Segi það aftur: Frítt í strætó Baldur Borgþórsson skrifar 31. janúar 2022 12:00 Fjögur ár. Það er sá tími sem undirritaður hefur ítrekað bent á réttu leiðina til að auka notkun á strætó. Sleppum borgarlínu, höfum frítt í strætó og spörum milljarða á ári. Ár eftir ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta. Þannig leysum við málin. Tilraunaverkefni til 12 mánaða, Frítt í Strætó, er góð leið til að auka notkun strætó og mun á sama tíma koma sér afar vel þar sem þröngt er í búi. Samhliða yrði ráðist í umbætur á leiðakerfum og sérreinum fjölgað þar sem því verður við komið. Kostnaður er óverulegur enda eru beinar tekjur strætó af fargjaldasölu innan við tveir milljarðar á ári. Verkefninu yrði fylgt eftir með sölu strætókorta á afar lágu verði, broti af því sem er í dag. Slík nálgun myndi tryggja að nær allir sæju sér hag í að vera með. Í áður innsendri grein Ókeypis í strætó í hundrað ár - Vísir (visir.is) fer ég nokkuð ítarlega yfir þennan málaflokk og hvet áhugafólk um skynsamlegar lausnir að kynna sér það sem þar kemur fram. Því miður er það svo að áform um borgarlínu eins og þau liggja fyrir munu hafa mun víðtækari neikvæð áhrif en virðist við fyrstu sýn og því er rétt að gera því skil við þessi tímamót: Flutningsgeta almennrar umferðar mun hrynja um alla borg. Gott dæmi um það er Suðurlandsbraut sem verður ein akrein í hvora akstursstefnu með borgarlínu í miðju. Flutningsgeta almennrar umferðar mun við þetta minnka um allt að 75% að mati sérfróðra. Þessi neikvæðu áhrif munu síðan endurtaka sig um borgina alla. Alls staðar þar sem borgarlína á að liggja mun flutningsgeta almennrar umferðar hrynja og keðjuverkunaráhrifa mun gæta um alla borg. Með þessum hætti er ætlunin að þvinga almenning til notkunar á strætó. Þetta eru stór orð en ekki mín heldur fulltrúa meirihluta borgarstjórnar. Að taka valkostinn af borgarbúum er þeirra lausn á málum. En áhrifanna gæti víðar. Heldur betur. Fjöldi tillagna Sjálfstæðisflokksins í borginni um að brjóta nýtt byggingaland til að mæta eftirspurn er hafnað af fulltrúum meirihluta Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Aftur og aftur er ekki bara skynsamlegum heldur nauðsynlegum tillögum hafnað og ávallt með sömu rökum: Að tillögurnar samræmist ekki áformum um borgarlínu. Punktur. Það þarf því engan að undra þegar horft er til stöðunnar á fasteignamarkaði borgarinnar í dag. Íbúðarhúsnæði á verði sem venjulegt fólk hefu ráð á er nær ófáanlegt og atgervisflóttinn mikill. Þúsundir samborgara okkar hefur því ekki annan kost en að festa kaup á húsnæði langt utan borgarinnar, allt austur á Hvolsvöll, vestur í Borgarnes, suður í Sandgerði og allt þar á milli. Þá tekur við að sækja vinnu til borgarinnar. Daglega. Allt þetta í nafni borgarlínu. Hversu galið er það? Nú er það vissulega fagnaðarefni að byggðir styrkist sem víðast og það er enginn vafi í mínum huga að það er gott að búa á öllum þessum stöðum. Það er hinsvegar ekki gott að þurfa að sækja vinnu um langa leið, heldur beinlínis óhagkvæmt, ófjölskylduvænt , óumhverfisvænt og síðast en ekki síst, óþarfi. Vegna þess að við eigum gnægð byggingalands í borginni. Byggingalands sem okkur ber að nýta þrátt fyrir að ,, það samræmist ekki áformum um borgarlínu.´´ Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að teknar séu ákvarðanir sem byggðar eru á skynsemi og virðingu gagnvart íbúum borgarinnar og rétti þeirra til að velja það sem hentar þeim og þeirra best hverju sinni? Ég segi það. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Borgþórsson Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Strætó Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fjögur ár. Það er sá tími sem undirritaður hefur ítrekað bent á réttu leiðina til að auka notkun á strætó. Sleppum borgarlínu, höfum frítt í strætó og spörum milljarða á ári. Ár eftir ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta. Þannig leysum við málin. Tilraunaverkefni til 12 mánaða, Frítt í Strætó, er góð leið til að auka notkun strætó og mun á sama tíma koma sér afar vel þar sem þröngt er í búi. Samhliða yrði ráðist í umbætur á leiðakerfum og sérreinum fjölgað þar sem því verður við komið. Kostnaður er óverulegur enda eru beinar tekjur strætó af fargjaldasölu innan við tveir milljarðar á ári. Verkefninu yrði fylgt eftir með sölu strætókorta á afar lágu verði, broti af því sem er í dag. Slík nálgun myndi tryggja að nær allir sæju sér hag í að vera með. Í áður innsendri grein Ókeypis í strætó í hundrað ár - Vísir (visir.is) fer ég nokkuð ítarlega yfir þennan málaflokk og hvet áhugafólk um skynsamlegar lausnir að kynna sér það sem þar kemur fram. Því miður er það svo að áform um borgarlínu eins og þau liggja fyrir munu hafa mun víðtækari neikvæð áhrif en virðist við fyrstu sýn og því er rétt að gera því skil við þessi tímamót: Flutningsgeta almennrar umferðar mun hrynja um alla borg. Gott dæmi um það er Suðurlandsbraut sem verður ein akrein í hvora akstursstefnu með borgarlínu í miðju. Flutningsgeta almennrar umferðar mun við þetta minnka um allt að 75% að mati sérfróðra. Þessi neikvæðu áhrif munu síðan endurtaka sig um borgina alla. Alls staðar þar sem borgarlína á að liggja mun flutningsgeta almennrar umferðar hrynja og keðjuverkunaráhrifa mun gæta um alla borg. Með þessum hætti er ætlunin að þvinga almenning til notkunar á strætó. Þetta eru stór orð en ekki mín heldur fulltrúa meirihluta borgarstjórnar. Að taka valkostinn af borgarbúum er þeirra lausn á málum. En áhrifanna gæti víðar. Heldur betur. Fjöldi tillagna Sjálfstæðisflokksins í borginni um að brjóta nýtt byggingaland til að mæta eftirspurn er hafnað af fulltrúum meirihluta Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Aftur og aftur er ekki bara skynsamlegum heldur nauðsynlegum tillögum hafnað og ávallt með sömu rökum: Að tillögurnar samræmist ekki áformum um borgarlínu. Punktur. Það þarf því engan að undra þegar horft er til stöðunnar á fasteignamarkaði borgarinnar í dag. Íbúðarhúsnæði á verði sem venjulegt fólk hefu ráð á er nær ófáanlegt og atgervisflóttinn mikill. Þúsundir samborgara okkar hefur því ekki annan kost en að festa kaup á húsnæði langt utan borgarinnar, allt austur á Hvolsvöll, vestur í Borgarnes, suður í Sandgerði og allt þar á milli. Þá tekur við að sækja vinnu til borgarinnar. Daglega. Allt þetta í nafni borgarlínu. Hversu galið er það? Nú er það vissulega fagnaðarefni að byggðir styrkist sem víðast og það er enginn vafi í mínum huga að það er gott að búa á öllum þessum stöðum. Það er hinsvegar ekki gott að þurfa að sækja vinnu um langa leið, heldur beinlínis óhagkvæmt, ófjölskylduvænt , óumhverfisvænt og síðast en ekki síst, óþarfi. Vegna þess að við eigum gnægð byggingalands í borginni. Byggingalands sem okkur ber að nýta þrátt fyrir að ,, það samræmist ekki áformum um borgarlínu.´´ Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að teknar séu ákvarðanir sem byggðar eru á skynsemi og virðingu gagnvart íbúum borgarinnar og rétti þeirra til að velja það sem hentar þeim og þeirra best hverju sinni? Ég segi það. Höfundur er varaborgarfulltrúi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun