Geðrækt barna er mikilvæg Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 31. janúar 2022 17:00 Börnin í borginni eiga að búa við bestu mögulegu þjónustu hverju sinni og að sú þjónusta sé veitt í nærumhverfi þeirra. Eftirköst þess að alast upp í heimsfaraldri eru ókunn en vitað er að innan hvers grunnskóla í borginni hafa á umliðnum árum hafa komið upp allmörg barnaverndarmál sem í mörgum tilvikum tengjast sálrænum og félagslegum erfiðleikum. Ég ætla hreinlega að gefa mér að líðan barna sé ekki að batna og að fordæmalaus fjöldi slíkra mála komi upp á næstu árum. Á sama tíma eru starfsmenn skólanna sjaldnast menntaðir til þess að aðstoða við að leysa vanda barna sem gliḿa við slíka erfiðleika og álagið sem leggst á kennara getur því verið gríðarlegt. Árið 2019 lagði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar til að þjónustu sálfræðinga og annarra fagaðila yrði í auknum mæli beint inn í grunnskólana og var það í takt við ítrekaðar óskir skólastjórnenda. Einnig kom fram að þrátt fyrir að þjónusta við skólana væri í boði þá þyrfti oft að bíða lengi eftir henni og ekki væri um meðferð nemenda að ræða. Einnig kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að kennurum þætti það erfiðast í starfinu að gliḿa við nemendur sem eiga erfitt uppdráttar. Umrædd skýrsla var unnin áður en heimsfaraldur skall á með sínum reglulegu bylgjum. Álagið á kennara hefur aukist verulega síðan þá og hætt er við að það leiði til langtímaveikinda og kulnunar í starfi. Áhrifin sem það hefur á nemendur, börnin í borginni, gætu orðið enn verri og til lengri framtíðar. Samfylkingin hefur í meirihlutasamstarfi sínu í Reykjavíkurborg gert ýmislegt til þess að bæta stöðu nemenda í skólum borgarinnar en aðstæðurnar sem uppi eru í dag og verða um ófyrirséða framtíð kalla á að stórátak verði gert. Að mínu mati á að fara eftir tillögum innri endurskoðunar og ráða sálfræðinga inn í skólana þar sem þeir munu hafa aðsetur. Með því að efla geðrækt er komið til móts við börnin og starfsmenn skólanna öllum til heilla. Það mun styðja við börnin og styrkja í náminu auk þess að draga úr álagi á kennara. Ég veit að félagar mínir í Samfylkingunni eru sammála um að nú sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða því börnin eru jú framtíð borgarinnar. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Börnin í borginni eiga að búa við bestu mögulegu þjónustu hverju sinni og að sú þjónusta sé veitt í nærumhverfi þeirra. Eftirköst þess að alast upp í heimsfaraldri eru ókunn en vitað er að innan hvers grunnskóla í borginni hafa á umliðnum árum hafa komið upp allmörg barnaverndarmál sem í mörgum tilvikum tengjast sálrænum og félagslegum erfiðleikum. Ég ætla hreinlega að gefa mér að líðan barna sé ekki að batna og að fordæmalaus fjöldi slíkra mála komi upp á næstu árum. Á sama tíma eru starfsmenn skólanna sjaldnast menntaðir til þess að aðstoða við að leysa vanda barna sem gliḿa við slíka erfiðleika og álagið sem leggst á kennara getur því verið gríðarlegt. Árið 2019 lagði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar til að þjónustu sálfræðinga og annarra fagaðila yrði í auknum mæli beint inn í grunnskólana og var það í takt við ítrekaðar óskir skólastjórnenda. Einnig kom fram að þrátt fyrir að þjónusta við skólana væri í boði þá þyrfti oft að bíða lengi eftir henni og ekki væri um meðferð nemenda að ræða. Einnig kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að kennurum þætti það erfiðast í starfinu að gliḿa við nemendur sem eiga erfitt uppdráttar. Umrædd skýrsla var unnin áður en heimsfaraldur skall á með sínum reglulegu bylgjum. Álagið á kennara hefur aukist verulega síðan þá og hætt er við að það leiði til langtímaveikinda og kulnunar í starfi. Áhrifin sem það hefur á nemendur, börnin í borginni, gætu orðið enn verri og til lengri framtíðar. Samfylkingin hefur í meirihlutasamstarfi sínu í Reykjavíkurborg gert ýmislegt til þess að bæta stöðu nemenda í skólum borgarinnar en aðstæðurnar sem uppi eru í dag og verða um ófyrirséða framtíð kalla á að stórátak verði gert. Að mínu mati á að fara eftir tillögum innri endurskoðunar og ráða sálfræðinga inn í skólana þar sem þeir munu hafa aðsetur. Með því að efla geðrækt er komið til móts við börnin og starfsmenn skólanna öllum til heilla. Það mun styðja við börnin og styrkja í náminu auk þess að draga úr álagi á kennara. Ég veit að félagar mínir í Samfylkingunni eru sammála um að nú sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða því börnin eru jú framtíð borgarinnar. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar