Ný veitingahús sitja í súpunni Þorgeir Helgason skrifar 25. janúar 2022 20:30 Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. Það var því fagnaðarefni þegar ríkisstjórnin tilkynnti að mælt yrði fyrir frumvarpi um veitingastyrki á Alþingi. Fögnuðurinn entist hins vegar skammt þegar í ljós kom að viðspyrnustyrkurinn sem bjóða á nýjum og nýlegum veitingahúsum er sama marki brenndur og fyrri úrræði ríkisstjórnarinnar. Á meðan eldri veitingahús fá styrki greidda miðað við tekjur sem þau höfðu árið 2019 þurfa ný veitingahús að reikna út meðaltekjur á lamandi veirutímum og bera þær saman við tekjur á lamandi veirutímum. Bersýnilega er erfitt að sýna fram á tekjutap á milli tímabila þegar reksturinn hefur nánast aðeins verið rekinn á tímum sóttvarnaraðgerða. Í tilfelli 27 mathúss & bars, sem tók til starfa þann 11. mars. 2020, ber við umsókn um viðspyrnustyrk að miða við meðaltekjur veitingastaðarins frá 11. mars 2020 til 30. nóvember 2021. Um er að ræða 629 daga tímabil. Á því tímabili voru einungis 34 dagar þar sem engar sóttvarnarráðstafanir voru í gildi. Í heildina voru 10-50 manna samkomutakmarkanir í gildi 291 dag sem er nánast um annan hvern dag frá því að veitingastaðurinn hóf rekstur. Enn fremur var skertur afgreiðslutími í 273 daga á umræddu tímabili. Það er því í engu falli raunhæft eða sanngjarnt að hafa til viðmiðunar um tekjufall veitingastaðar á tímabili þar sem harðar og hamlandi samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími ríkti annan hvern dag. Þessu má líkja við að setja saklausan mann í fangelsi og ætla síðar að borga honum bætur en miða þá við tekjurnar sem hann hafði í fangelsinu. Sanngjarnt og eðlilegt væri að leyfa nýjum veitingahúsum að sýna meðaltekjur á þeim tímabilum sem samkomutakmarkanir voru ekki við lýði eða ekki hamlandi í þessum geira. Þannig er 102 daga tímabilið frá 28. ágúst 2021 til 8. desember 2021 sérstaklega vel til þess fallið. Á þessu tímabili miðuðust samkomutakmarkanir við 200-2000 manns í rými og afgreiðslutími var ekki skertur. Rekstrarumhverfi veitingahúsa er alveg nógu erfitt þótt við sem ný erum í bransanum þurfum ekki að keppa í verði og þjónustu við veitingahús sem njóta ríkra ríkisstyrkja. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú borist umsögn frá átta nýstofnuðum veitingahúsum þar sem hvatt er til þess að sanngirni sé gætt við úthlutun ríkisstyrkja til veitingahúsa. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn horfi til þeirra athugasemda og breyti frumvarpinu til hins betra. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri 27 mathús & bar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Alþingi Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. Það var því fagnaðarefni þegar ríkisstjórnin tilkynnti að mælt yrði fyrir frumvarpi um veitingastyrki á Alþingi. Fögnuðurinn entist hins vegar skammt þegar í ljós kom að viðspyrnustyrkurinn sem bjóða á nýjum og nýlegum veitingahúsum er sama marki brenndur og fyrri úrræði ríkisstjórnarinnar. Á meðan eldri veitingahús fá styrki greidda miðað við tekjur sem þau höfðu árið 2019 þurfa ný veitingahús að reikna út meðaltekjur á lamandi veirutímum og bera þær saman við tekjur á lamandi veirutímum. Bersýnilega er erfitt að sýna fram á tekjutap á milli tímabila þegar reksturinn hefur nánast aðeins verið rekinn á tímum sóttvarnaraðgerða. Í tilfelli 27 mathúss & bars, sem tók til starfa þann 11. mars. 2020, ber við umsókn um viðspyrnustyrk að miða við meðaltekjur veitingastaðarins frá 11. mars 2020 til 30. nóvember 2021. Um er að ræða 629 daga tímabil. Á því tímabili voru einungis 34 dagar þar sem engar sóttvarnarráðstafanir voru í gildi. Í heildina voru 10-50 manna samkomutakmarkanir í gildi 291 dag sem er nánast um annan hvern dag frá því að veitingastaðurinn hóf rekstur. Enn fremur var skertur afgreiðslutími í 273 daga á umræddu tímabili. Það er því í engu falli raunhæft eða sanngjarnt að hafa til viðmiðunar um tekjufall veitingastaðar á tímabili þar sem harðar og hamlandi samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími ríkti annan hvern dag. Þessu má líkja við að setja saklausan mann í fangelsi og ætla síðar að borga honum bætur en miða þá við tekjurnar sem hann hafði í fangelsinu. Sanngjarnt og eðlilegt væri að leyfa nýjum veitingahúsum að sýna meðaltekjur á þeim tímabilum sem samkomutakmarkanir voru ekki við lýði eða ekki hamlandi í þessum geira. Þannig er 102 daga tímabilið frá 28. ágúst 2021 til 8. desember 2021 sérstaklega vel til þess fallið. Á þessu tímabili miðuðust samkomutakmarkanir við 200-2000 manns í rými og afgreiðslutími var ekki skertur. Rekstrarumhverfi veitingahúsa er alveg nógu erfitt þótt við sem ný erum í bransanum þurfum ekki að keppa í verði og þjónustu við veitingahús sem njóta ríkra ríkisstyrkja. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú borist umsögn frá átta nýstofnuðum veitingahúsum þar sem hvatt er til þess að sanngirni sé gætt við úthlutun ríkisstyrkja til veitingahúsa. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn horfi til þeirra athugasemda og breyti frumvarpinu til hins betra. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri 27 mathús & bar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun