrigðan rekstur þarf að skilgreina nánar og líta til áranna 2017-2019) Stjórnvöld haldi áfram með aðgerðir sem hafa gagnast vel fram að þessu, s.s. hlutabótaleið, ráðningastyrki og hefjum störf. Viðspyrnustyrki þarf að framlengja í réttu samhengi við framtíðarhorfur, langtímastefnumótun fyrirtækjanna og heilbrigði rekstrar fyrir heimsfaraldur. Sveigjanleiki í lengingum og endurfjármögnun lána frá lánastofnunum og slíkt sé gert með langtíma fjárfestingu og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi. Skoða lán frá ferðaábyrgðasjóði m.t.t raunhæfi á endurgreiðslutímabili, stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig og rekstrarhæfi til lengri tíma. Til að njóta góðs að stuðningsaðgerðum hins opinbera og bankastofnanna mættu viðkomandi aðilar í staðinn gera ríkari kröfur til fyrirtækja um að hafa ekki einungis rekstaráætlanir í Iagi heldur hefja undirbúning eða sýna fram á að þau stundi ábyrgan rekstur, hafi umhverfis og sjálfbærnistefnur, séu með vottuð gæðakerfi og eða vinni að inneiðingu slíkra verkefna með markvissum og óyggjandi hætti. Nýta ætti tímann núna til að aðstoða fyrirtæki sem þess þurfa, með öllum hætti til þess að innleiða nýsköpun, vörþróun, gæðamál og breytta viðskiptahætti í takti við nýja tíma. Ef við ætlum að standa uppi sem samkeppnishæf atvinnugrein í lok þessa heimsfaraldurs þá verðum við að fá súrefni til að standa aðeins lengur í fæturna. Þannig munum við ekki bara lifa af heldur geta átt möguleika á að lifa raunverulega. Ferðaþjónusta er í miklum meirihluta lítil fjölskyldufyrirtæki þar sem aðilum hefur tekist að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu í fjölbreyttum störfum sem allsstaðar, um allt land, hefur glætt samfélögin lífi og gert daglegt líf okkar svo miklu ríkara af menningu og gæða þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í 23 mánuði höfum við verið í ástandi þar sem allt hefur gengið út á það að lifa af, sjá fyrir næsta horn, bíða eftir næsta fréttatíma, heyra tölur, fjölda, stöðuna, hvað næst? Bíða aðeins, vona það besta, reyna að plana, endurplana, endurplana endurplanið. Gefast upp, byrja aftur, reyna betur. Við vitum að við getum miklu meira en okkur hefði grunað, við vitum að við komumst miklu lengra en við töldum mögulegt, við vitum að við getum staðið saman í gegnum ótrúlegustu aðstæður, við vitum að með því að trúa á betri tíð þá höldum við áfram, skref fyrir skref. Svo kemur þessi nýjasti skellur, sem fólk hreinlega upplifir sem rothögg. Þá koma spurningar eins og, hversu mikið lengur? Hvað á ég að segja starfsfólkinu? Viðskiptavinum? Bankanum? Hvernig get ég endurskipulagt endurskipulagða planið mitt í óteljandi skiptið? Það er búið að biðja fólk í ákveðnum atvinnugreinum, langflestum sem tilheyra greinum innan ferðaþjónustu að þetta sé alveg að verða búið, bara ein lokun og svo sjáist fyrir endann á þessu. Núna, ca óteljandi aðgerðum síðar þá sér ekki fyrir endann á neinu og algjör óvissa framundan. Það þarf því að koma sér saman um sanngjarnar aðgerðir til handa þessum fyrirtækjum og fólki sem hefur aleiguna sína undir í rekstri til þess að geta byggt upp að nýju. Það þarf samfélagssáttmála um að uppbygging og endurræsing geti átt sér stað séu forsendur fyrir slíku fyrir hendi. Sáttmálinn þarf að taka til þess að mismunandi sviðsmyndir geti komið til. Fyrirsjáanleiki í eins miklu óvissu ástandi og uppi er núna er allra besta forvörn og fjárfesting sem hið opinbera og bankastofnanir geta gripið til núna. Í þessum sáttmála gæti m.a. komið fram: Stuðningslánum til fyrirtækja sem voru í heilbrigðum rekstri fyrir Covid 19 fá lánum breytt í styrk (heilbrigðan rekstur þarf að skilgreina nánar og líta til áranna 2017-2019) Stjórnvöld haldi áfram með aðgerðir sem hafa gagnast vel fram að þessu, s.s. hlutabótaleið, ráðningastyrki og hefjum störf. Viðspyrnustyrki þarf að framlengja í réttu samhengi við framtíðarhorfur, langtímastefnumótun fyrirtækjanna og heilbrigði rekstrar fyrir heimsfaraldur. Sveigjanleiki í lengingum og endurfjármögnun lána frá lánastofnunum og slíkt sé gert með langtíma fjárfestingu og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi. Skoða lán frá ferðaábyrgðasjóði m.t.t raunhæfi á endurgreiðslutímabili, stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig og rekstrarhæfi til lengri tíma. Til að njóta góðs að stuðningsaðgerðum hins opinbera og bankastofnanna mættu viðkomandi aðilar í staðinn gera ríkari kröfur til fyrirtækja um að hafa ekki einungis rekstaráætlanir í Iagi heldur hefja undirbúning eða sýna fram á að þau stundi ábyrgan rekstur, hafi umhverfis og sjálfbærnistefnur, séu með vottuð gæðakerfi og eða vinni að inneiðingu slíkra verkefna með markvissum og óyggjandi hætti. Nýta ætti tímann núna til að aðstoða fyrirtæki sem þess þurfa, með öllum hætti til þess að innleiða nýsköpun, vörþróun, gæðamál og breytta viðskiptahætti í takti við nýja tíma. Ef við ætlum að standa uppi sem samkeppnishæf atvinnugrein í lok þessa heimsfaraldurs þá verðum við að fá súrefni til að standa aðeins lengur í fæturna. Þannig munum við ekki bara lifa af heldur geta átt möguleika á að lifa raunverulega. Ferðaþjónusta er í miklum meirihluta lítil fjölskyldufyrirtæki þar sem aðilum hefur tekist að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu í fjölbreyttum störfum sem allsstaðar, um allt land, hefur glætt samfélögin lífi og gert daglegt líf okkar svo miklu ríkara af menningu og gæða þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun