Endurtekin og endurnýtt umræða um evruna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. febrúar 2022 07:31 ESB-þingmenn á Alþingi nýta nú tækifærið og reyna að tengja umræðuna um efnahagsstöðuna hérlendis við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Gamalkunnar möntrur um kosti evrunnar og kjöraðstæður á evrusvæðinu eru rifjaðar upp og þá er ástæða til að rifja upp gamalkunn sannindi til andsvara. Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi og er langmikilvægasti viðskiptagjaldmiðill okkar bandaríkjadollar. Þannig er verðmæti útflutnings sem er seldur fyrir bandaríkjadollar langtum meiri en þess sem er seldur fyrir evrur. Það er því m.a. athyglisvert að skoða sveiflur á gengi evrunnar gagnvart dollarnum en þær virðast síst hafa verið minni en á gengi krónunnar gagnvart dollar. Ísland er sömuleiðis fremur opið hagkerfi og því háð áframhaldandi frjálsum viðskiptum. Þar skiptir EES-samningurinn höfuðmáli. Hann hefur tryggt greiðan aðgang íslenskra útflytjenda að evrópska markaðnum á þriðja áratug. Fríverslunarsamningar Íslands og gegnum EFTA eru sömuleiðis mikilvægir. Fríverslunarnet Íslands er því víðfeðmt. Samningarnir snúa að tollfrelsi eða tollalækkunum, draga úr viðskiptahindrunum og auka samkeppnishæfni. Þessi tæki, þ.e. eigið viðskiptafrelsi og aðildin að EFTA, hafa því nýst okkur vel til að skapa íslenskum fyrirtækjum besta mögulega viðskiptaumhverfið á erlendum mörkuðum. Um evrusvæðið er það að segja að vaxtaprósentan er þar eins misjöfn og löndin sem það byggja. Ekki er því hægt að setja samasemmerki milli vaxta, og annarra lánskjara, og myntar. Vaxtaprósentan segir aukinheldur ekki alla söguna þar sem vextir eru mjög lágir. Meðal annars þarf að skoða hvort stöðnun ríkir í viðkomandi ríki. Hagvöxtur er annar algildur mælikvarði og samanburður á hagvexti í Evrópusambandinu og Íslandi telst langt í frá vera aðild til framdráttar. Auglýst er eftir raunverulegum rökum fyrir aðild. Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er hagvöxtur nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru meðallaun nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er verðbólgan nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hverjar eru skuldir ríkissjóðs nú á evrusvæðinu frá landi til lands? – Það er hætt við að aðildarsinnum fallist hendur þegar staðreyndirnar blasa við. Það er skiljanlegt að ESB-sinnar nýti hvert tækifæri til að koma ESB-málum á dagskrá enda eru þau landsmönnum ekki ofarlega í huga. Kosturinn við umræðuna er hins vegar sú að efniviðurinn er síendurtekinn, enda fjölgar kostum aðildar að Evrópusambandinu ekki nema síður sé. Af þeim sökum geta pistlahöfundar eins og undirrituð sömuleiðis afritað og endurtekið andsvörin. Aftur og aftur og aftur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Evrópusambandið Íslenska krónan Utanríkismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
ESB-þingmenn á Alþingi nýta nú tækifærið og reyna að tengja umræðuna um efnahagsstöðuna hérlendis við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Gamalkunnar möntrur um kosti evrunnar og kjöraðstæður á evrusvæðinu eru rifjaðar upp og þá er ástæða til að rifja upp gamalkunn sannindi til andsvara. Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi og er langmikilvægasti viðskiptagjaldmiðill okkar bandaríkjadollar. Þannig er verðmæti útflutnings sem er seldur fyrir bandaríkjadollar langtum meiri en þess sem er seldur fyrir evrur. Það er því m.a. athyglisvert að skoða sveiflur á gengi evrunnar gagnvart dollarnum en þær virðast síst hafa verið minni en á gengi krónunnar gagnvart dollar. Ísland er sömuleiðis fremur opið hagkerfi og því háð áframhaldandi frjálsum viðskiptum. Þar skiptir EES-samningurinn höfuðmáli. Hann hefur tryggt greiðan aðgang íslenskra útflytjenda að evrópska markaðnum á þriðja áratug. Fríverslunarsamningar Íslands og gegnum EFTA eru sömuleiðis mikilvægir. Fríverslunarnet Íslands er því víðfeðmt. Samningarnir snúa að tollfrelsi eða tollalækkunum, draga úr viðskiptahindrunum og auka samkeppnishæfni. Þessi tæki, þ.e. eigið viðskiptafrelsi og aðildin að EFTA, hafa því nýst okkur vel til að skapa íslenskum fyrirtækjum besta mögulega viðskiptaumhverfið á erlendum mörkuðum. Um evrusvæðið er það að segja að vaxtaprósentan er þar eins misjöfn og löndin sem það byggja. Ekki er því hægt að setja samasemmerki milli vaxta, og annarra lánskjara, og myntar. Vaxtaprósentan segir aukinheldur ekki alla söguna þar sem vextir eru mjög lágir. Meðal annars þarf að skoða hvort stöðnun ríkir í viðkomandi ríki. Hagvöxtur er annar algildur mælikvarði og samanburður á hagvexti í Evrópusambandinu og Íslandi telst langt í frá vera aðild til framdráttar. Auglýst er eftir raunverulegum rökum fyrir aðild. Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er hagvöxtur nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru meðallaun nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver eru vaxtakjör nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hver er verðbólgan nú á evrusvæðinu frá landi til lands? Hverjar eru skuldir ríkissjóðs nú á evrusvæðinu frá landi til lands? – Það er hætt við að aðildarsinnum fallist hendur þegar staðreyndirnar blasa við. Það er skiljanlegt að ESB-sinnar nýti hvert tækifæri til að koma ESB-málum á dagskrá enda eru þau landsmönnum ekki ofarlega í huga. Kosturinn við umræðuna er hins vegar sú að efniviðurinn er síendurtekinn, enda fjölgar kostum aðildar að Evrópusambandinu ekki nema síður sé. Af þeim sökum geta pistlahöfundar eins og undirrituð sömuleiðis afritað og endurtekið andsvörin. Aftur og aftur og aftur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar