Kokteilboð á kostnað almennings Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 09:00 Þegar ég hóf störf sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis árið 2012 hafði ég lítið sem ekkert heyrt fjallað um eða orðið vör við þátttöku þingmanna í starfi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Þá hafði ég stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, ásamt því að starfa við alþjóðastofnanir erlendis og utanríkisráðuneytið hér heima. Í kjölfar starfa minna hjá Alþingi kenndi ég námskeið um alþjóðastofnanir við Háskóla Íslands. Þar fjallaði ég m.a. um alþjóðleg þingmannasamtök en þá hafði, eftir því sem ég kemst næst, aldrei verið fjallað um slík þingmannasamtök í umræddu námskeiði áður, né í öðrum námskeiðum við háskóla landsins yfirleitt. Í kennslubókinni, 600 blaðsíðna doðranti um alla mögulega leikendur í alþjóðakerfinu, þ.á.m. frjáls félagasamtök, alþjóðleg fyrirtæki og kvikmyndastjörnur, var ekki minnst einu orði á þingmenn sem gerendur í alþjóðakerfinu. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Framan af ríkti ákveðin leynd yfir þátttöku alþingismanna í alþjóðastarfi. Engar skýrslur voru gerðar um starfið né upplýsingar um það að finna opinberlega. Sem betur fer hefur orðið breyting þar á. Nú eru upplýsingar um ferðir og skýrslur um fundi erlendis aðgengilegar á vef Alþingis. Þekking almennings á starfinu er hins vegar afar takmörkuð og gagnrýnin um „kokteilboð á kostnað almennings“ áberandi í umræðunni. Lítil þekking bæði almennings og fræðimanna á málefninu, sem og lítill áhugi og aðhald fjölmiðla, hefur þær afleiðingar að þátttaka þingmanna í alþjóðastarfi er að miklu leyti ósýnileg. Það er einna helst að beinn kostnaður af ferðalögum sé reifaður. Þá er starfið einnig lítið sýnilegt innan þingsins og engir skýrir farvegir til staðar til að sú þekking og reynsla sem þingmenn öðlast í gegnum alþjóðastarfið nýtist við mótun löggjafar á Íslandi. Einnig er óljóst hvernig þingmenn eiga að vinna að markmiðum þess þingmannasamstarfs sem þeir taka þátt í, annars vegar á vettvangi Alþingis, og hins vegar í samstarfi við sitjandi ríkisstjórn. Af öllu þessu leiðir að þingmenn sjá á stundum lítinn hag í að sinna umræddu starfi af krafti, það er enda ekki endilega líklegt til vinsælda í kjördæminu, en álit kjósenda á alþjóðastarfi þingmanna hefur oft á tíðum verið heldur neikvætt. Það er enginn þingmaður kosinn á þing á grundvelli áforma um þátttöku í alþjóðlegu þingmannastarfi. Þetta leiðir svo aftur til þeirrar hættu á að embættismenn ráði ferðinni í umræddu starfi frekar en hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar. Til að rjúfa megi þennan vítahring þarf að rannsaka og greina þátttöku Alþingis í alþjóðlegu þingmannastarfi, auka umræðu um starfið og veita þingmönnum aukið aðhald við störf sín á alþjóðavettvangi. Þá er full ástæða til að endurskoða reglulega þátttöku alþingismanna í umræddu starfi, greina hverju starfið er að skila, og forgangsraða upp á nýtt þegar þörf er á. Í þessu reynir á almenning, fræðimenn, fjölmiðla, sem og þingið sjálft og skrifstofu þess. Í grunninn er um tvennt að ræða. Annars vegar, hvaða hlutverk við viljum að þingmenn okkar hafi á alþjóðavettvangi. Hins vegar, hvernig við tryggjum að framlag þeirra skili sem mestu, bæði fyrir íslenskt samfélag sem og alþjóðasamfélagið í heild. Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar þátttöku þingmanna í alþjóðlegu þingmannastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Alþingi Utanríkismál Háskólar Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf störf sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis árið 2012 hafði ég lítið sem ekkert heyrt fjallað um eða orðið vör við þátttöku þingmanna í starfi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Þá hafði ég stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, ásamt því að starfa við alþjóðastofnanir erlendis og utanríkisráðuneytið hér heima. Í kjölfar starfa minna hjá Alþingi kenndi ég námskeið um alþjóðastofnanir við Háskóla Íslands. Þar fjallaði ég m.a. um alþjóðleg þingmannasamtök en þá hafði, eftir því sem ég kemst næst, aldrei verið fjallað um slík þingmannasamtök í umræddu námskeiði áður, né í öðrum námskeiðum við háskóla landsins yfirleitt. Í kennslubókinni, 600 blaðsíðna doðranti um alla mögulega leikendur í alþjóðakerfinu, þ.á.m. frjáls félagasamtök, alþjóðleg fyrirtæki og kvikmyndastjörnur, var ekki minnst einu orði á þingmenn sem gerendur í alþjóðakerfinu. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Framan af ríkti ákveðin leynd yfir þátttöku alþingismanna í alþjóðastarfi. Engar skýrslur voru gerðar um starfið né upplýsingar um það að finna opinberlega. Sem betur fer hefur orðið breyting þar á. Nú eru upplýsingar um ferðir og skýrslur um fundi erlendis aðgengilegar á vef Alþingis. Þekking almennings á starfinu er hins vegar afar takmörkuð og gagnrýnin um „kokteilboð á kostnað almennings“ áberandi í umræðunni. Lítil þekking bæði almennings og fræðimanna á málefninu, sem og lítill áhugi og aðhald fjölmiðla, hefur þær afleiðingar að þátttaka þingmanna í alþjóðastarfi er að miklu leyti ósýnileg. Það er einna helst að beinn kostnaður af ferðalögum sé reifaður. Þá er starfið einnig lítið sýnilegt innan þingsins og engir skýrir farvegir til staðar til að sú þekking og reynsla sem þingmenn öðlast í gegnum alþjóðastarfið nýtist við mótun löggjafar á Íslandi. Einnig er óljóst hvernig þingmenn eiga að vinna að markmiðum þess þingmannasamstarfs sem þeir taka þátt í, annars vegar á vettvangi Alþingis, og hins vegar í samstarfi við sitjandi ríkisstjórn. Af öllu þessu leiðir að þingmenn sjá á stundum lítinn hag í að sinna umræddu starfi af krafti, það er enda ekki endilega líklegt til vinsælda í kjördæminu, en álit kjósenda á alþjóðastarfi þingmanna hefur oft á tíðum verið heldur neikvætt. Það er enginn þingmaður kosinn á þing á grundvelli áforma um þátttöku í alþjóðlegu þingmannastarfi. Þetta leiðir svo aftur til þeirrar hættu á að embættismenn ráði ferðinni í umræddu starfi frekar en hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar. Til að rjúfa megi þennan vítahring þarf að rannsaka og greina þátttöku Alþingis í alþjóðlegu þingmannastarfi, auka umræðu um starfið og veita þingmönnum aukið aðhald við störf sín á alþjóðavettvangi. Þá er full ástæða til að endurskoða reglulega þátttöku alþingismanna í umræddu starfi, greina hverju starfið er að skila, og forgangsraða upp á nýtt þegar þörf er á. Í þessu reynir á almenning, fræðimenn, fjölmiðla, sem og þingið sjálft og skrifstofu þess. Í grunninn er um tvennt að ræða. Annars vegar, hvaða hlutverk við viljum að þingmenn okkar hafi á alþjóðavettvangi. Hins vegar, hvernig við tryggjum að framlag þeirra skili sem mestu, bæði fyrir íslenskt samfélag sem og alþjóðasamfélagið í heild. Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar þátttöku þingmanna í alþjóðlegu þingmannastarfi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun