Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi? Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 20. janúar 2022 14:00 Ég á afa sem eyddi meirihluta ævi sinnar sem kúabóndi upp í sveit og eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman er að spjalla um fortíðina. Hann þekkti hverja kú með nafni og börnin í sveitinni áttu iðulega sína uppáhalds kú. Hann upplifði það frá fyrstu hendi þegar mjólkin varð söluvara og peningar fóru að berast inn á bæinn. Það er stundum erfitt að ímynda sér hvað það er stutt síðan hlutirnir voru allt öðruvísi. Fyrir 100 árum var líf á Íslandi allt annað en það er í dag. Mataræðið í sveitinni hjá afa samanstóð af því sem kom frá býlinu ásamt einstaka munaðarvörum eins og sykri og kaffi. Fjölbreytnin var ekki mikil miðað við það sem þekkist í dag og það er ekki hægt að segja að það hefði verið auðvelt að vera vegan á þeim tíma. Í dag get ég skroppið í búðina og fengið mat frá öllum heimshornum. Úrvalið er gífurlegt og virðist aukast með hverju árinu. Ég er þakklát þessu úrvali en ókosturinn er án efa sá að erfiðara er að rekja uppruna matvælanna. Það er nánast engin leið fyrir neytendur að tryggja að allt sem þeir kaupa hafi verið framleitt með siðferðislegum hætti. Á meðan stóðu flest matvæli nærri heimilunum hér í denn. Fólk fann bragðmun á smjöri eftir því hvaðan það kom og var gjarnan meðvitað um það í sveitunum ef einhver fór illa með dýrin sín. Litlum býlum hefur fækkað á landinu og nú eru þau orðin stærri, með afkastameiri framleiðslu og eru minni hluti af lífum margra í sveitum landsins. Erfitt er að rekja uppruna mjólkurinnar til ákveðinna búa. Fyrir neytendur er erfiðara að fylgjast með því hvernig staðið er að framleiðslunni og því hefur eftirlit með dýravelferð aldrei verið mikilvægara. Ég velti stundum fyrir mér hvort viðhorf okkar til dýranna hafi breyst á þessum tíma. Flest okkar erum við fjarlæg þeim og sjáum aldrei hvernig þau enda á disknum okkar. Ég trúi því að við viljum flest að vel sé farið með dýr. Lögin okkar um dýravelferð eru falleg en endurspegla engan veginn raunveruleika dýra á Íslandi í dag. Við höfum séð ný mál koma upp á yfirborðið trekk í trekk. Blóðmerahaldið, legusárin í svínabúum landsins, brúneggjamálið, slæm meðferð eldisfiska og fleira. En hver er staðan? Verksmiðjubúum á Íslandi fjölgar og erfitt er að afla sér upplýsinga um þann iðnað. Það er lágmarkskrafa að almenningur sé upplýstur um velferð dýra í landinu. Ég vil að farið sé eftir lögum um dýravelferð og þau orðuð á þann hátt að þau geri raunverulega gagn. Ég vil að upplýsingar um dýravelferð séu aðgengilegar almenningi og að öllum sé ljóst hvaða aðferðum er beitt innan veggja verksmiðjubúa á Íslandi. Í kvöld stýri ég málþinginu “Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi?” sem haldið er af Samtökum grænkera á Íslandi og Landvernd í tilefni af Veganúar. Málþingið hefst kl. 20 og verður aðgengilegt öllum rafrænt á Facebook. Ég hvet ykkur eindregið til þess að mæta, hlýða á umræðurnar, spyrja spurninga og kynna ykkur málefnið. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Veganúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ég á afa sem eyddi meirihluta ævi sinnar sem kúabóndi upp í sveit og eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman er að spjalla um fortíðina. Hann þekkti hverja kú með nafni og börnin í sveitinni áttu iðulega sína uppáhalds kú. Hann upplifði það frá fyrstu hendi þegar mjólkin varð söluvara og peningar fóru að berast inn á bæinn. Það er stundum erfitt að ímynda sér hvað það er stutt síðan hlutirnir voru allt öðruvísi. Fyrir 100 árum var líf á Íslandi allt annað en það er í dag. Mataræðið í sveitinni hjá afa samanstóð af því sem kom frá býlinu ásamt einstaka munaðarvörum eins og sykri og kaffi. Fjölbreytnin var ekki mikil miðað við það sem þekkist í dag og það er ekki hægt að segja að það hefði verið auðvelt að vera vegan á þeim tíma. Í dag get ég skroppið í búðina og fengið mat frá öllum heimshornum. Úrvalið er gífurlegt og virðist aukast með hverju árinu. Ég er þakklát þessu úrvali en ókosturinn er án efa sá að erfiðara er að rekja uppruna matvælanna. Það er nánast engin leið fyrir neytendur að tryggja að allt sem þeir kaupa hafi verið framleitt með siðferðislegum hætti. Á meðan stóðu flest matvæli nærri heimilunum hér í denn. Fólk fann bragðmun á smjöri eftir því hvaðan það kom og var gjarnan meðvitað um það í sveitunum ef einhver fór illa með dýrin sín. Litlum býlum hefur fækkað á landinu og nú eru þau orðin stærri, með afkastameiri framleiðslu og eru minni hluti af lífum margra í sveitum landsins. Erfitt er að rekja uppruna mjólkurinnar til ákveðinna búa. Fyrir neytendur er erfiðara að fylgjast með því hvernig staðið er að framleiðslunni og því hefur eftirlit með dýravelferð aldrei verið mikilvægara. Ég velti stundum fyrir mér hvort viðhorf okkar til dýranna hafi breyst á þessum tíma. Flest okkar erum við fjarlæg þeim og sjáum aldrei hvernig þau enda á disknum okkar. Ég trúi því að við viljum flest að vel sé farið með dýr. Lögin okkar um dýravelferð eru falleg en endurspegla engan veginn raunveruleika dýra á Íslandi í dag. Við höfum séð ný mál koma upp á yfirborðið trekk í trekk. Blóðmerahaldið, legusárin í svínabúum landsins, brúneggjamálið, slæm meðferð eldisfiska og fleira. En hver er staðan? Verksmiðjubúum á Íslandi fjölgar og erfitt er að afla sér upplýsinga um þann iðnað. Það er lágmarkskrafa að almenningur sé upplýstur um velferð dýra í landinu. Ég vil að farið sé eftir lögum um dýravelferð og þau orðuð á þann hátt að þau geri raunverulega gagn. Ég vil að upplýsingar um dýravelferð séu aðgengilegar almenningi og að öllum sé ljóst hvaða aðferðum er beitt innan veggja verksmiðjubúa á Íslandi. Í kvöld stýri ég málþinginu “Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi?” sem haldið er af Samtökum grænkera á Íslandi og Landvernd í tilefni af Veganúar. Málþingið hefst kl. 20 og verður aðgengilegt öllum rafrænt á Facebook. Ég hvet ykkur eindregið til þess að mæta, hlýða á umræðurnar, spyrja spurninga og kynna ykkur málefnið. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Veganúar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun