Leikskóli sem virkar fyrir alla Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 21. febrúar 2022 07:00 Mikilvægt er að allir sem koma að starfi leikskólanna vinni saman að góðu leikskólastarfi. Þá þarf þörfum allra að vera sem best sinnt; starfsfólks, foreldra og barna. Markmið okkar í fræðsluráði Hafnarfjarðar hefur verið að vinna að lausnum til að ná því. En hvernig? Starfsfólk Starfsfólk – hefur þörf fyrir hærri laun, betri starfsaðstæður og rólegt umhverfi til að ná að sinna börnunum vel. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað vel hefur gengið að undanförnu að manna lausar stöður við leikskólana okkar í Hafnarfirði. Það hefur haft líklegast haft jákvæð áhrif að í síðustu fjárhagsáætlun var samþykkt auka fjárveiting til starfsfólks leikskóla og fastur tímafjöldi yfirvinnu hækkaður hjá öllum. Það þýðir hærri útborguð laun eins og starfsmenn hafa kallað eftir. Nú hefur einnig verið samþykkt að auglýsa eftir starfsfólki til að taka að sér tímabundar afleysingar þegar upp koma lang- eða skammtíma veikindi. Það getur orðið mikið álag á starfsfólki sem er inn á deildum þegar þær eru ekki fullmannaðar. Rýmisáætlun leikskóla hefur einnig verið endurskoðuð og eru því ekki eins mörg börn í hverju rými – sem skapar rólegra og betra umhverfi fyrir nemendur og starfsmenn. Foreldrar Foreldrar – hafa þörf fyrir fyrirsjáanleika í þjónustunni og að hún virki þannig að þau geti sinnt vinnu sinni og að börnum þeirra líði vel. Þeir vilja að börnin hafi öruggt, hvetjandi umhverfi sem hlúi að tilfinningum þeirra og efli þroska. Foreldar þurfa að geta skipulagt daglegt líf sitt eftir að fæðingarorlofi lýkur og því þurfa upplýsingar um innritun barna að liggja fyrir snemma þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig. Það hefur verið tekin ákvörðun um það að fjölga leikskólarýmum í Hafnarfirði frá og með næsta hausti og þannig verður hægt að taka við mun yngri börnum. Í Hafnarfirði er komið til móts við foreldra með því að stilla leikskólagjöldum í hóf. Þau hafa ekki verið hækkuð í átta ár og systkinaafslættir hafa verið auknir á undanförnum fjórum árum. Það kemur sér vel fyrir fjölskyldur með mörg börn. Foreldrar vilja geta tekið sumarfrí með börnum sínum og var boðið upp á það á síðasta ári að hafa opið allt sumarið í leikskólum bæjarins. Þá kom í ljós að þörf var fyrir þessa þjónustu þótt síðustu tvær vikurnar í júlí væru lítið nýttar. Í kjölfarið var gerð könnun meðal foreldra og starfsfólks leikskólanna og niðurstaða hennar var að báðir hópar vildu hafa lokað þessar síðustu tvær vikur í júlí. Það fyrirkomulag býður upp á meira sveigjanleika þar sem hægt er að taka hinar tvær vikurnar í frí fyrir eða eftir þessar tvær vikur eða taka þær samfelldar á öðru tímabili. Foreldrar sem ákveða að hafa börn sín í samfelldu fjögurra vikna fríi á öðrum tíma þurfa ekki að borga skólagjöld þegar leikskólarnir eru lokaðir. Börnin Börn – Þau hafa þörf fyrir rútínu, röð og reglu. Þau þurfa tengsl, örvun og hlýju og að fá tækifæri til að tengjast starfsfólkinu. Þau þurfa líka ánægt starfsfólk sem líður vel í vinnunni. Nauðsynlegt er að skapa þeim gott umhverfi og hefur húsnæði og skólalóðum verið vel við haldið síðastliðin ár. Þau þurfa fleiri leikskólakennara til að leiða faglegt starf og við höfum unnið að því að fjölga þeim með námssamningum, enda eru leikskólar fyrsta skólastigið. Börn þurfa öruggt, rólegt og gott umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að þroskast og læra í gegnum leik. Samráð Það var stofnaður starfshópur um eflingu leikskólastigsins í Hafnarfirði í desember sl. og markmið hópsins er meðal annars að finna lausnir svo að ,,vinnuumhverfi starfsfólks og barna sé eins og best verður á kosið og að gera leikskólastarfið í Hafnarfirði sem eftirsóknarverðast.“ Starfshópinn skipa fulltrúar foreldra, leikskólakennara, ófaglærðs starfsfólks, leikskólastjóra, þróunarfulltrúi leikskóla auk pólitískra fulltrúa. Starfshópurinn er góður vettvangur til að ræða lausnir og setja hugmyndir strax í framkvæmd til að bæta leikskólana. Börnin eru eini hópurinn sem hefur ekki sinn beina fulltrúa en segja má að allir í hópnum séu fulltrúar barnanna því öll viljum við gera vel fyrir börnin. Sem foreldri barna á leikskóla hef ég beina innsýn í þessar þarfir leikskólasamfélagsins. Það er nauðsynlegt að foreldrar hafi sinn fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ákvarðanir og stefna er gerð um þessa mikilvægu starfsemi, leikskólana okkar. Mig langar að vinna áfram að því að sameina þarfir og sjónarmið þessara hópa sem koma þar að. Höfundur er fulltrúi í fræðsluráði, varabæjarfulltrúi og frambjóðandi í 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að allir sem koma að starfi leikskólanna vinni saman að góðu leikskólastarfi. Þá þarf þörfum allra að vera sem best sinnt; starfsfólks, foreldra og barna. Markmið okkar í fræðsluráði Hafnarfjarðar hefur verið að vinna að lausnum til að ná því. En hvernig? Starfsfólk Starfsfólk – hefur þörf fyrir hærri laun, betri starfsaðstæður og rólegt umhverfi til að ná að sinna börnunum vel. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað vel hefur gengið að undanförnu að manna lausar stöður við leikskólana okkar í Hafnarfirði. Það hefur haft líklegast haft jákvæð áhrif að í síðustu fjárhagsáætlun var samþykkt auka fjárveiting til starfsfólks leikskóla og fastur tímafjöldi yfirvinnu hækkaður hjá öllum. Það þýðir hærri útborguð laun eins og starfsmenn hafa kallað eftir. Nú hefur einnig verið samþykkt að auglýsa eftir starfsfólki til að taka að sér tímabundar afleysingar þegar upp koma lang- eða skammtíma veikindi. Það getur orðið mikið álag á starfsfólki sem er inn á deildum þegar þær eru ekki fullmannaðar. Rýmisáætlun leikskóla hefur einnig verið endurskoðuð og eru því ekki eins mörg börn í hverju rými – sem skapar rólegra og betra umhverfi fyrir nemendur og starfsmenn. Foreldrar Foreldrar – hafa þörf fyrir fyrirsjáanleika í þjónustunni og að hún virki þannig að þau geti sinnt vinnu sinni og að börnum þeirra líði vel. Þeir vilja að börnin hafi öruggt, hvetjandi umhverfi sem hlúi að tilfinningum þeirra og efli þroska. Foreldar þurfa að geta skipulagt daglegt líf sitt eftir að fæðingarorlofi lýkur og því þurfa upplýsingar um innritun barna að liggja fyrir snemma þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig. Það hefur verið tekin ákvörðun um það að fjölga leikskólarýmum í Hafnarfirði frá og með næsta hausti og þannig verður hægt að taka við mun yngri börnum. Í Hafnarfirði er komið til móts við foreldra með því að stilla leikskólagjöldum í hóf. Þau hafa ekki verið hækkuð í átta ár og systkinaafslættir hafa verið auknir á undanförnum fjórum árum. Það kemur sér vel fyrir fjölskyldur með mörg börn. Foreldrar vilja geta tekið sumarfrí með börnum sínum og var boðið upp á það á síðasta ári að hafa opið allt sumarið í leikskólum bæjarins. Þá kom í ljós að þörf var fyrir þessa þjónustu þótt síðustu tvær vikurnar í júlí væru lítið nýttar. Í kjölfarið var gerð könnun meðal foreldra og starfsfólks leikskólanna og niðurstaða hennar var að báðir hópar vildu hafa lokað þessar síðustu tvær vikur í júlí. Það fyrirkomulag býður upp á meira sveigjanleika þar sem hægt er að taka hinar tvær vikurnar í frí fyrir eða eftir þessar tvær vikur eða taka þær samfelldar á öðru tímabili. Foreldrar sem ákveða að hafa börn sín í samfelldu fjögurra vikna fríi á öðrum tíma þurfa ekki að borga skólagjöld þegar leikskólarnir eru lokaðir. Börnin Börn – Þau hafa þörf fyrir rútínu, röð og reglu. Þau þurfa tengsl, örvun og hlýju og að fá tækifæri til að tengjast starfsfólkinu. Þau þurfa líka ánægt starfsfólk sem líður vel í vinnunni. Nauðsynlegt er að skapa þeim gott umhverfi og hefur húsnæði og skólalóðum verið vel við haldið síðastliðin ár. Þau þurfa fleiri leikskólakennara til að leiða faglegt starf og við höfum unnið að því að fjölga þeim með námssamningum, enda eru leikskólar fyrsta skólastigið. Börn þurfa öruggt, rólegt og gott umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að þroskast og læra í gegnum leik. Samráð Það var stofnaður starfshópur um eflingu leikskólastigsins í Hafnarfirði í desember sl. og markmið hópsins er meðal annars að finna lausnir svo að ,,vinnuumhverfi starfsfólks og barna sé eins og best verður á kosið og að gera leikskólastarfið í Hafnarfirði sem eftirsóknarverðast.“ Starfshópinn skipa fulltrúar foreldra, leikskólakennara, ófaglærðs starfsfólks, leikskólastjóra, þróunarfulltrúi leikskóla auk pólitískra fulltrúa. Starfshópurinn er góður vettvangur til að ræða lausnir og setja hugmyndir strax í framkvæmd til að bæta leikskólana. Börnin eru eini hópurinn sem hefur ekki sinn beina fulltrúa en segja má að allir í hópnum séu fulltrúar barnanna því öll viljum við gera vel fyrir börnin. Sem foreldri barna á leikskóla hef ég beina innsýn í þessar þarfir leikskólasamfélagsins. Það er nauðsynlegt að foreldrar hafi sinn fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ákvarðanir og stefna er gerð um þessa mikilvægu starfsemi, leikskólana okkar. Mig langar að vinna áfram að því að sameina þarfir og sjónarmið þessara hópa sem koma þar að. Höfundur er fulltrúi í fræðsluráði, varabæjarfulltrúi og frambjóðandi í 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun