Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 8. febrúar 2022 13:31 Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur opinber umræða um andlega líðan og geðheilsu stóraukist og við sjáum ákveðin stigma og fordóma fara minnkandi fyrir vikið. Við búum samt sem áður í samfélagi þar sem geðheilbrigðisvandinn er stór og umfangsmikill. Og ef litið er til niðurstaðna á borð við Áfallasögu kvenna þá er mikill skortur á fyrirbyggjandi aðgerðum og áherslu lagða á snemmtækum inngripum. Talið er að um og yfir 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Dæmi um áföll, sorg eða viðvarandi andlegt álag sem börn upplifa: Vanræksla og öryggisleysi á heimili Skilnaður foreldra og erfið samskipti í kjölfarið Kynferðisofbeldi Einelti í skóla og/eða tómstundarstarfi Heimilisofbeldi - andlegt og líkamlegt Geð- og fíknivandi á heimili Andlát í fjölskyldu Því miður sjáum við tölur um tilkynnt ofbeldi á börnum, kynferðislegt ofbeldi og heimilisofbeldi aukast um tugi prósentu stiga á tímum heimsfaraldurs. Og almennt hafa flöggum um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt orðið fleiri og rauðari á sama tíma. Hver er þinnar gæfu smiður? Við sem erum við stjórnvölinn í málefnum barna, til dæmis skólamálum, verðum að átta okkur á því að það eru skýr tengsl á milli vanlíðan barna og geta ekki einbeitt sér að námi og það bitnar eðlilega á námsárangri. Það þarf að ráðast að rót vandans en ekki leggja áherslu á birtingamynd hans sem birtist í einkunnum eða hegðun í skólaumhverfinu. Börn geta nefnilega ekki alltaf verið sinnar gæfu smiðir og þá þurfum við að treysta á að kerfið taki utan um þau sem þurfa á því að halda og grípi inn í. Líkt og fyrr segir benda rannsóknir æ oftar á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum. Gott núverandi dæmi um það eru þúsundir skjólstæðinga hjá Virk í starfsendurhæfingu eftir heilsubrest. Sífellt fleiri eru að fá greiningu um kulnun í starfi og eru í veikindaleyfi og þar eru konur í meirihluta. Hér er nefnilega ekki alltaf um of mikið álag á vinnustað að ræða. Álag og erfið samskipti geta jú vissulega verið svokallaður trigger. Ég tel mun líklegra að hér sem um áföll að ræða sem ekki hafa verið ávörpuð né unnið úr. Fjárfestum í börnum til framtíðar Það verður samfélaginu dýrkeypt ef ekki er aðhafst strax í dag þegar það kemur að því að styðja við börn sem verða fyrir áföllum og koma í veg fyrir áföll þar sem því er við komið. Það er mér ekkert mikilvægara en að hlúa að þessum börnum sem þurfa á okkur, sem skútunni stýrum, að halda. Hér þurfa ríki og borg að vinna mun betur saman. Við þurfum að fjárfesta í dýrmætum mannlegum innviðum. Það er hinn eina sanna arðbæra langtímafjárfesting sem getur bætt afkomu hins opinbera til framtíðar litið. Höfundur situr fyrir hönd Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fer fram 4. og 5. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Geðheilbrigði Borgarstjórn Börn og uppeldi Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur opinber umræða um andlega líðan og geðheilsu stóraukist og við sjáum ákveðin stigma og fordóma fara minnkandi fyrir vikið. Við búum samt sem áður í samfélagi þar sem geðheilbrigðisvandinn er stór og umfangsmikill. Og ef litið er til niðurstaðna á borð við Áfallasögu kvenna þá er mikill skortur á fyrirbyggjandi aðgerðum og áherslu lagða á snemmtækum inngripum. Talið er að um og yfir 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Dæmi um áföll, sorg eða viðvarandi andlegt álag sem börn upplifa: Vanræksla og öryggisleysi á heimili Skilnaður foreldra og erfið samskipti í kjölfarið Kynferðisofbeldi Einelti í skóla og/eða tómstundarstarfi Heimilisofbeldi - andlegt og líkamlegt Geð- og fíknivandi á heimili Andlát í fjölskyldu Því miður sjáum við tölur um tilkynnt ofbeldi á börnum, kynferðislegt ofbeldi og heimilisofbeldi aukast um tugi prósentu stiga á tímum heimsfaraldurs. Og almennt hafa flöggum um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt orðið fleiri og rauðari á sama tíma. Hver er þinnar gæfu smiður? Við sem erum við stjórnvölinn í málefnum barna, til dæmis skólamálum, verðum að átta okkur á því að það eru skýr tengsl á milli vanlíðan barna og geta ekki einbeitt sér að námi og það bitnar eðlilega á námsárangri. Það þarf að ráðast að rót vandans en ekki leggja áherslu á birtingamynd hans sem birtist í einkunnum eða hegðun í skólaumhverfinu. Börn geta nefnilega ekki alltaf verið sinnar gæfu smiðir og þá þurfum við að treysta á að kerfið taki utan um þau sem þurfa á því að halda og grípi inn í. Líkt og fyrr segir benda rannsóknir æ oftar á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum. Gott núverandi dæmi um það eru þúsundir skjólstæðinga hjá Virk í starfsendurhæfingu eftir heilsubrest. Sífellt fleiri eru að fá greiningu um kulnun í starfi og eru í veikindaleyfi og þar eru konur í meirihluta. Hér er nefnilega ekki alltaf um of mikið álag á vinnustað að ræða. Álag og erfið samskipti geta jú vissulega verið svokallaður trigger. Ég tel mun líklegra að hér sem um áföll að ræða sem ekki hafa verið ávörpuð né unnið úr. Fjárfestum í börnum til framtíðar Það verður samfélaginu dýrkeypt ef ekki er aðhafst strax í dag þegar það kemur að því að styðja við börn sem verða fyrir áföllum og koma í veg fyrir áföll þar sem því er við komið. Það er mér ekkert mikilvægara en að hlúa að þessum börnum sem þurfa á okkur, sem skútunni stýrum, að halda. Hér þurfa ríki og borg að vinna mun betur saman. Við þurfum að fjárfesta í dýrmætum mannlegum innviðum. Það er hinn eina sanna arðbæra langtímafjárfesting sem getur bætt afkomu hins opinbera til framtíðar litið. Höfundur situr fyrir hönd Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fer fram 4. og 5. mars nk.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun